Kafli 10 - Umhverfi og þroski Flashcards

1
Q

Hvað er vistfræðikenning Bronfenbrenners?

A

Aðstæður þroska barns er hægt að hugsa um sem gagnvirkt vistkerfi. Hver þáttur getur ýtt undir jákvæðan þroska eða myndað áskoranir fyrir heilsu og velferð barnsins.

Þroski fer fram í
gagnvirkum
vistkerfum
– Microkerfi (nærkerfi) (Fjölskylda)
– Mesokerfi (millikerfi)
– Exokerfi (stofnanakerfi) (Samfélag, byggðalag, hverfi)
– Macrokerfi (ystakerfi) (Þjóðfélag)
– Chronokerfi (tími)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er kjarnafjölskylda?

A

Foreldrar/foreldri og börn þeirra saman á heimili. Kom fram fremur nýlega, með iðnbyltingunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er stórfjölskylda?

A

Foreldrar, börn og önnur skyldmenni (ömmur og afar, frænkur og frændur) saman á heimili. Hefur verið til staðar í gegnum mannkynssögu og er mjög mikilvæg aðferð til að ráða við lágar tekjur. Frá þróunarfræðilegu sjónarhorni getur verið að umönnun skyldmenna hafi gert mönnum það mögulegt að lengja bernskuna og stækka heilana.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hver eru markmið foreldra í uppeldi?

A

Að lifa af (surviving goals)
– Veita börnum bjargir til að lifa af

  • Efnahagsleg markmið (economic goals)
    – Sjá um að börn geti séð sér farborða
  • Menningarleg markmið (cutural goals)
    – Sjá um að börn tileinki sér menningarleg gildi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Baumrind kom fram með þrjár megingerðir uppeldisaðferða, hverjar eru þær?

A

o Leiðandi: Foreldrar halda aga, útskýra ástæðurnar á bak við reglurnar og refsingarnar og bera hlýju til barnsins. Foreldrar leggja einnig áherslu á umræður og sjálfstæði. Foreldrar setja kröfur en sambandið er þó gagnkvæmt. Nýta sér frekar rökstuðning en líkamlegar refsingar. Ýta undir sjálfstæði.
Börnin eru sjálfbjarga, hafa meiri sjálfsstjórn, eru forvitin og ánægð.
o Skipandi: Foreldrar einbeita sér að hlýðni og stjórn, nota líkamlegar refsingar, og sýna ekki mikla hlýju. Einnig skortir samræður á milli foreldra og barna. Foreldrar eru kröfuharðir og stjórnsamir. Nýta sér frekar refsingar heldur en rökræður. Leggja meiri áherslu á hlýðni en sjálfstæði.
Börnin stjórnast frekar af reglum foreldra sinna en eigin gildum og tilfinningum, lakari félagshæfni, ósjálfstæð, bæld.
o Eftirlátir: Foreldrar sýna hlýju en setja ekki margar reglur eða halda aga. Stjórna hegðun barna sinna mjög lítið. Foreldrar gera litlar kröfur og hafa litla stjórn. Þau leyfa börnum sínum að læra af reynslunni, sem er niðurstaða eftirlátssemi og vanrækslu. Hvorki er lögð áhersla á sjálfstæði né hlýðni.
Börnin treysta á aðra, hafa litla stjórn á eigin hvötum og eru tiltölulega vanþroskuð. Minni sjálfsstjórn, sjálfstæði og ábyrgð.

Afskiptalausir: Vandi í félagslegum samskiptum, hvatvís, andfélagsleg, leggja sig ekki fram við nám.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hverjar eru þrjár víddir uppeldisaðferða?

A

Hlýja= Að hve miklu leyti foreldrar sýna ástúð, umhyggju og jákvæðni (acceptance)

Stjórnun= Að hve miklu leyti foreldrar fylgjast með og stjórna/stýra hegðun barna

Stuðningur til sjálfstæði= Að hve miklu leyti foreldrar hlusta á, styðja og virða sjónarmið barna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvaða áhrif hafa systkini á félagsþroska og félagsmótun barna?

A

Systkini geta haft mikil áhrif á félagsþroska og félagsmótun barna. Systkini skipta miklu máli í félags- og vitsmunaþroska hvors annars, en menning, aldur, kyn og tilfinningalegt andrúmsloft í fjölskyldunni hefur einnig áhrif. Í nútímasamfélögum þar sem dagvistun er verulegir gætir félagsmótandi áhrifa systkina mun síður en þar sem dagvistun er ekki til staðar, eða er óverulegur þáttur í daglegu lífi barna eða systkina. Ólíkt því sem er með foreldrana eru systkinin oftar á ámóta þroskasvæði, en kyn systkina skiptir þó máli. En hvað eru mikil átök á milli systkina eðlileg? Tilfinningaleg nálægð systkina af sama kyni er nokkuð mikil í bernsku en minnkar eftir því sem þau eldast, en það er akkúrat öfugt með systkini af sitthvoru kyninu. Árekstrar barna minnka mjög eftir 12 ára aldur. Náin tengsl við systkini geta dregið mjög úr alvarlegum erfiðleikum þeirra sem lifa við stríðsátök.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Einstæðir foreldrar

A

Um helmingur barna í USA munu eyða einhverjum tíma bernsku sinnar á heimili einstæðra foreldra. Börn einstæðra foreldra hafa fleiri hegðunar, félagsleg og námsleg vandamál. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu, og það virðist sem menningarlegar aðstæður geti dregið úr vandamálinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Innflytjendur

A

Um 22% barna í USA eiga foreldra sem eru innflytjendur. Uppeldisaðferðir og gildi eru mismunandi eftir menningu hverrar fjölskyldu, þar sem menntun þykir mikilvægari hjá þeim sem flytja til USA í dag en annarra sem hafa búið þar í eina kynslóð eða meira.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Samkynhneigðir foreldrar

A

Þrátt fyrir takmarkaðar rannsóknir virðist þessi nýtilkomna aukning samkynhneigðra foreldra hafa góð áhrif á þroska barna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvaða áhrif hefur fátækt?

A

Hefur áhrif á 20% barna í USA, og hefur áhrif á alla þætti lífs þeirra: húsnæði, heilsugæslu, menntun og jafnvel öryggi. Fátækt snemma í bernsku er tengd andlegum og líkamlegum heilsufarsvandamálum auk vandamála varðandi vitsmunaþroska. Fátækar fjölskyldur eiga erfitt með að skaffa mat, föt, húsnæði, samgöngur og heilsugæslu fyrir börn sín.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Táningsmæður

A

Eru í raukinni hættu hvað varðar verri uppeldishætti. Þær eru oft einstæðar og búa við fátækt. Mörgum þeirra vegnar þó vel, sérstaklega með stuðningi. Þrátt fyrir að það hafi minnkað verulega, er hlutfall táningsmæðra með því hæsta í USA (meðal iðnaðarríkja). Börn einstæðra táningsmæðra eru árásargjarnari, hafa minni sjálfsstjórn og eru ólíklegri til að skara fram úr vitsmunalega en önnur börn. Bæði mæður og börn standa fyrir ákveðnum áskorunum í þroska.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Áhrif slæmrar meðferðar á börn

A

Aðeins 30% af þeim sem verða fyrir illri meðferð verða gerendur síðar meir. Álag á fjölskyldur eykur hættu, t.d. fátækt, neysla og átök milli foreldra. Stúlkur og yngri börn eru í meiri hættu og viðhorf til ofbeldis í samfélagi skiptir miklu máli. Skilgreiningar á ofbeldi eru mismunandi eftir menningarsvæðum. Orsök ofbeldis hjá foreldrum eru ekki skýr, en reynsla foreldra af heimilisofbeldi, vandamál fjölskyldunnar, ákveðin einkenni móður og barns, og menningarlegt samþykki getur aukið líkurnar. Í USA: Auknar líkur á ofbeldi: Börn yngri en 3 ára, stelpur líklegri en strákar og kynþáttur (kyrrahafs-, indíánar- og afrísk-amerísk líklegri).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Gæsla

A
  • Getur verið með ýmsu móti: á heimili barnsins, á öðru heimili eða á leikskóla. Gæði gæslunnar skiptir öllu máli, þegar kemur að þeim áhrifum sem hún hefur á þroska barnsins. Enn er deilt um áhrif gæslu fyrir 2 ára aldur og þegar börn eru í gæslu mikinn hluta dagsins. Það getur haft áhrif á streitu, vitrænan þroska og samskipti við jafnaldra og umhverfi. Erfitt er að alhæfa um niðurstöður í svo flóknu viðfangsefni.
  • Um 4 ára aldur eru 86% barna í USA í einhversskonar gæslu. Áhrif gæslu veltur mikið á gæðum gæslunnar. Börn í leikskólum geta verið stressaðari en þau sem eru heima fyrir. Þrátt fyrir það er vitsmunaþroski barna á góðum leikskólum í það minnsta jafn góð og hjá jafningjum þeirra sem eru heima. Félags- og tilfinningaleg áhrif virðast vera bæði jákvæð (meiri sjálfsnægtir og tungumálatjáning) og neikvæð (meiri árásargirni), þar sem næmni móður og félagsleg staða fjölskyldunnar hefur áhrif. Með börn í minnihlutahópum, þarf að skoða áhrif gæslunnar í stærra samhengi.
  • Gæsla skiptist í:
    o Gæslu á heimili barnsins, þar sem amma eða annar fjölskyldumeðlimur hugsar um barnið á meðan foreldrarnir vinna.
    o Gæsla á heimili annars aðila, sem er annað hvort skyldmenni eða ókunnugur (dagmæður á Íslandi).
    o Stofnanir (leikskólar): skipulögð stofnun þar sem fagmenn stjórna för.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hver eru áhrif miðla á börn?

A
  • Harmleg áhrif sjónvarps hafa verið mikið skoðuð. Getur reynst börnum erfitt að greina á milli raunveruleika og sjónvarpsefnis. Börn hafa séð 200 þúsund ofbeldisverk fyrir 18 ára aldur. Miðlar styðja einnig oft staðalmyndir.
  • Gagnvirkir miðlar krefjast ýmis konar færni. Þar eru sömu áhyggjur af innihaldi og í sjónvarpsefni, verðlaunað er fyrir ofbeldisfulla hegðun í tölvuleikjum.
  • Börn í tæknivæddum samfélögum verða fyrir miklum áhrifum frá ýmis konar miðlum. Gerðar hafa verið rannsóknir á því hvernig mismunandi gerðir af miðlum og mismunandi viðfangsefni hafa áhrif á þroska.
  • Bókmenntir barna geta hjálpað börnum með tilfinningastjórnun og -þroska.
  • Ung börn sjá meira af sjónvarpi en nokkrum öðrum miðlum. Börn eiga í erfiðleikum með að greina á milli ásýndar og veruleika en ofbeldi í sjónvarpi veldur einnig áhyggjum. Ofbeldi er sérstaklega algengt í barnaefni, og einnig staðalmyndun, sem takmarkar hlutverk kvenna og minnihlutahópa.
  • Tölvuleikir, sem eru að verða mikilvægari, geta hjálpað börnum að þjálfa vitsmuni sína. Eins og sjónvarp, geta gagnvirkir miðlar valdið áhyggjum, meðal annars hvaða áhrif þeir hafi á sambönd við jafningja og við fjölskyldu, og hvaða áhrif ofbeldisleikir hafi á hugsun og hegðun barna.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er seigla?

A

Að hafa viðnám gegn áföllum.