Kafli 1 - Hvað er þroskasálfræði? Flashcards
Hvað er þroskasálfræði?
Fræðigrein sem fjallar um hvernig manneskjan breytist frá getnaði til grafar. Hún fjallar um vitsmunalegan, líkamlegan, félagslegan og tilfinningalegan þroska barna.
Markmið: Lýsa hvernig þroski á sér stað, öðlast skilning á hvað liggur að baki breytingum og hafa áhrif á þroska, beina honum á jákvæðar brautir.
Hver eru viðfangsefni þroskasálfræðinnar?
Vitsmunaþroski, félags- og tilfinningaþroski og líkamlegur þroski.
William Preyer
Bjó til skýrar reglur um athuganir á þroska barna.
James Mark Baldwin
Taldi börn þróast í gegnum röð af ákveðnum stigum þar til þau eru fullmótuð, fyrsta af mörgum kenningum um mismunandi þroskastig barna.
Hver þróaði fyrsta greindarprófið?
Alfred Binet
Hverjar eru 4 meginspurningar þroskasálfræðinnar?
- Hvað veldur þroska?
- Hversu sveigjanlegur er þroski?
- Er þroski samfelldur eða stigskiptur?
- Þroskast einstaklingar ólíkt?
Hvað er úrslitaskeið?
Tiltekin breyting verður að eiga sér stað á vissum tíma til að einstaklingur þroskist eðlilega.
Hvað er næmiskeið?
Tiltekin reynsla hefur sérstaklega mikil áhrif á þroska á vissum tíma.
Samfelldur eða stigskiptur þroski?
Samfelldur þroski: Litlar breytingar. T.d. eins og krossfiskur sem stækkar og þroskast stöðugt, engin stökk.
Stigskiptur þroski: Færri og stærri breytingar. T.d. eins og fiðrildi byrjar sem lirfa, svo púpa og að lokum fiðrildi.
Hvað eru kenningar?
Kerfi hugmynda sem er sett fram til þess að útskýra eitthvað tiltekið fyrirbæri.
Sálfræðileg kenning er sett fram um sálfræðileg efni og er byggð á rannsóknum og fyrri athugunum.
Vísindalegar kenningar þarf að vera hægt að afsanna.
Hverjar eru grunnkenningarnar?
Sálaraflskenningar (Freud og Erikson)
Námskenningar (Watson og Skinner)
Hugsmíðahyggja (Piaget)
Félagsleg hugsmíðahyggja (Vygotsky)
Nýrri kenningar
Upplýsingavinnsla
Kerfiskenningar
Vistfræðikenningar
Hvað eru sálaraflskenningar?
Kenningar Freud og Erikson þar sem lögð er áhersla á áhrif almennra líffræðilegra hvata og lífsreynslu á þroska og þroskastig. Þroski er stigskiptur.
Hvað eru námskenningar?
Kenningar sem leggja áherslu á þroska sem afleiðingu náms, og breytingar á hegðun sem verða þegar tengd er saman ákveðin hegðun og afleiðingar hennar (t.d. sú kenning að hegðun sem hefur ásættanlegar afleiðingar er líklegri til að vera endurtekin en hegðun sem hefur slæmar afleiðingar). Frumkvöðull er Skinner en einnig Thorndike.
Hvað er hugsmíðahyggja?
Kenning Piaget. Hugsmíðahyggja er námskenning sem gengur út frá því að þekking sé afurð þess hvernig einstaklingar skapa merkingu úr reynslu sinni. Lögð er áhersla á að námsumhverfið sé opið og sem líkast raunverulegum aðstæðum og nemandinn sé virkur í að byggja upp eigin þekkingu.