Kafli 1 - Hvað er þroskasálfræði? Flashcards

1
Q

Hvað er þroskasálfræði?

A

Fræðigrein sem fjallar um hvernig manneskjan breytist frá getnaði til grafar. Hún fjallar um vitsmunalegan, líkamlegan, félagslegan og tilfinningalegan þroska barna.
Markmið: Lýsa hvernig þroski á sér stað, öðlast skilning á hvað liggur að baki breytingum og hafa áhrif á þroska, beina honum á jákvæðar brautir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver eru viðfangsefni þroskasálfræðinnar?

A

Vitsmunaþroski, félags- og tilfinningaþroski og líkamlegur þroski.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

William Preyer

A

Bjó til skýrar reglur um athuganir á þroska barna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

James Mark Baldwin

A

Taldi börn þróast í gegnum röð af ákveðnum stigum þar til þau eru fullmótuð, fyrsta af mörgum kenningum um mismunandi þroskastig barna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hver þróaði fyrsta greindarprófið?

A

Alfred Binet

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hverjar eru 4 meginspurningar þroskasálfræðinnar?

A
  1. Hvað veldur þroska?
  2. Hversu sveigjanlegur er þroski?
  3. Er þroski samfelldur eða stigskiptur?
  4. Þroskast einstaklingar ólíkt?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er úrslitaskeið?

A

Tiltekin breyting verður að eiga sér stað á vissum tíma til að einstaklingur þroskist eðlilega.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er næmiskeið?

A

Tiltekin reynsla hefur sérstaklega mikil áhrif á þroska á vissum tíma.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Samfelldur eða stigskiptur þroski?

A

Samfelldur þroski: Litlar breytingar. T.d. eins og krossfiskur sem stækkar og þroskast stöðugt, engin stökk.
Stigskiptur þroski: Færri og stærri breytingar. T.d. eins og fiðrildi byrjar sem lirfa, svo púpa og að lokum fiðrildi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað eru kenningar?

A

Kerfi hugmynda sem er sett fram til þess að útskýra eitthvað tiltekið fyrirbæri.
Sálfræðileg kenning er sett fram um sálfræðileg efni og er byggð á rannsóknum og fyrri athugunum.
Vísindalegar kenningar þarf að vera hægt að afsanna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hverjar eru grunnkenningarnar?

A

Sálaraflskenningar (Freud og Erikson)
Námskenningar (Watson og Skinner)
Hugsmíðahyggja (Piaget)
Félagsleg hugsmíðahyggja (Vygotsky)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Nýrri kenningar

A

Upplýsingavinnsla
Kerfiskenningar
Vistfræðikenningar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað eru sálaraflskenningar?

A

Kenningar Freud og Erikson þar sem lögð er áhersla á áhrif almennra líffræðilegra hvata og lífsreynslu á þroska og þroskastig. Þroski er stigskiptur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað eru námskenningar?

A

Kenningar sem leggja áherslu á þroska sem afleiðingu náms, og breytingar á hegðun sem verða þegar tengd er saman ákveðin hegðun og afleiðingar hennar (t.d. sú kenning að hegðun sem hefur ásættanlegar afleiðingar er líklegri til að vera endurtekin en hegðun sem hefur slæmar afleiðingar). Frumkvöðull er Skinner en einnig Thorndike.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað er hugsmíðahyggja?

A

Kenning Piaget. Hugsmíðahyggja er námskenning sem gengur út frá því að þekking sé afurð þess hvernig einstaklingar skapa merkingu úr reynslu sinni. Lögð er áhersla á að námsumhverfið sé opið og sem líkast raunverulegum aðstæðum og nemandinn sé virkur í að byggja upp eigin þekkingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er samlögun?

A

Með tileinkun styrkja einstaklingar skýringarmynd sína með því að bæta nýrri reynslu við hana, t.d. þróa börn sem eru vön að drekka mjólk úr brjósti, með sér þá reynslu að einnig sé gott að sjúga snuð, sem styrkir þar með skýringarmynd þeirra.

17
Q

Hvað er aðhæfing?

A

Hún gerir börnum kleift að þróa skýringarmynd bæði fyrir gamla og nýja reynslu. Til dæmis gæti barn farið að sjúga öxl föður síns sem er mjög ólíkt snuði eða brjósti og verður því ekki hluti af þeirri skýringarmynd. Barnið verður þá að aðlagast þessari nýju reynslu og breyta aðferðinni sem notuð er til að sjúga, t.d. með því að sjúga hluta af bol pabbans. Þessi breyting gerir skýringarmyndina áhrifameiri og stækkar heim þeirra hluta sem hægt er að sjúga.

18
Q

Hver eru stig Piaget?

A

Skynhreyfistig (hringsvaranir)
Foraðgerðarstig (táknbundin hugsun o.fl)
Stig hlutbundinna aðgerða (verða fær um aðgerðir)
Stig formlegra aðgerða (hugsa kerfisbundið um alla hluta vandamáls).

19
Q

Hvað er félagsleg hugsmíðahyggja?

A

Kenning Vygotskys þar sem lögð er áhersla á áhrif menningar á þroska. Hann talar um þroskasvæði sem er bilið á milli þess sem barnið getur afrekað sjálft og það sem það getur afrekað með aðstoð.

20
Q

Hvað eru félagsnámskenningar?

A

Kenningar sem leggja áherslu á tengsl hegðunar og afleiðinga við það sem börn læra með því að fylgjast með og eiga samskipti við aðra í félagslegum samskiptum.
Bandura: Þegar börn læra nýja hegðun með því að herma eftir fyrirmynd. Afleiðingar eigin hegðunar ekki það eina sem skiptir máli, endurtaka hegðun sem þau sjá hjá öðrum

21
Q

Hvað eru kerfiskenningar?

A

Kenningar sem líta á þroska sem flókna heild gerða úr mörgum hlutum og hvernig heild og hlutar hafa áhrif og breytast með tímanum. Áhersla á að skilja hvernig kerfi hafa áhrif á hvort annað og mynda eina heild (Árásargirni- áhrif uppeldishátta, kennara, fjölmiðla o.s.frv.)

22
Q

Vistfræðikenning Bronferbrenner

A

Lögð áhersla á skipulag og áhrif umhverfishátta á þroska barna. Áhrifamesta kerfiskenningin. Barnið hefur áhrif á eigin þroska þar sem eiginleikar þess og umhverfis hafa samverkandi áhrif. Barnið er umlukið mörgum kerfum sem hafa áhrif, allt frá líffræðilegum þáttum til laga sem gilda í landinu. Aðeins er hægt að fá skilning á þessu flókna samspili með því að skoða börnin í sínu eðlilega umhverfi.

Skiptist í:
Míkrókerfi: næsta umhverfi barnsins, t.d. foreldrar, skóli, vinir, nágrenni;

Mesókerfi: tengsl milli míkrókerfa, t.d. milli foreldra og skóla;

Exókerfi: ekki beint samband við barnið, opinberar stofnanir, fjölmiðlar, vinnustaðir foreldra;

Makrókerfi: ysta kerfið, snertir alla í þjóðfélaginu, t.d. viðhorf, stjórnkerfi, menning, efnahagslíf, lagasetningar.

23
Q

Til að hægt sé að taka mark á rannsókn þarf að huga að:

A

Hlutlægni: reyna að vera hlutlaus.

Áreiðanleika: Mælingar eiga alltaf að mæla eins.

Réttmæti: Gögn eiga að endurspegla það fyrirbæri sem verið er að mæla.

Stöðlun: Aðrir rannsakendur geti framkvæmt sömu tilraun og fengið sömu niðurstöður.

24
Q

Hvað er breyta?

A

Það sem á að skoða er sett á mælanlegt form og getur tekið fleiri en eitt gildi: aldur, laun, málþroski, sjálfsmynd o.fl.

25
Q

Hvað er fylgni?

A

Segir okkur hvort það er samband milli tveggja eða fleiri fyrirbæra/breyta. Ef annað fyrirbærið breytist, breytist þá hitt líka? Fylgni er meiri eftir því sem talan er næst 1 eða -1.

Jákvæð: Ef annað eykst, eykst hitt líka - plústala.
Neikvæð: Ef annað eykst, minnkar hitt - mínustala.
Mjög lítil/engin: Breytingar fylgjast ekki að - tala nálægt núlli.

26
Q

Hvað er vísindalegt viðtal?

A

Viðtal sem leiðir spyrjandann áfram, þar sem hver spurning byggist á svari fyrri spurningarinnar. Einn rannsakandi og einn viðmælandi, spurningar sniðnar að hverjum einstaklingi og spurningin veltur að hluta á svarinu sem kom á undan.
Kostir: skilningur á einstaklingi.
Gallar: Ekki orsakatengsl, alhæfingargildi takmarkað.

27
Q

Hvað er frumbreyta?

A

Sá þáttur umhverfis sem rannsakandi stjórnar eða breytir til að mæla áhrifin.

28
Q

Hvað er fylgibreyta?

A

Hegðunin sem er mæld og álitin hafa orðið fyrir áhrifum af frumbreytunni.

29
Q

Hver eru algengustu rannsóknarsniðin til að skilja þroska?

A

Langtímasnið: Sami hópurinn er rannsakaður oftar en einu sinni, t.d. frá fæðingu til fullorðinsára. Kostir: rekja þroskaferli yfir tíma. Gallar: dýrar, brottfall.

Þversnið: Mismunandi aldurshópar eru bornir saman á einum tímapunkti. Kostir: taka stuttan tíma, minna brottfall. Gallar: aðrar breytur en aldur geta útskýrt mun eftir aldri.