Sár sem ekki gróa Flashcards
Hvað þarf til að sár geti gróið?
- Gott blóðstreymi (O2) að sárabeði
- Raki og hlýja í sárbeði
- Hreint sár (ekki dauður vefur og ekki sýking)
Hvað er bráðasár?
- Koma fljótt og gróa yfirleitt fljótt ef aðstæður eru í lagi
- Myndast vegna utanaðkomandi áverka með eða án tilgangs
- Dæmi: Skurðsár, slysasár og áverkar, brunasár
Hvað eru langvinn sár?
- Myndast vegna sjúkdóma eða heilsubrests
- Lengi í bólgufasa, allt þar til gripið er inn í
- Geta verið bráðasár til að byrja með en verða að langvinnum sárum vegna þess að eh fer úrskeiðis í sárgræðsluferlinu
- Dæmi: þrýstingssár, fótasár, skurðsár sem sýkjast, skurðsár sem gliðna
Hvernig er heildrænt mat á sárum ?
- Tilraun til að auka líkur á að langvinn eða erfið sár geti gróið, hefst með því að greina orsök sárs og þætti sem geta hindrað sárgræðslu
- Meðfrð sára miðar að því að fjarlægja eða meðhöndla þá þætti
- Heildrænt sáramat felst í því að meta alla þát þætti í heilsufari og umhverfi einstaklings sem haft getur áhrif á sárgræðslu, ekki bara að einblína á sárið sjáflt
Hvaða einstaklingstengdir þættir hafa áhrif á sárgræðslu?
- Blóðflæði / O2
- Næring
- Sjúkdómar
- Lyf/meðferð
- Sálfélagslegir þættir
- Hreyfigeta
- Aldur
- verkir
- Reykingar
Hvaða staðbundnu þættir hafa áhrif á sárgræðslu?
- Rakastig
- Bjúgur
- Þrýstingur
- Áverkar
- Hitastig
- Bakteríur
- Drep
Skilgreining á Wound Bed Preparation?
Snýst um að meta og greina ástandið á staðlaðan skipulagðan hátt.
Snýst um að ná tökum á þeim þáttum sem geta hindrað sárgræðslu og gera aðstæður þannig hagstæðar
Hvernig er nálgun breytileg eftir eðli sára?
1. Skurðsár
2. Áverkasár
3. Sár sem ekki gróa
- Skurðsár
- Erum að leita að frávikum frá eðlilegri sárgræðslu: merki um sýkingu?, blæðingu?, gliðnun?
- Stærð sárs meira á dýptina en umfangið en í krónískum sárum - Áverkasár
- Hvers eðlis eru þau: skurðir, stungur, kramingsáverki, bruni?
- Við slysaáverka þarf að meta starfshæfni, t.d þarf að meta hvort sinar, æðar, taugar eða bein eru sködduð - Sár sem ekki gróa
- Stærðin, sárbotninn (Drep, fibrin), sárbarmar (sigg, dauð húð), bjúgur, sýking?
Hvað er Autolysa / sjálfsleysing?
- Líkaminn sér um niðurbrot ( macrofagar og ensím)
- þarf rakt, súrt umhverfi
- gel og hydrokolloidar flýta fyrir
- skemmir ekki lifandi vef
- sársaukalaust
- tekur langan tíma
Hvert er hlutverk sótthreinsandi skolvökva og hverjar eru hætturnar?
- Aðeins í undantekningartilfellum
- Tekur tíma að virka (10-20 mín)
- Hætta á ónæmi baktería f. efninu
- Dregur saman háræðar
- Nýjar frumur drepast (fibroblastar)
- Sáravessi og gröftur draga úr virkni sótthreinsilausnar
- Ofnæmi og erting
Hver eru merki um sýkingar í krónískum sárum ?
- Hiti (Calor)
- Roði >1-2cm (rubor)
- Bólga (tumor)
- Verkur (dolor)
Hvað er krítísk kólonisering?
- Stöðnun sárgræðslu
- Viðkvæmur granulationsvefur
- Blússandi rauður granulationsvefur
- Aukinn vessi úr sári
- Aukin lykt
- Nýir nekrósublettir
Hvað er biofilma?
- Samfélag baktería sem hjúpa sig þannig að erfitt er að ná í þær
- Algengt í langvinnum sárum
- Viðhalda bólgu í sárunum
Hver er tilgangur sárasogsmeðferðar?
- Rök sárgræðsla í lokuðu umhverfi
- Sogar sáravessa úr sárinu
- Dregur úr bjúg í sárabeði
- Minnkar umfang sárs
- Hvetur nýmyndun æða
- Flýtir uppbyggingu granulationsvefs
- Dregur úr sýkingarhættu
Hvað er fótasár og hverjar eru 4 týpur þess?
Langvinn sár fyrir neðan hné (fótasár og fótleggjasár) myndast oftast vegna undirliggjandi æðasjúkdóma og eða sykursýki
- Bláæðasár
- Sykursýkissár
- Slagæðasár
- Önnur fótasár (þrýstingssár, Immunologis sár (æðabólga/vasculitis, iktsýki), illkynja frumuvöxtur ofl
Hvernig er greining og meðferð fótasára?
- Skoða blóðrás til fóta hjá sjúklingum með fótasár!
- Þreifa púlsa á rist (dorsalis pedis) og á innanverðum ökkla (tibialis posterior)
- Skoða háræðafyllingu, skoða hvort fölvi myndast þegar fæti er haldið uppi
- Mikilvægt að spyrja um verki (hvíldar/áreynslu)
- Nota doppler
- Mæla BÞ í fótum og reikna ABI
Hverjar eru orsakir bláæðasára?
Bláæðabilun
- óvirkar lokur
- æðahnútar
- segamyndun
Hár þrýstingur í bláæðum í húð og undir húð
- æðar verða gegndræpar og blóðvökvi, protein og ensím leka út í gegnum æðavegginn
- langvinn bólga í húð
- örvefur / hersli í æðaveggjum smáæða
- veikleiki og sáramyndun í húðinni
Erfðir, kyrrseta, meðganga og yfirþyngd auka líkur á bláæðabilun