Hjúkrun sjúklinga með hjartasjúkdóma Flashcards
Hverjir eru algengustu hjartasjúkdómar?
Kransæðasjúkdómar eru algengastir
- Er árlega orsök 20% allra dauðsfalla í Evrópu
- 80% allra hjartasjúkdóma
Hver er megin orsök kransæðasjúkdóma?
Æðakölkun
Áhættuþáttum kransæðasjúkdóma má skipta í 3 flokka, hverjir eru þeir og hvað tilheyrir hverjum flokki?
Óbreytanlegir þættir:
- aldur, kyn og ættarsaga
Tengdir öðrum sjúkdómum sem eru jafngildi kransæðasjúkdóms:
- DM, PAD, Carotid AD
Breytanlegir þættir:
- kólesteról (LDL HDL og heildar kólesteról), reykingar, háþrýstingur, sykursýki
Hvernig þróast æðakölkun ?
Æðakölkun þróast á löngum tíma. Við byrjum um tvítugt (jafnvel á ungl.árum/barnæsku) að fá skellur, fiturákir innan í æðarnar.
Þetta er hluti af því að eldast en ekki allar fituskellur verða síðar sjúklega og spila erfðir og umhverfi áhrif á þróunina sem stendur yfir í mörg ár.
Í upphafi verður æðaþelið fyrir áverka (sem getur td verið tilkomin vegna reykinga eða HTN). Í áverkann safnast upp efni sem venjulega eru í blóðrásinni og sífellt á sveimi í gegnum æðaþelið - byrjar sem fituskella (fatty streak) í intimu/innsta lagi æðarinnar.
Hverjar eru kransæðarnar 3 (4?) ?
- Hægri kransæð RCA (Right Coronary Artery: nærir hægri hluta hjartans
- Höfuðstofn (Left main): vinstra megin
- Vinstri Kransæð LAD (Left Anterior Descending Artery): nærir vinstri hluta hjartans
Bakveggs kvísl CX
Í hvað flokkast kransæðasjúkdómar?
- Langvinnur kransæðasjúkdómur (CCS)
- Bráður kransæðasjúkdómur (ACS)
- Óstöðug hjartaöng (ÓAP)
- NSTEMI
- STEMI
Er kransæðasjúkdómur alltaf með einkennum ?
Kransæðasjúkdómur getur lengi vel verið einkennalaus eða einkennalítill.
Einkenni gera fyrst og fremst vart við blóðþurrð en það er þegar misræmi verður milli framboðs og eftirspurnar eftir súrefnisríku blóði í hjartavöðvanum, kemur oft í tengslum við áreynslu eða annað álag.
Hver er algengasta einkenni blóðþurraðar í hjartanu?
Hjartaöng (AP)
- það er klínískt heilkenni sem einkennist af köstum með verkjum / þrýstingi í brjóstkassa.
Hvernig lýsa einkenni í langvinnum kransæðasjúkdómi sér ?
Einkenni koma við áreynslu
Hvernig lýsir Óstöðug hjartaöng (ÓAP) sér?
Verkir geta komið í hvíld, svefni og lagast ekki endilega við hvíld eða NG. Breytingar geta sést á EKG en gengið til baka.
Hvernig lýsir Stöðug hjartaöng sér?
Fyrirsjáanlegur verkur sem kemur við áreynslu og lagast við hvíld og / eða NG (Nitro).
Stöðug hjartaöng verður óstöðug þegar verkir koma við vinnuálag, standa lengur, leiðni breytist.
Hvernig er NSTEMI og STEMI á hjartalínuriti?
NSTEMI: kransæðastífla ÁN ST hækkana
STEMI: kransæðastífla MEÐ ST hækkunum
Hvernig er kransæðastífla Type 1?
- Flæðishindrun
- þrenging í kransæð
- rof á æðaskellu
- blóðsegamyndun sem lokar kransæð
Hvernig er kransæðastífla Type 2?
- Áverki á hjartavöðva með losun á hjartanesímum, getur orðið vegna æðaspasma í kransæðum eða þegar það er kransæðasjúkdómum til staðar –> ójafnvægi við truflanir t.d
Hver eru einkenni blóðþurrðar í hjartavöðva?
- ,,Brjóstverkir’’, verkur í handlegg eða kjálka
- Óþægindi, þrýstingur, seyðingur
- Andþyngsli, mæði, öndunarerfiðleikar
- Meltingatruflanir, ógleði, kviðverkir
- Sviti, ótti, kvíði
- Svimi, yfirlið, slappleiki og þreyta
- Hjartsláttaróþægindi
Merki:
- útlit eða atferli
- breytingar á HT og blþr. hjartsláttatruflanir
- línuritsbreytingar
- hækkun á hjartaensímum
Hvaða hópar eru það sem fá ‘‘ódæmigerð’’ einkenni?
- Konur
- Aldraðir
- Fólk með sykursýki
Hvað er kransæðastífla og hver eru einkennin?
Viðvarandi lokun á kransæð veldur frumudauða. Vefurinn byrjar að deyja innan 30-45 mín.
Einkenni:
- Verkir þrátt fyrir NG og hvíld
- Mæði / andþlyngsli, svimi, ógleði, uppköst, þreyta, hjartsláttarónot, ótti/kvíði, fölvi, sviti
(sumir fá vægari og óljósari einkenni!)
Merki:
- breytingar á EKG
- hækkuð hjartaensím (TNT)
- óeðlileg hjarta- og lungnahlustun
- veikir púlsar
- breytingar á meðvitund
Hvenær eru dánarlíkur mestar í kransæðastíflu?
Fyrstu 24-48 klst
Hver er besta meðferðin við kransæðastíflu?
Kransæðavíkkun
Hver er algengasta mismunagreiningin við kransæðastíflu?
Harmslegill / Broken Heart syndrome / Takotsubo syndrome:
- fólk fær brjóstverki, línuritsbreytingar, hækkun á tnt en kransæðar eðlilegar. algengara meðal kvk