Hjúkrun sjúklinga með sykursýki Flashcards
Skilgreindu sykursýki 1
- Börn og ungt fólk (<40 ára)
- Beta frumur í brisi draga úr / hætta framleiðslu insúlíns
- Sjálfsofnæmi (autoimmune destruction)
- Þróast á skömmum tíma
- Insúlínháð
- Diabetes ketoacidosis algeng, GG er þörf
Hver eru einkenni sykursýki 1?
- þorsti
- tíð þvaglát
- orkuleysi
- sveppasýkingar
Einkenni birtast frekar hratt, 1-2 vikur
Hvernig er sykursýki 1 greint?
- Fastandi bs > 6,7
- Bs mælingar > 11,1
- Sykurþolspróf, gefið 75gr af sykri og bs mældur eftir 2 klst
- Mæla HbA1c
Skilgreindu sykursýki 2
- Fullorðnir oft >30 ára, en eykst í ungu fólki og börnum
- Oft einstaklingar í yfirþyngd
- Frumur líkamans geta ekki nýtt insúlínið vegna insúlínviðnáms (insulin resistance)
- Minnkuð framleiðsla insúlíns
- Ættgengi töluverð
- Þróast á löngum tíma (mán, ár)
- 20-30% þurfa insúlín
- Diabetes ketoacidosis (lífsógnandi sýrueitrun) sjaldgæf
Þróast hægt, vegna vangetu líkamans til að nýta sér og framleiða insúlín. Insúlín er nauðsynlegt hormón til þess að frumur líkamans geti nýtt sér kolvetni (sykur) til orkunýtingar. Flókinn efnaskiptasjúkdómur getur leitt til alvarlegra fylgikvilla
Hver eru einkenni sykursýki 2 ?
- Orkuleysi
- þreyta
- sár gróa seint
- sveppasýkingar
- þorsti
- tíð þvaglát
- Langvarandi einkenni, nokkur ár
Aðrar greiningar samfara: augnsjúkdómar, taugaskaðar, hjarta- og æðasjúkdómar verða til þess að týpa 2 greinist
Hvernig er sykursýki 2 greint?
- Fastandi bs >6,7
- bs mælining > 11,1
- Sykurþolspróf
- Mæla HbA1c
Hverjar eru orsakir sykursýki 2?
- Aldur, lífstíll, offita, erfðir (40% auknar líkur ef foreldri með teg 2 sykursýki)
- Sykursýki eykst í hlutfalli við vaxandi ofþyngd
Hvert er markmið meðferðar við sykursýki 1 ?
Markmið meðferðar beinist að því að halda bs sem næst normal mörkum, auka lífsgæði og koma í veg fyrir fylgikvilla
- Insúlínmeðferð alltaf
- Bs-vöktun alla daga, allan daginn !
- Næringarráðgjöf, kolvetnaáætlun
- Heilsuefling
Hvert er markmið meðferðar við sykursýki 2 ?
Markmið meðferðar beinist að því að halda bs sem næst normal mörkum, auka lífsgæði og koma í veg fyrir fylgikvilla
- Fæðismeðferð
- Lífstílsbreytingar
- Lyf sem hamla sykurmyndun í lifur og hvetja briskirtil til insúlínframleiðslu
- Lyf sem hefur áhrif á stjórnun bs og matarlyst
- Insúlínmeðferð í 20-30% tilfella
- BÞ og blóðfitu meðhöndlun mikilvæg
Hverjir eru áhættuþættir meðgöngusykursýki?
- Aldur >30 ára
- Áður fengið meðgöngusykursýki
- Áður fætt þungbura (>4500 g)
- Skert sykurþol fyrir þungun
- Ættarsaga um sykursýki í fyrsta ættlið
- Kynþáttur annar en hvítur
Hvenær kemur meðgöngusykursýki fram?
á 2.-3. trimester
Hvernig er meðferð við meðgöngusykursýki?
Bs-mælingar, mataræði eða insúlín
- Getur þróast í teg 2 sykursýki e. 10-20 ár
Hver eru meðferðarmarkmið fyrir teg 1 og 2 ?
- BS er um eða < 7 mmol/l fyrir máltíð
- BS er um eða < 8,5 mmol/l 1,5-2 klst eftir máltíð
- HbA1c (langtímasykurgildi) <53 mmol/mol (7%)
Hvað er HbA1c (langtímasykurgildi) ?
Er mæling í blóði sem sýnir hve mikið magn (mmol/mol) af blóðrauða er bundið sykri
Hverjir eru helstu fylgikvillar sykursýki?
- Dánartíðni af völdum blóðsýringar (ketoacidosu) hefur lækkað
- Stóræðasjúkdómar - þykknun á æðaveggjum: stíflur í kransæðum (hjartasjúkdómar=, heilaæðum (heilablóðfall eða slaG) og útlægum æðum (aflimanir)
- Smáæðasjúkdómar: blinda vegna blæðinga í augnbotnum, nýrnaskaði / nýrnabilun vegna proteinmigu (algengara í týpu 1)
- Taugaskaðar (sár gróa illa, aflimanir)