Hjúkrun krabbameinssjúklinga Flashcards
Meira en helmingur allra krabbameina greinist eftir…. hvaða aldur?
Eftir 65 ára aldur, krabbamein eru fátíð undir 40 ára
Karlar:
- >70 ára: 49%
- 55-69 ára: 38%
- 40-54 ára: 9%
- 20-39 ára: 3%
- 0-19 ára: 1%
Konur:
- >70 ára: 43%
- 55-69 ára: 34%
- 40-54 ára: 16%
- 20-39 ára: 6%
- 0-19 ára: 1%
Hvernig er hægt að fyrirbyggja krabbamein?
- Með forvörnum hægt að fyrirbyggja 30-50% krabbameinsgreininga
- Með snemmgreiningu og öflugri þjónustu hægt að lækka dánartíðni, lengja lifun og bæta lífsgæði
Hver er hugmyndafræði krabbameinshjúkrunar (oncology / cancer nursing) ?
- Heildstæð og nær yfir þá sem eru í hættu að fá sjúkdóminn, fá hann, lifa með honum, læknast eða deyja
- Áhersla á heildræna nálgun, ferli og þarfir skjólstæðinga og teymisvinnu
- Lykilhugtök: lífsgæði, sjúklingamiðuð ( notendamiðaða þjónustu, einkannameðferð, þátttaka sjúklinga (,,í öllu’’)
- Er sífellt í þróun - margir áhrifaþættir og margar áskoranir
- Hugmyndafræðin nærist á fræðum og vísindum og birtast okkur m.a í stefnum, markmiðum og leiðum stjórnvalda, stofnana, fagfélaga… sem þurfa m.a að vera unnar í samstarfi við sjúklingahópinn
- Hlutverk allra hlutaðeigandi er að raungera
Hvað er sjúklingamiðuð þjónusta?
Sjúklingur í öndvegi
Einkenni góðrar heilbrigðisþjónustu:
- örugg
- árangursrík
- sjúklingamiðuð
- tímanleg
- skilvirk
- jafnræði og virðing fyrir óskum gildum sjúklings
Sjúklingamiðuð þjónusta-það sem skiptir sjúklinga máli:
- Virðing fyrir gildum, óskum og þörfum sjúklings
- Samræmd og samþætt þjónusta
- upplýsingar og fræðsla
- líkamleg líðan og umhverfi
- tilfinningaleg líðan og stuðningur
- þátttaka fjölskyldu og vina
- samfelld þjónusta
- aðgengi
Hver er skilgreiningin á orðinu Lífsgæði ?
'’Tilfinning eða skynjun einstaklings á stöðu sinni í lífinu út frá þeirri menningu og gildum sem hann býr við og í tengslum við eigin markmið og væntingar, staðla, lífskjör og áhyggjuefni’’
Til eru nokkrar skilgreiningar á hugtakinu:
- Almenn lífsgæði
- Heilsutengd lífsgæði: að hve miklu leyti sjúkdómar, veikindi, meðferð hafa áhrif á ýmsar víddir lífsgæða (líkamleg líðan, einkenni, virkni, félagsleg, tilvistarleg, kynlíf, sálræn líðan)
- Lífsgæði eru huglæg (eigið mat er áreiðanlegast) eru oftast mikilvæg, eru breytileg, og hafa margar víddir (multidimensional)
Hvert er markmið krabbameinsmeðferðar?
Lækna, lengja líf og bæta lífsgæði! þess vegna er gerð krafa um að meta bæði lífslengd og lífsgæði í klínískum meðferðarrannsóknum
Hvað hefur áhrif á lífsgæði?
Lífsgæði er vítt hugtak og margir þættir hafa áhrif á það eins og:
- líkamleg heilsa
- tilfinningalegt ástand
- sjálfsbjargargeta
- félagsleg tengsl
- tengsl við þá þætti í umhverfinu sem skipta hann máli
Rannsókn var gerð á lífsgæðum hjá krabbameinssjúklingum
- Hverjar voru niðurstöðurnar?
Heildarlífsgæði voru almennt nokkuð góð? (lágt skor) í upphafi meðferðar en versnuðu yfir tímabilið (eftir 3 og 6 mánuði)
- Verst lífsgæði á sviði kynheilsu og líkamlegrar heilsu
- Bestu lífsgæði á þættinum sem metur samskipti varðandi meðferð
- Einkenni kvíða voru algeng á öllum tímum
- Einkenni þunglyndis voru algengust um miðbikið (eftir 3 mán)
- Lífsgæði voru marktækt verri hjá þeim sem fundu fyrir einkennum þunglyndis og kvíða
- Lífsgæði voru marktækt betri hjá þeim sem voru eldri á T1 (eina marktæka útkoman fyrir bakgrunnsbreytur)
Mikilvægt að meta yfir tíma líkamleg einkenni, kvíða, þunglyndi og kynlíf hjá sjúlklingum í krabbameinslyfjameðferð
Hvernig spyrjum við um lífsgæði í klíníkinni?
Óbeint - almennar spurninga t.d hvernig líður þér? Hvernig gengur? Hvernig hefur líðan þín haft áhrif á svefn? Hreyfingu?…
Beint - sértækari spurningar:
- Hvað eru lífsgæði fyrir þig? HVað skiptir þig máli?
- Hvernig metur þú lífsgæði þín núna, þesa vikuna, mánuðinn, árið ? Lítil/mikil/góð/slæm
- Hvað dregur úr þeim? Hvað getur bætt þau ?
- Hverjar eru þarfir þínar fyrir þjónustu, stuðning, upplýsingar, aðstoð?
- Hvað getum við / sjúkl / fjölsk haft áhrif á?