Hjúkrun sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð Flashcards
Hvað felst í krabbameinslyfjameðferð?
- Lækna, lengja líf, líkna, líkna eingöngu / einkennameðferð
- Meðferð í mánuði - ár
- EIngöngu lyfjameðferð, fyrir skurðaðgeðr (neoadjuvant), eftir (adjuvant) skurðaðgerð
- Á undan eða samhliða geislameðferð
- Háskammtalyfjameðferð fyrir beinmergs- eða stofnfrumuígræðslu (allo vs auto)
- Margir lyfjaflokkar: Cytotoxic drugs / cytostatica (frumudrepandi / hemjandi), líftæknilyf, ónæmisörvandi lyf og marksækin lyf (margar teg), andhormónalyf
- Oftast gefin 2 eða fleiri lyf með mismunandi verkun
Hvað er svona sérstakt við Cytotoxísku lyfin ?
Stærsti lyfjaflokkurinn. Hefur áhrif á frumuhringinn og verka mest á frumur sem eru í hraðri skiptingu
Hvaða lyf eru frumuhemjandi hringsérhæfð lyf?
- Antimetabolitar (t.d Gemzar)
- Vinca alkaloidar (t.d Navelbine)
- Epipodophyllotoxin
- Taxanlyf (t.d Paclitaxel)
- Campotothecin
Hvaða lyf eru frumuhemjandi hringÓsérhæfð ?
- Alkylerandi lyf (t.d Carboplatin)
- Antibiotica (t.d Adriamycin)
- Nitrourealyf
Hverjar eru lyfjaleiðir frumuhemjandi / krabbameins lyfja ?
Lyfjaleiðir krabbameinslyfja eru margar, en flest gefin iv og sívaxandi fjöldi per os.
- Iv (HIGH RISK) !!
- Oral (HIGH RISK) !!
- Sc
- Im
- Intra-arterial
- Intrathecal / intraventricular (MTK)
- Intraperitoneal (abdominal)
- Intrapleural (fleiðruhol)
- Intravesicular (þvagblaðra)
- Topical (krem
Hvað er meint með High risk lyf / meðferð og
MJÖG mikilvægt að rétt lyf fari rétta leið í réttum skammti, réttur sjúklingur, réttur tími…..
Sum lyf eru mjög skaðleg ef fara utan æðar (extravasation)
Afhverju mega bara ákv aðilar gefa krabbameinslyf og afhverju þarf að gæta varúðar þegar unnið er með krabbameinslyf
- Hjúkrunarfræðingar fara á sérstakt námskeið að fá þjálfun
- Efni sem valda stökkbreytingum, geta valdið krabbameini, dregið úr frjósemi, valdið fósturskemmdum og líffæraskemmdum
- Geta borist með snertingu, innöndun, stungur, gegnum húð / slímhúð: mikilvægt að verja sig og umhverfi - mest áhætta við framleiðslu og blöndun lyfjanna
Hvað þarf að hafa í huga við meðhöndlun og gjöf lyfjanna?
- Gjöf krabbameinslyfja er high-risk
- Þekkja lyfin, aukaverkanir og meðferðaráætlun sjúkl
- Alltaf að tjékka á blóðprufum fyrir hverja meðferð (status, elektrólýtar, lifrar og nýrnapróf)
- Hæð og þyngd fyrir fyrstu meðferð, meta breytingar á þyngd
- Öruggar æðar (meta hættu á extravasion), meta þrörf á brunnísetning/CVK og fylgjast stöðugt með á meðan innrennsli lyfja stendur
- Tryggja rétta forlyfjagjöf (ógleðilyf, annað), vökvagjöf
Nefndu dæmi um aukaverkanir frumuhemjandi lyfja sem gætu komið innan sólarhrings frá lyfjagjöf
- Ofnæmi / ofurnæmi
- Æðabólga (iv)
- Ógleði / uppköst
- Tumor lysis
- Blæðandi cystit (blöðrubólga)
- Niðurgangur
Nefndu dæmi um snemmkomnar aukaverkanir frumuhemjandi lyfja sem gætu komið innan daga-vikna
- Þreyta, vitræn þreyta
- beinmergsbæling - sýkingar, blæðing
- ógleði / uppköst
- Húð (bólur, útbrot, þurrkur), hármissir, neglur
- slímhúðarbólgur, þurrkur
- Hægðatregða, niðurgangur, lystarleysi, breytt bragðskyn
- Bjúgur / vökvasöfnun
- Úttaugaskaði, skyntruflanir / hreyfitruflanir, dofi í fingrum og fótum
- Nýru, hjarta, lungu, kynfrumur
Nefndu dæmi um aukaverkanir af frumuhemjandi lyfjum sem hafa langtímaáhrif en eru síðkomnar (mánuðir-ár)
- Langvinn þreyta, vitrænar truflanir, minnisleysi
- Ljósnæmi í húð, sjóntruflanir, þurrkur í húð og slímhúð
- Síðkomið krabbamein
- Taugaverkir, dofi, heyrnatap
- Hjartabilun, háþrýst., beinþynning, lungnafibrosa, ófrjósemi
Hvert er allra algengasta aukaverkunin í krabbameinslyfjameðferð ?
þreyta !
næst á eftir:
- svefntruflanir
- verkir
- munnþurrkur
- breytt matarlyst
ofl
Hvað er FOLFIRI kúr ?
FOLFIRI (F=5Fu iv bolus og sídreypi 48klst, FOL-fólinsýra (leucovorin/isovorin), IRI = Irinotecan) - 3 daga meðferð
- Ristilkrabbamein - gefið á hálfsmánaðafresti (T.d 12 skipti í 6 mánuði)
- Koma á dagdeild (3-4klst) og síðan sídreypi heima (48klst)
Hverjar eru helstu aukaverkanir FOLFIRI kúrs?
- Slímhúð: munnsár, niðurgangur (oft ástæða komu á BMT)
- Sýking / hætta á sýkingu t. fækkun á HBK
- Blóðleysi og þreyta t. fækkun á RBK
- ógleði
- þreyta
- Hármissir að hluta / alveg
- þurrkur í húð, útbrot, viðkvæm augnslímhúð
Hvað er geislameðferð?
- Staðbundin meðferð
- Frumudráp með DNA skemmdum
- Læknandi, lífslengjandi og líknandi
- Ein eða samhliða annarri krabbameinsmeðferð
- 1-40 skipti (daglega í 6 vikur)
- Hjúkrunafræðingar hitta sjúkl reglulega og taka stöðu
Hverjar eru aukaverkanir geislameðferðar?
Almennar:
- Flestar eru frá húð og slímhúð (staðbundin áhrif)
- Þreyta og framtaksleysi (oft í marga mánuði)
Sértækar: fara eftir hvar geislað er
- Bráðar/snemmkomnar aukaverkanir eru meðan á meðferð stendur of ná oft hámarki 2 vikum frá lokum meðferðar- ganga flestar tilbak t.d ógleði og uppköst vegna geisla á heila, húðroði, hármissir, sveppsýkingar í húð, kyngingarerfiðleikar, slímhúðarbólga, niðurgangur, þvagfærasýkingar ofl
Síðbúnar og langvinnar aukaverkanir:
- ganga mismikið / ekki tilbaka t.d krónískur munnþurrkur, örvefsmyndun, hjartabilun, drep í heila, minnistruflanir, langvarandi niðurgangur ofl
Hvert er hlutverk krabbameinshjúkrunarfræðinga í krabbameinsmeðferð?
- þekkja krabbameinsgreiningu, stig sjúkdóms, meðferðaráætlun, markmið meðferðar…
- skoða og meta blóðprufur, rannsóknir og meðferðarfyrirmæli
- Meta líðan, einkenni, aukaverkanir og sinna einkennameðferð
- Meta næringarástand
- Meta virkni
- Meta þarfir fyrir stuðningsþjónustu og sjálfsbjargargetu
- þekkja hvaða bráð vandamál geta komið upp í tengslum við krabbameinið
- Fræðsla- sí endurtekin, meta heilsulæki / krabbameinslæsi
- Styðja og virkja aðstandendur
- Þekkja og tryggja ákv öryggisþætti sem snúa að sjúkl og starfsfólki við krabbbameinslyfjagjöf, geislameðferð
- Tryggja öryggi heima eftirfylgd, símtöl, krabbameinsgátt, þjónusta heim
- Áhersla á þverfagleg og fjölfaglegt samstarf - þekkja teymið
Hver er tilgangur einkennamats?
- Afla upplýsinga um líðan, þarfir, óskri og forgang
- Meta áhættu
- Styrkja meðferðarsamband og auðvelda meðferðaráætlun og einkennameðferð
Hver er tilgangur ESASr einkennamats?
Með ESASr fáum við upplýsingar um tilvist 9+ algengra einkenna og styrk þeirra á 0-10 skala
- 3-6 miðlungs
- 7-10 mikil/alvarleg
- Mikilvægt að nota reglulega til þess að gagnist
- Á legudeild nota við innlögn, daglega, fyrir útskrift
- Heima: krabbameinsgátt, vitjanir, símtöl
- Á dag- og göngudeild
- Matstækið er hluti af klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð
Hver er ávinningur markvissar einkennaskimunar?
- Getur dregið úr einkennabyrði og bætt lífsgæði
- Tilvist, fjölda og alvarleika einkenna / aukaverkana
- Getur komið í veg fyrir að ný/ fleiri einkenni / aukaverkanir komi
- Getur auðveldað sjúkl að fylgja meðferð og sinna sjálfsumönnun
- Getur dregið úr álagi á aðstandendum
- Getur dregið úr komum á BMT, innlögnum og símtölum
- Getur bætt lífshorfur
Samantekt
- Sjúkl verða veikir af krabbameinsmeðferð
- Finna fyrir mörgum og misalvarlegum aukaverkunum / einkennum - áhætta fer m.a eftir meðferð, tíma, einstaklingsþáttum
- Markviss skimun einkenna / aukaverkana og einkennamat er mikilvæg forsenda árangursríkrar einkennameðferðar