Líknar- og lífslokameðferð Flashcards
Hvað er Líknarmeðferð?
- Einstaklingsmiðuð nálgun sem veitt er í þeim tilgangi að bæta lífsgæði sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma sem og fjölskyldna þeirra
- Í líknarmeðferð er unnið að því að fyrirbyggja og meðhöndla þjáningu með því að greina snemma, meta og meðhöndla verki og önnur einkenni hvort sem um er að ræða líkamleg, sálfélagsleg eða andeg
- í líknarmeðferð er áhersla á teymisvinnu til að styðja við sjúkl og fjölsk hans á sem bestan hátt
Hvað er líknarmiðstöð og hvert er hlutverk hennar?
Þekkingareining sem rekin er á sérgreinarsjúkrahúsum. Miðstöðinni er ætla að veita ráðgjöf til þjónustuveitanda um allt land, stuðning, fræðslu og þjálfun.
- Hvað er líkn?
- Hvað er að líkna?
- Líkn: Náð; hjúkrun; hjálp
- Að líkna: Hjúkra; lina þjáningar
Hvað er Palliative care (palliatus) ?
Hjúpur, hylja, fela, gríma, skjöldur, hlíf
Hvernig hefur þróunin á líknarmeðferð verið síðustu ár?
Ört stækkandi sjúklingahópur með marga langvinna ólæknandi sjúkdóma og mikla einkennabyrði. Betri meðferðir nú til við mörgum illvígum sjúkdómum. Sjúklingar lifa lengur með sína langvinnu sjúkdóma.
Líknarmeðferð í dag:
- Ekki bara umönnun og meðferð deyjandi þ.e lífslokameðfeðr
- Ekki bara fyrir krabbameinssjúklinga
- Þróunin er meira ,,upstream’’- líknarmeðferð hafin fyrr í sjúkdómsferlinu
- Styðja við sjúkl og fjölsk að lifa sem bestu lífi samhliða því að vera með lífsógnandi sjúkdóm
Líknarmeðferð
- Hvenær hefst hún ?
- Hver veitir þessa meðferð?
- Hefst við greiningu alvarl. lífsógnandi sjúkdóms
- Er veitt af teymi. Veitt samhliða læknandi eða lífslengjandi meðferð en getur líka staðið eins og sér
- Meðferðareining er sjúklingur og fjölskylda hans
- þarfir eru metnar og endurskoðaðar reglulega í samráði við sjúkl og aðstandendur
- Meðferðaráætlun er gerð sem byggir á heildrænu mati og í samráði við sjúkling og aðstandendur
Hvað er Áætlun um meðferðarmarkmið (Advanced Care Planning) ?
Ferli umræðu sem fer fram að vilja einstaklings á milli hans og heilbrigðisstarfsmanns um óskir og áhyggjuefni sjúkl, mikilvæg gildi og markmið, skilning hans á veikindum sínum og sjúkdómshorfum og val á meðferð og umönnun sem er í boði.
Hefur sýnt sig að:
- Eykur ánægju sjúkl og fjölsk
- Minnkar streitu, kvíða og þunglyndi fjölsk
- Áhrifarík leið til að hjálpa sjúkl að tjá óskir sínar
- Minnkar vanlíðan sjúkl sem og bætir samskipti við fjölsk
Hvað er Lífsskrá (Advanced Directives) ?
Yfirlýsing einstaklings um óskir sínar varðandi meðferð í aðdraganda lífsloka við þær aðstæður þegar hann sjálfur getur ekki tekið þátt í ákvörðunum um þá meðferð vegna andlegs eða líkamlegs ástands
Um hvað þarf að ræða þegar lífslok eru rædd og hvenær þarf að byrja þetta samtal?
Hvað er rætt:
- Skilning á sjúkdómi / veikindum, horfum og tilgangi meðferðar
- Einkenni
- Áhrif sjúkdóms og meðferðar á daglegt líf
- Óskir og vilja sjúklings
- Hvers konar meðferð þeir myndu vilja í framtíðinni ef aðstæður breytast: getur falið í sér að ræða hvað sjúkl vill forðast að gerist, hvar vill hann deyja, endurlífgun og takmörkun á annarri meðferð
Hvenær þarf að byrja þetta samtal:
- þegar ljóst er að sjúklingurinn muni deyja úr sjúkdómi / ástandi, þó svo að það gerist ekki næstu árin/mánuði
Hvernig er síðasta ár lífs?
- Mögulegt andlát á næstu 6-12 mán en getur lifað í eh ár: Sjúkdómur ágerist
- Erfiðara að snúa við vaxandi sjúkdóm.
- Ávinningur meðferðar er dvínandi
- 2-9 mánuðir: Breytingar í gangi
- Ávinningur meðferðar dvínandi.
- Minna þol fyrir aukaverkunum meðferða
- Fáar vikur; 1-8 vikur: Bati ólíklegri
- AUkin hætta á að sjúklingur sé deyjandi
- Síðustu dagarnir; 2-14 dagar: Deyjandi
- Vikuleg / dagleg afturför (hrakar
- Síðustu klst; 0-48klst: Deyjandi
- Líkaminn dregur í land
Hvað er verið að meina þegar talað er um áhersla er lögð á heildrænt mat á þörfum og lífsgildum sjúklings ?
- Einkenni
- Menningarlegir þættir
- Sálrænir þættir
- Félagslegir ættir
- Andlegri, trúarlegir og tilvistarlegir þættir
- SIðferðilegir og lagalegir þættir
Hvað er fundið út með því að ræða meðferðarstig?
Niðurstaða úr slíkum umræðum getur verið að að sé tekin ákvörðun um meðferðarstig og best er að það sé ekki gert í bráðaaðstæðum heldur fyrr.
Mikilvægt að hafa í huga að það er læknisfræðileg ákvörðu að ákveða meðferðarstig en það skal gert í samráði við sjúkl með tilliti til hans lífsgilda og óska
Hver eru hin 3 aðal meðferðarstig og hvað merkja þau ?
- FM = Full meðferð
- FME = FUll meðferð að endurlífgun með eða án annarra takmarkana á meðferð (t.d ekki innlögn á GG, ekki blóðskilun, ekki öndunarvél)
- LLM = Lífslokameðferð / meðferð við lok lífs. Ef sjúkl er metinn deyjandi á næstu klst/sólarhringum þá er mælt með notkun á Meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga (MÁD)
Hvernig er dæmigert sjúkdómsferli krabbameina?
Oft auðveldara að sjá fyrir lífslokin. Léttast, virkni nokkuð góð lengi en breytist hratt í lokin
Hvernig er dæmigert sjúkdómsferli Hjarta- og lungnabilana?
Hrakar við hverja niðursveiflu, aukin einkenni, óvæntir atburðir (sýkingar). Oft innlögn á sjúkrahús. Virkni sjúkling minni við hverja niðursveiflu, svarar verr/illa meðferð. Andlátsferlið getur verið stutt.
Hvernig er dæmigert sjúkdómsferli viðkvæmni og heilabilun (fraility and dementia) ?
Langt ferli minnkandi færni yfir langan tíma, versnun við minniháttar atburði. Hafa skerta líkamlega virkni, oft skerta andlega færni
Hvernig eru þarfir sjúklinga á síðustu metrunum ?
- Draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu
- þörf fyrir góða einkennastillingu þar með talið verki, ógleði, hægðatregðu, andþyngsli o.fl
- þörf fyrir að tjá andlega líðan s.s kvíða, depurð
- þörf fyrir að borin sé virðing fyrir viðkomandi sem persónu
- þörf fyrir að hafa stjórn á því sem hægt er
- þörf fyrir að tilheyra
- þörf fyrir ást og umhyggju
Hvað er hornsteinn líknarmeðferðar?
Meðferð einkenna
- mörg einkenni sjúklinga með lífshættulega og/eða ólæknandi og langvinna sjúkdóma
- tilvist einkenna virka oft sem stöðug áminning á sjúkdóminn og geta haft áhrif á lífsgæði og getu að tak þátt í daglegu lífi
- vísbendingar um að einkennameðferð sé ábótavant - hefst með einkennamati
- mælt er með því að nota matstæki til að meta einkenni t.d Edmonton symptom assessment scale (ESAS) þar sem einkenni eru metin eftir styrkleika 0-10
Hvað þarf að hafa í huga varðandi menningarlega þætti ?
- Hafa áhrif á viðhorf og viðbrögð sjúklings og fjölskyldu við alvarlegum veikindum
- Hafa áhrif á óskir og vilja sjúklings og fjölsk við umönnun við lífslok
- Skilningur á menningarheimi sjúklings og fjölskyldu auðveldar okkur að koma til móts við sértækar óskir hans og þarfir
- Mikilvægt er að meta menningarlega þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatöku og umönnun
- Mikilvægt er að kalla til löggildan túlk þegar þörf er á
Hvað þarf að hafa í huga varðandi sálræna þætti?
- Meta reglulega sálræna líðan sjúklings
- Jafnmikilvægt er að meðhöndla sálræn einkenni eins og önnur einkenni
- Leita ber orsaka í sálrænum, tilfinningalegum eða tilvistarlegum þáttum þegar erfiðlega gengur að draga úr verkjum og annarri líkamlegri vanlíðan þrátt fyrir meðferð - total pain
Hvað þarf að hafa í huga varðandi félagslega þætti?
- Langvinn veikindi hafa áhrif á félagslega stöðu
- Meta reglulega þörf fyrir félagslega aðstoð
- Nýta samfélagsleg úrræði til að mæta félagslegum þörfum og auðvelda umönnun
- Félagslegir þættir fela í sér m.a fjárhagsáhyggjur, bjargráð umönnunarnaðila, samskipti við fjölskyldu og vini sambúðarform
- Börn í fjölskyldunni: Farsældarlög
Hvað þarf að hafa í huga varðandi andlega, trúarlega og tilvistarlega þætti ?
- Trúarleg og andleg lífsviðhorf hjálpa oft sjúklingum að takast á við erfiðleika sem fylgja versnandi sjúkdómum og yfirvofandi andláti
- Andlegir, trúarlegir og tilvistarlegir þættir eiga við um samband okkar við það sem veitir lífi okkar merkingu, tilgang og stefnu. Allir eigi sér trú á einn eða annan hátt
- Endurmat á lífinu, mat á væntingum og áhyggjur, tilgangur, trú á líf eftir dauðann, sektarkennd, fyrirgefning, ljúka verkefnum lífsins
Hvað þarf að hafa í huga varðandi siðferðilegir og lagalegir þætti ?
- Viðra skal lög um réttindi sjúklinga og siðareglur starfstétta í heilbrigðisþjónustu
- Læknir ber ábyrgð á greiningu og meðferð sjúklings
- Virða skal markmið og óskir sjúklings innan þeirra laga sem gilda
- Upplýst samþykki byggir á því að sjúklingur geti tekið ákvörðun eða að hann hafi falið öðrum það
- Skriflegar óskir um umfang og markmið meðferðar tryggja frekar að skuli sjúklings sé virtu
- Umræður um meðferðarmarkmið
Hvað er Almenn líknarmeðferð ?
Grunnþekking í líknarmeðferð og heildræn nálgun við sjúklinga
- Mat á 6 þáttum líknarmeðferðar
- Aðstoð og stuðningur við sjúklinga og fjölskyldur við að lifa með lífshættulega og / eða vernsnandi sjúkdóma þar sem góð samskipti og opin umræða um markið meðferðar er lykilþáttur