Ógleði og uppköst og Cancer Cachexia í krabbameinsmeðferð Flashcards
Hvar eru stjórnstöðvar ógleði og uppkasta?
Stjórnsvöðvar í miðheila: VC (vometing center) og CRZ (chemo receptor triggerzone)
- þessar stöðvar taka við allskonar taugaboðefnum
Hverjar eru algengar orsakir og mögulegar afleiðingar ógleði / uppkasta?
- Krabbameinslyfjatengd (30-90%): háð lyfjum, skammti, leið…
- Geislameðferðartengd (17-40%): háð svæði, geislaskammti, fjölda skipta
- Vegna krabbameinsskurðaðgerðar (30-80%)
- Vegna krabbameins (50-60%): garnastífla, heilaæxli /meinvörp, hypercalcemia ofl
- Annað: lyf (morfín) önnur einkenn (hægðatregða, verkir, kvíði..)
- Einstaklingsáhættuþættir (t.d aldur, kvíði, ferðaveiki, meðgönguógleði)
- Afleiðingar: vökva- og elektrólítatruflanir, þurrkur, lystarleysi, þyngdartap, kvíðaógleði, hægðatregða, innlagnir, seinkar meðferð… lífsgæði almennt
Krabbameinslyfjatengd ógleði/uppköst (CINV) eru flokkuð eftir tíma, hvernig?
- Bráð: akút 0-24 klst frá lyfjagjöf
- Síðkomin: margir dagar, eftir fyrstu 24klst, oft mest 48-72klst
- Fyrirfram: skilyrt svörun, sem á sér stað daginn/dagana fyrir næstu meðferð
- Gegnumbrots einkenni: innan 4 daga, þörf á pn viðbót þrátt fyrir við föst velgjuvarnarlyf
- Erfið / óviðráðaleg: þrátt fyrir föst lyf og pn
Hvernig er meðferðin við krabbameinstengdum uppköstum og ógleði?
- Forvörn er aðalatriði: fyrir meðferð þarf meta áhættu eftir lyfi og einstaklingi
- Ef að sjúkl er með 2 eða fleiri áhættuþætti þarf að íhuga öflugri velgjuvarnarmeðferð en mælt er með (lyf, annað)
- Velgjuvarnarlyf (nota klínískar leiðbeiningar) eru valin út frá áhættu lyfjanna
- Meta þarf verkun lyfjanna (fyrir akút og síðkomin einkenni..)
- Einkennaskimun / mat ógleði og uppkasta, t.d MAT (MASCC antiemesis Tool)
- þekkja áhættuna: sjúkdóm, meðferð, krabbameinslyfin, geislameðferð..
- Velgjuvarnarlyf: fyribyggjandi, skoða klínískar leiðbeiningar
- Leiðbeina og fræða um einkenni, áhættuna, töku velgjuvarnarlyfja osfrv
Hvernig er best að díla við kvíðatengda ógleði?
- Best að fyrirbyggja og nota árangursríka ógleðilyfjameðferð við bráðum og síðkomunum einkennum strax frá upphafi
- Annað sem mælt er með sem viðbót: atferlismeðferð með t.d slökun / sjónsköpun og dáleiðslu, tónlistarmeðferð, nálastungur / þrýstipunktameðferð (P6)
- Minna rannsakaðar aðferðir en líklegar til árangurs: fótanudd/nudd, ilmolíumeðferð, engifer í mat (te, kex), piparmynta (ilmolía, te, sogtöflur), hreyfing/útivera
- Benzódíazepin lyf: alprazolam (tafil) og lorazepam (ativan, temesta)
Hvað er Cancer cachexia (kröm?)
- Flókið fyrirbæri næringarskorts og vannæringar með mörgum áhrifaþáttum
- Sambland af lystarleysi, minnkaðri fæðuinntekt, ósjálfráðu þyngdartapi og óeðlilegum orku- og efnaskiptum (Efnaskipti æxlis, krónískt bólguástand, blóðleysi)
- Einkennist af viðvarandi og stöðugri vöðvarýrnun (með eða án fitutaps)
- Ástand sem ekki er hægt að snúa viðað fullu með hefðbundinni næringarmeðferð- margir brenglaðir efnaskiptaferlar vegna krabbameinsins
- 40% krabbameinssjúklinga við greiningu
- > 70% sjúkl með langt gengið krabbamein
Hverjir eru áhættuþættir fyrir cancer cachexia?
- Langt genginn sjúkdómur (krabbií brisi og maga)
- Aldur (aldrðair og börn)
- Aðrir sjúkdómar til staðar: COPD hefur áhrif á efnaskipti
- Auknar líkur á fylgikvillum tengdum meðferð (morbidity) t.d sýkingum
- verri svörun við meðferð
- styttir lífslíkur
- lengri sjúkrahúslega
- skerðing á lífsgæðum (QOL)
Hvað er oft fyrsta einkennið um krabbamein?
- Hjá hverjum er það algengast?
Þyngdartap
- er ósjálfrátt og getur verið óháð matarlyst
- Tap á >10% fyrri líkamsþyngd hjá allt að 45% sjúkl við greiningu sem heldur áfram
Algengast:
- Magakrabbamein 83%
- Briskrabbamein 83%
- Önnur krabbamein í meltingarvegi (vélinda, höfði og hálsi, ristli)
- Lungnakrabbamein 40-61%
getur þróast í vannæringu og cachexiu
- Fylgni við horfur, lífsgæði, aukaverkanir meðferðar
Hverjar eru afleiðingar Cachexia ?
- Auknar líkur á fylgikvillum tengdum meðferð (morbidity) t.d sýkingum
- verri svörun við meðferð
- styttri lífslíkur
- lengri sjúkrahúslega
- skerðing á lífsgæðum (QOL)
Hver eru 3 stig Cachexia?
- Pre-cachexia: þyngdartap er < 5%, lystarleysi, vægar efnaskiptatruflanir
- Cachexia: þyngdartap er >5% eða BMI <20 + þyngdartap >2%, er minnkuð fæðuinntekt og miklar metabólískar truflanir
- Refractory cachexia: alvarlegt ástand, lítil virkni, lífshorfur < 3mán
Hvernig virkar einkennamat Cachexia - Anorexia ?
- Skiptir máli að greina sjúkl á pre-cachexiu stiginu
- Skima ALLA sjúkl með krabba fyrir lystarleysi og næringarvandamálum
- Skima alla sjúkl við greiingu og með reglulegu millibili eftir það
- Meta bæði vandamál sem þeru þegar til staðar og merki um að hætta sé á vandamálum til að hægt sé að gípa inn snemma og forðast alvarleg vandamál
Hvert er meðferð markmið fyrir sjúkl með Cachexia - Anorexia?
- Að sjúkl fái næga orku og næringu til að að viðhalda eða bæta næringarástand og styðja við virkni ónæmiskerfis
- Með sem minnstum óþægindum frá mletingarvegi
- Hámarka lífsgæði og minnka einkenni