Hjúkrun sjúklinga með lungnasjúkdóma Flashcards
Hvert er aðalhlutverk öndunarkerfisins?
Annað hlutverk?
Flytja súrefni inn í líkamann og losa hann við koltvísýring
Annað: stjórnun Ph, hljóðmyndun, sýklavörn, lykt, gefur innöndunarlofti raka
Hvað eru loftskipti?
Í heilbrigðum lungum fer loftið greiðlega niður í berkjur og síðan í lungnablöðrur þar sem loftskipti fara fram.
Í hverri lungnablöðru er þétt háræðanet. Súrefnið flyst úr lungnablöðrunni yfir í blóðrásina. Þar binst súrefnið RBK og flæðir með blóðrásinni um allan líkamann.
Á sama hátt fer koltvísýringur úr blóðrásinni yfir í lungnablöðrur, inn í berkjur og við öndum honum frá okkur
- Hverju binst súrefni?
- Hvernig flyst koltvísýringur?
- Súrefni binst hemoglobini (98%)
- Koltvísýringur flyst sem bíkarbónat (HCO3)
Hversu oft andar heilbrigður einstaklingur á mínútu?
Heilbrigður einstaklingur andar áreynslulaust og jafnt 12-18x/mín
(var það ekki 20?)
Afhverju breytist öndunartíðnin stundum ?
Öndunarfærin eru mjög næm fyrir minnstu breytingum sem verða á súrefni og koldíoxíðmagni í blóði og bregst líkaminnn strax við með að breyta ÖT.
Aðrir þættir: aldur, æfingar, streita, kvíði, umhverfishiti, sjúkdómar/sýking, lyf ofl
Hverjir geta verið áhrifaþættir flutnings á lofti um öndunarvegi?
- Hreinir loftvegir
- MTK
- Öndunarstöð
- Lögun brjóstkassa
- Þangeta lungna
Hvað er að gerast í inn og útöndun?
Innöndun: þindin dregst saman, niður og flest út. Neðstu rifin hreyfast upp og út. þrýstingur innan brjóstkassa. Hver andardráttur 500-800ml. Innöndun 1/3 af öndunarhring
Útöndun: öndunarvöðvar slakna
Hvað viljum við að komi fram í upplýsingasöfnun sjúklinga?
- Reykingar
- Saga um öndunarfæravandamál / sýkingar / hósta / mæði / uppgang
- Verkir
- Atvinnusaga / mengun í umhverfi
- Aðrir sjúkdómar
- Áfengi / slævandi lyf
Hverju fylgjumst við með í skoðun á sjúkling?
Almennt yfirbragð
- Meðtekinn
- Mæði (áreynslumæði, hvíldarmæði, talmæði)
- Fölur
- Meðvitundarástand
- Litarháttur
- Húð, varir, slímhúðir (blámi / cyanosis)
- Súrefnismettun
- Húðhiti
- Púls
- Æðateikningar
- Þandar hálsæðar
- Bjúgur
- Líkamsbygging (lögun brjóstkassa / samhverfa)
- Líkamsbeiting, einkenni um þreytu
- Hreyfifærni
Hvernig metum við öndun?
Tíðni:
- Öndun á mín
- Hæg eða hröð öndun (hægar en 12x/mín eða hraðar en 20x/mín)
Dýpt:
- Grunn eða djúp öndun
Taktur:
- Regluleg / óregluleg öndun
- ýmis öndunarmynstur
Gæði:
- Notkun hjálparvöðva
- Fyrirhöfn
- Hljóð
Virkni:
- upptaka og flutningur súrefnis
Hvaða viðmið er notað við lýsingu á brjóstkassa?
- Miðbrjóstbeinslína (sternum)
- Miðviðbeinslína (mid-clavivuale)
- Hryggjarlína
- Fremri (anterior-), aftari (posterior-), mið (mid-holhandarlína (axillary lína))
Hvað er þriggja punkta staða (tripoid breathing) ?
Sjúklingur situr og hallar sér fram og spennir axlarvöðvana með því að þrýsta á hnén - bætir þindarhreyfinguna og bætir öndunarvinnuna
Hvað er súrefnismettun?
- Hvað er að þegar hún er undir 90%?
Hlutfall RBK sem eru mettaðar af súrefni
- Undir 90% þýðir að ekki er nægt súrefni til vefja (viljum hafa >95% hjá heilbrigðum)
Hverjar eru orsakir súrefnisskorts?
- Súrefnissnautt andrúmsloft
- Vanöndun (hypoxia / hypercapnia)
- Hindrun á flutningi súrefnis frá lungum til blóðrásar, flæði súrefnis eða upptöku súrefnis í vefjum
Hver eru einkenni súrefnisskorts?
- Blámi
- Hraður hjartsláttur
- Hröð grunn öndun og andþyngsli
- Vaxandi óróleiki og svimatilfinning
- Nasavængjablakt
- Aukin öndunarvinna t.d inndregnir öndunarvöðvar
Hvaða líkamsástand hefur áhrif á lungnastarfsemi (skerðir lungnastarfsemi) ?
- Aflögun á brjóstkassa
- Hryggskekkja (scoliosis)
- Kryppa (kyphosis)
- Offita getur haft áhrif á lungnastarfsemi og er tengt aukinni hættu á kæfisvefni og vanöndun
Hvaða rannsóknir eru oft gerðar ?
- Blóðprufur (Blóðhagur, CRP, elektrólýtar, nýrnaparametrar, BNP, blóðgös)
- Ræktanir
- Rtg lungu, TS
- Öndunarpróf / Spirometria (getur gefið til kynna hvort fólk sé með COPD)
- Berkjuspeglun
- SVefnrannsókn (ath með kæfisvefn / vanöndun)
- EKG
- Mögulega hjartaómun
Hvað geldur valdið því að barki (trachea) sé ekki í miðlínu ?
Hliðrun á trachea getur verið vegna t.d pnemothorax (lungnabólga) eða fyrirferðaraukningar í brjóstholi
Hvað er Crepitus?
Loft í subcutant vef, finnst eins og að kreista snjó, t.d eftir cvk ísetningu, thoraxdren, sýkingu
Hver eru óeðlileg öndunarhljóð sem heyrast við hlustun ?
- Brak (crackles, rales)
- Önghljóð (wheezing)
- Slímhljóð (Rhonchi)
- Núningshljóð-fleiðrumarr (Pleural rub)
- Lengd útöndunar
Skoða glæur 37 fyrir útskýringar!
TILFELLI
S: Jón er 70 ára maður sem leitar á BMT vegna öndunarerfiðleika og mæði
B: Hraustur en hefur fundið fyrir mæði og hósta við hreyfingu. Tíðar lungnasýkingar og aukinn uppgangur undanfarið. Hefur reykt í 40 ár
A: BÞ 120/73, p 110, hitalaus, A, súrefnismettun 85%, ÖT 24
R: Fær súrefni í nös “L
Spurningin: Lýsið skoðuninni sem þið framkvæmið á Jóni
- Þið takið á móti Jóni og framkvæmið líkamsmat á brjóstkassa / lungum. skoða-þreifa-banka-hlusta
Lýsing á skoðun: ath hvort 2L af súrefni nái mettun upp Hann er örgl með COPD, söfnum saman einkennum og spyrjum um sögu.
Skoða glærur 41-43!
Hvernig flokkast sjúkdómar í lungum?
- Bráðir sjúkdómar
- Áverkar á lungu/brjósthol
- Langvinnir sjúkdómar (teppusjúkdómar teppa/herpa)
- Aðrir
Hverjir eru helstu bráðir lungnasjúkdómar?
- Öndunarbilun (hypoxia/hypercapnia)
- Bronchitis (berkjubólga)
- Lungnabólga
- ARDS (Acute Respiratory Distress Syndrome)
Hverjar eru helstu orsakir bráðra lungnasjúkdóma?
Fara eftir hver sjúkdómurinn er en sýking (veira, baktería) er algeng orsök