Hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma Flashcards
Hvað er Parkinson sjúkdómur (PS) ?
Hrörnunarsjúkdómur í heila sem er af óþekktum orsökum. SJúklingar oftast kominir yfir 60 ára
Hvað fer úrskeiðis í PS ?
- Taugaboðefnið Dópamín skemmist í heilanum / starfar ekki rétt
- PS veldur smám saman truflunum á starfsemi fleiri borðefna en dópamíns
- Þegar einkenni koma í ljós hefur frumunum sem framleiða dópamín fækkað um 80%
Hver eru aðaleinkenni PS ?
- Hægar hreyfingar (bradykinesia)
- Vöðvastirðleiki (rigiditet)
- Hvíldarskjálfti / titringur (tremor)
- Jafnvægisvandamál telst fjórða megineinkennið
- skert lyktar- og litaskyn gerir snemma vart við sig
Til að fá greiningu þarf að hafa 2 af 4 einkennum og sjúklingur verður að svara meðferð með levódópa
Hvernig líta PS sjúklingar vanalega út?
- Tóm svipbrigði
- Framhallandi staða
- Hægt, einhæft og óljóst tal
- Skjálfti (ekki allir sem fá)
- Lítil og stutt skref, ,,draga’’ fæturnar
Hvernig er Hohen og Yahr flokkunin í sambandi við PS?
1.stig = Sjúkdómseinkenni öðru megin
2.stig = Sjúkdo´mur báðum megin án jafvægisskerðingar
3.stig = Vægur til miðlungs sjúkdómur báðu megin; stundum stöðuójafnvægi; er óháður öðrum
4.stig = Mikil skerðing á starfsgetu; getur enn gengið eða staðið hjálparlaust
5.stig = Bundinn hjólastól eða rúmfastur nema með hjálp
- Eftir 7 ár með sjúkdóminn fer að bera á ,,verri’’ einkennum
Nefnið Non-motor einkenni frá skynfærum í PS ?
Verkir, dofi, hitabreytingar í útlimum, paresthesia, skert lyktarskyn
Nefnið Non-motor einkenni frá Ósjálfráða taugakerfinu í PS ?
Orthostatismi, mikill sviti, slef, kyngingarerfiðleikar, hægðatregða, ofvirk þvagblaðra, tíð þvaglát, kynlífsvandamál
Nefnið Non-motor einkenni tengd Vitsmuna- / hegðunarlegum breytingum í PS ?
þunglyndi, þreyta, kvíði, sinnuleysi, áráttuhegðun, andleg hörrnun
Nefnið Non-motor einkenni tengd svefni hjá PS sjúklingum?
óhófleg dagsyfja, svefnleysi, brotakenndur svefn, fótaóeirð (RLS), ofskynjanir, næturþvaglát, truflun á REM svefni (RBD; martraðir, ljóslifandi draumar), erfiðleikar við að hreyfa sig í rúminu
Hvernig er Braak stigun í PS ?
PD greining –> 0-2 ár: verkir –> 3-6 ár: þunglyndi –> 2-7 ár: minnkað lyktarskyn –> 11-12 ár: truflun á REM (RBD) –> 10-18 ár: Hægðatregða
Eftir mörg ár með PS er talið að verði breytingar í öðrum hlutum heilans t.d heilaberki og ýmsum smákjörnum í heilastofninum. Hefur með tímanum líka áhrif á minnið og hugarástandið
Hvernig er hjúkrun PS sjúklinga?
Einstaklingsbundin meðferð er mjög mikilvæg til að gera þeim lífið bærilegra sem hafa veikst:
- Meta sjúkl þegar hann sveiflast í einkennum, (bein skoðun, Parkinsonsskemi og dagbækur), gott ef hægt er að meta sjúkl í eigin umhverfi
- þverfaglegt teymi
- Fræðsla og stuðningur
Afhverju er svona mikilvægt að PS sjúklingar fái alltaf lyfin sín ?
mikilvæg glæra (16)
Lyf er eins og bensín við PS, þeir komast hvergi ef lyfin skortir
- Móttaka sjúkl; útvega PS lyfin strax við innlögn, það má alls ekki bíða!
- Forðast að stöðva gjöf þeirra, getur leitt til alvarlegra veikinda
- Stjórnað af taugalækni, einstaklingsbundnir
- Gera ráðstafanir ef sjúkl þarf að fasta, t.d samráð við taugalækni, sérfræðing í Parkinsonshjúkrun
Hvernig á að gefa lyfin ?
MIkilvæg glæra líka (17)
- Forðast að gefa protein um leið og PArkinsonslyf þar sem þau geta haft áhrif á nýtingu lyfjanna (samkeppni milli proteina of lyfja að komast inn í blóðrásina og þá nýtast lyfin ekki eins vel)
- Best er vatnsglas, en ef ekki þá er hægt að nota ávaxtagraut (má gefa kolvetni með en EKKI protein)
- Má mylja venjulegt Madópar og Sinemet en forðatöflur má ekki mylja
- Gefa töflur minnst 1/2 klst fyrir mat eða 1 klst eftir mat
Mikilvægt að gefa/taka lyfin á réttum tíma!! Gefa lyf í fleiri og smærri skömmtun, oft 6-7x /dag á 3 klst fresti t.d
Hvernig geta PS sjúklingar haft eftirlit með flóknum lyfjagjöfum ?
Hjálpartæki / áminningar
- Lyfjabox, margar gerðir
- Lyfjabox sem minna á lyftjatíma (pípir)
- Lyfjaskömmtun frá apóteki
- LYfjaáminning í símann eða tölvuúr
Hverjar eru helstu aukaverkanir PS lyfja?
- Réttstöðulágþrýstingur (ortho)
- Bjúgur
- Ofskynjanir / skynvilla
- Ranghugmyndir
- Hvatröskun, örlyndi
- Ógleði
- Svefntruflanir / svefnhöfgi / skyndisvefn
- Meltingartruflanir
Hvaða lyf þarf að varast að gefa PS sjúklingum ?
- Afibran (Primperan), Stemetil og Phenergan blokkerar D2 dópamínviðtaka í heila- því versna PS einkenni
- Einnig sum geðlyf t.d Haldól
- Ef sjúkl fer á sjúkrahús er æskilegt að hann sjái um sín lyf eins og vant er, ef það er mögulegt
Hvaða lyfjatengd hreyfieinkenni geta komið upp ?
'’On-Off’’
Skyndilegar ófyrirsjáanlegar sveiflur á milli vel/yfir meðhöndlaðra einkenna (on) eða svæsin undirmeðhöndluð Parkinson einkenni (Off)
- Lyfjaskammtur endist ekki þar til næsti lyfjaskammtur tekir vuð
- ‘‘on-off’’ sveiflur eru oft ekki hægt að útskýra með tíma lyfjagjafa
- ‘‘off’’ einkenni eru skyndilega massív einkenni
- ‘‘off’’ tímabil getur verið frá 1/2 klst og upp í fleiri klst
Úrlausn: sama meðfero go við wearing-off. Aukin næmni fyrir litlum lyfjabreytingum
Hreyfing hjá PS sjúkl, hvað er hægt að gera til að hjálpa við hreyfingar?
Einkenni: erfiðleikar við að byrja hreyfingu, stoppar í miðri hreyfingu, hæg lítil skref, erfiðleikar með fínhreyfingar, erfiðleikar við að hreyfa sig í rúmi.
Hvetja til daglegra hreyfinga / leikfimi.
Góð ráð:
- Útvega hjálpartæki (hræðsla við dettni, hætta á dettni)
- Telja í huganum
- Þegar sjúkl ,,frýs’’ getur smá verkefni hjálpað t.d að fleygja lyklakippu á gólfið, beygja sig niður, taka upp og komast aftur á stað
- Viðeigani klæðnaður
- Ekki tala of mikið við sjúkl eða í kringum hann þegar hann þarf að framkvæma athafnir
Hvernig er hjúkrun við innlögn hjá PS sjúklingum í tengslum við hreyfingu ?
Eftirlit, mat og meðferð við hreyfieinkennum
- Parkinsondagbók í a.m.k 3 daga eða daglega við lyfjabreytingar
- Meta byltuhættu (MORSE) < 24klst frá innlögn, SWWT
- Beiðni um sjúkraþjálfun, meta þörf fyrir hjálpartæki til þess að viðhalda hreyfifærni
- Ráð til þess að auðvelda hreyfigetu og efla sjálfsbjargargetu
- Búa til áætlun um úrræði fyrir sjúkl sem hafa tilhneigingu til þess að frjósa
- Búa til áætlun fyrir sjúkl um úrræði til þess að minnka hvíldarskjálfta
- Veita fræðslu um úrræði sem auðvelda sjálfsbjargargetu
Hvernig er húkrun við innlögn tengd öðrum einkennum?
- Skimun; Non-motor Quest innan 72klst frá innlögn
- Mæla Ortho x2/dag fyrstu 3 dagana eftir innlögn
- Vökvaskrá í a.m.k 3 daga
- Skimun fyrir vannæringu
- Skimun á kyngingarerfiðleikum
- Hjúkrunarfræðingur metur þörf fyrir ráðgjöf og fræðslu frá þverfaglegu Parkinsonteymi
Non-motor Quest skoðar 9 svið, hver eru þau?
- Melting
- þvagfæri
- Minni / athygli / sinnuleysi
- Ofskynjanir / ranghugmyndir
- Þunglyndi / kvíði
- Kynlíf
- Hjarta og æðakerfi
- Svefn / þreyta
- Verkir
(10. ýmislegt (tvísýni, þyngdartap))
Hvernig er melting / mataræði hjá PS sjúkl?
- Levódópa dregur úr matarlyst
- Tilhneiging til hægðatregðu er algengt vandamál
- Ónóg hreyfing og of lítill vökvi hefur smám saman áhrif á ósjálfráða taugakerfið, sem tekur þátt í starfsemi þarmanna
- Á byrjunarstigi hefur mataræði lítið að segja
- Seinna á ferlinu er mikilvægt að hafa gott skipulag á matmálstímum, lyfjatímum og hvenær maður borðar protein
- 50-80% PS sjúkl kvarta um hægðatregðu
Hver er úrlausn við hægðatregðu hjá PS sjúklingum ?
- Auka trefjainnihald í fæðu t.d með trefjamauki
- Drekka a.m.k 8 glös af vökva á dag
- Hreyfa sig reglulega
- Regla á hægðalosun
- Ef þetta dugar ekki, prófa mild hægðalyf s.s Sorbitól mixtúru og Magnesíum Medic töflur
- Ráðlagt er að nota einföld ráð á undan sterkum lyfjum
- Míkrólax, Dulcolax
- Movicol duft ef grunur er um hægðastíflu
Hver eru einkenni og ástæður réttstöðulágþrýstings (Ortho) ?
Svimi, syncope, dettni, þreyta vegna minnkaðrar starfsemi í ósjálfráða taugakerfinu, lyfjameðferð og lítil vökvainntaka