Persónuleikaraskanir - 11.11 Flashcards
Hvað er persónuleiki?
- Mynstur tilfinninga, hugsana og hegðunar sem einkenna okkur og gerir okkur að þeim einstaklingi sem við erum
- Persónuleikinn ræður því hvernig við upplifum umheiminn –> hvernig við bregðumst við umheiminum og högum okkur
- Þetta er það sem gerir okkur að okkur
Af hverju ræðst persónuleikinn?
- Ræðst að erfðum en mótast einnig af sálrænum þáttum og umhverfi í uppvexti
- Hlutir eins og vanræksl/ofbledi hefur áhrif á persónuleika fólks t.d.
Hvernig gagnast greining persónuleika geðlæknum?
- Greining persónuleika gagnast geðlæknum við að spá fyrir um hvernig einstaklingur tekur á og bregst við veikindum eða erfiðum aðstæðum
- Ákveðin persónuleikaeinkenni geta gert fólk viðkvæmara fyrir því að fá ákveðnar geðraskanir
Hvað er persónuleikaröskun?
- Þegar einkenni persónuleikans valda einstaklingum og/eða fólki í umhverfi hans erfiðleikum og þjáningu
- Getur komið fram í því hvernig fólk skynjar og hugsar
- Einkenni þurfa að hafa verið frá unglingsaldri
- Persónuleikinn truflar aðlögun einstaklings að umhverfi sem bitnar á honum og öðrum
- einstaklingarnir hafa lélega stjórn á löngunum og kvötum en flerstir eru samt raunveruleikatengdir
Hvernig er persónuleikaröksun skilgreind samkvæmt ICD - 10
Þeir segja að þessi persónuleika einkenni hafa verið frá unglingsárum en minnka oft með tímanum þó ekki alltaf
Er skýr lína milli eðlilegs og óeðlilegs persónuleika?
Nei ekki skýr lína á milli “eðlilegs” og “óeðlilegs” persónuleika
- Mjög vítt róf frá alvarlegum röskunum (andfélagslegir sadistar, mjög vanþroska einstaklingar) til vægra einkenna = personality traits
Eru persónuleikaraskanir oft samhliða öðrum sjúkdómum?
Já, oft eru persónuleikaraskanir samfara öðrum geðröskunum og oft erfitt að greina sundur hvoru einkennin tilheyra
Hvað þarf að meta þegar við erum að meta fólk með persónuleikaröskun
- Metum samskipti (við einhvern í hans lífi)
- Geðslag ( er þetta venjulegt eða hversu stöðugt er þetta)
- Viðhorf og skoðanir (til lífins og annara
- eiginleikar og venjur (samvisksulaus, háður öðrum,lítið sjálfstraust)
- Upplýsingar frá aðstandendum (t.d margir byrjaðir að brjósta af sér)
- Passa að dæma ekki eftir örfá viðtöl
- Notum sálfærðileg próf (bara til að hjálpa)
- Mikilvægast að skoða söguna
Í hvað flokkum við persónuleikaraskanir?
Cluster A: Paranoid,Schizoid,Schizotypa,
- Skrýtnir, útaf fyrir sig
Cluster B: Borderline, (Narcissistic), Histrionic, Antisocial
- Tilfinningasveiflur, dramatískir,
Cluster C: Obsessive-Compulsive, Avoidant/anxious, Dependent
- Kvíðnir
Minnisregla: Mad, bad, sad
Tíðni persónileikaraskana
- Tíðni á stór-Reykjavíkursvæðinu: rúmlega 10%
- Algengustu: Schizotypal, obsessive-compulsive og avoidant/hliðrunar
- Meirihlutinn með meira en eina röskun
- Sambærilegt við erlendar tölur
Greining á paranoid/aðsóknarleikaröskun?
Einstaklingur þarf að hafa að minnstakosti 4 af eftirfarandi
1) Býst við að aðrir noti sér hann eða skaði án þess að nokkur fótur sé fyrir því
2) Efast um tryggð og hollustu vina og kunningja án þess að það sé réttlætanlegt
- Túlka allt á versta veg
- Fólk vill mér illt, taka af mér börn, vinnu og fl.
3) Les duldar niðrandi merkingar eða ógnanir út úr vinsamlegum athugasemdum eða atburðum, t.d. heldur því fram að nágranni hafi sett út rusl eingöngu til þess að ergja hann. Elur á gremju eða fyrirgefur ekki móðganir eða særindi.
4) Er tregur til að trúa öðrum fyrir málum vegna óréttlætanlegs ótta við að upplýsingar verði notaðar gegn honum
5) Er auðsærður, fljótur til að bregðast við með reiði eða gagnárás
6) Efast að ástæðulausu um tryggð eiginkonu eða sambýlisaðila
Hvað er algengt að sjá hjá fólki sem er með paranoid/aðsóknar persónuleikaröskun?
- Hann treystir engum (án ástæðu). Lýsir sér oft þannig að einstaklingur efast um tryggð og hollustu maka/ættingja/vina. Þeir búast við svikum og misnotkun annara og eru tregir við til að trúa öðrum fyrir málum
- Þeir túlka gjörðir fólks sem niðurdrepandi og ógnandi, sjá duldar niðrandi merkingar alls staðar. Aðrir mað hulið agenda gegn sér, og treystir sérrstaklega ekki yfirvaldi.
- Auðsærður, fljótur að reiðast og móðgast og gera gagnáras, hefnir sín, hörundsár
- Þrætugjarn, veltir sér upp úr gremju og reiði
- Langrækinn, fyrirgefur ekki
- Á erfitt með að mynda vinatengsl og forðast að vera í hópi fólks
Hvað er geðklofalík/schizoid?
- Tilhneigin til þess að sinna ekki tengslum við fólk og láta lítið í ljós tilfinningar
- Áhugalítill um náin tengsl
- Upplifir sjaldan sterkar tilfinningar
- Takmörkuð tjáning tilfinninga
- Líður best einum með sjálfum sér
-Skilur ekki reglurnar í félagslegum samskiptum er klaufalegur og skrýtinn - innhverfur, upptekin af eigin ímyndunarheimi
- Hafa yfirleitt enga kynferðislega löngun
- Alveg ónæmir fyrir gagnrýni eða hrósi
- Oft bara kaldir og brosa lítið (sýna ekki geðbrigði)
- Lonerar, erfitt að skilja þá, erfitt að nálgast þá
Hvað er geðklofagerð/schizotyp?
- Skrýtinn, sérvitur og undarlegur í hegðun, útliti og tali
- Tala skringilega, erfitt að fylgja því
- Óviðeigandi geðslag (flatt, þumbaralegt, kjánalegt)
- Tilvísunarhugmyndir, tortryggni,
- Undarlegar skynupplifanir
- Hjátrúarfullur
- Upptekinn af hinu dulræna
- Miklir erfiðleikar í samskiptum, líður illa innan um aðra, félagsleg einangrun
- Fáir vinir
- Tengjast ákveðnum hópum, cult hópum.
Er geðklofagerð/schizotyp flokkað sem persónuleikaröskun í ICD10
- Ekki flokkað sem persónuleikaröskun í ICD 10 heldur sem vægur geðrofssjúkdómur
- Margir telja þetta vera eins konar jaðar- geðrofssjúkdóm eða vægan geðklofa
Hvað er Jaðar/Unstable/Borderline persónuleikaröskun?
- Viðvarandi óstöðugt geðslag, óstöðug persónuleikatengsl og sjálfsímynd (Miklar tilfinningasveiflur)
- Óstöðugt/sveiflukennt geðslag áberandi sveiflur niður í þunglyndi.
- Erfiðleikar við stjórnun eigin tilfinninga ss ef það t.d. gerist eitthvað sem að flestir geta dýlað við þá getur þetta valdið miklum tilfinningarsveiflum hjá viðkomandi.
- Vanhæfni til að þola sterkar geðshræringar
- Stormasöm sambönd
- Mikil hvatvísi sem leiðir til vandræða, getur skaða einstaklinginn
- Óljós eða óstöðug sjálfsmynd
- endurrteknar sjálfsvígshótanir eða sjálfsskaði
- oftar konur
- Taka höfnun illa. Oft hóta að drepa sig ef t.d. maki vill hætta með þeim og þannig
Hversu algengt er Jaðar/Unstable/Borderline persónuleikaröskun?
Algengi ca 1-2%. Virðist fara vaxandi
Hvort er Jaðar/Unstable/Borderline persónuleikaröskun algengara hjá konum eða körlum?
3-4x algengara hjá konum
Hvernig er meðferð við Jaðar/Unstable/Borderline persónuleikaröskun?
- Meðferð oft erfið og reynir á meðferðaraðila
- Hópmeðferð reynst gagnleg
- Sérstök meðferðarúrræði. Reynt að hjálpa til að greina tilfinningar og stjórna þeim og þola án þess að grípa til örþrifaráða. DAM: komast að því að þeim líður ekki illa útaf öllum öðrum heldur að þetta sé hjá þeim
Hvap er sjálfvæg (narsisstic) persónuleikaröskun
- Viðvarandi mikilmennskufantasíur eða hegðun, skortur á samhygð og ofurnæmi gagnvart mati annarra á þeim ss. skynjar lítið hvernig öðrum líður
- Bregst við gagnrýni með reiði, skömmustukennd eða finnst hann niðurlægður
- Notfærir sér annað fólk til þess að ná markmiðum sínum
- Hefur mjög ýkta tilfinningu fyrir eigin mikilvægi t.d. ýkir afrek sín og hæfni og ætlast til þess að tekið sé eftir honum sem sérstökum án þess að hafa náð viðeigandi árangri
- Trúir því að vandamál sín séu sérstök og þau skilji aðeins sérstakt fólk
- Er upptekin af fantasíum um ótakmarkaðan árangur snilligáfu, fegurð og ideal ást
- Finnst hann hafa forréttindi.ó eðlilegar væntingar um forgangsmeðferð, t.d. býst ekki við að þurfa að bíða í röð
- Þarfnast stöðugrar athygli og aðdáunar t.d. sífellt að fiska eftir hrósyrðum
Hvað er geðhrif/histronic personuleikaröskun?
- Ýkt tilfinningasemi og hungur í athygli
- Dramatískur, ýktar tilfinningar sem breytast í takt við umhverfi og aðstæður, með lítilli dýpt.
- Mikil þörf á að vera miðpunktur athyglinnar.
- Áhrifagjarn og upptekinn af því að líta vel út.
- Kynferðislega ögrandi hegðun
Hvað er andfélagsleg/antisocial/dyssocial persónuleikahugsun?
- Sýnt óábyrgt og andfélagslegt atferli frá 15 ára aldri (ofbeldi, rán, skemmdarverk, lygar)
- Endurtekin lögbrot
- Lýgur, svíkur, falsar til að hagnast sjálfur
- Ofbeldi
- Hvatvísi, engin langtímamarkmið, sér ekki fyrir afleiðingar athafna
- Hægt að grípa inn í á ungum árum til að koma í veg fyrir þessu í framtíðinni
- Stuttur þráður, pirraður, árásargjarn
- Takmarkaður áhugi á eigin öryggi og annarra
- Ábyrgðarleysi í vinnu og fjármálum
- Skortur á sektarkennd þegar er að særa, misnota eða svíkja aðra
- Tilfinningar annarra snerta hann lítið
- Endist stutt í samböndum
- Kennir öðrum um
Hvað er hliðrunar/avoidant persónuleikaröskun?
- Óþægindi í félagslegu samhengi, ótti við neikvætt mat og óframfærni
- Lágt sjálfsmat, óöryggi og viðkvæmni à hræðsla við gagnrýni, höfnun og að fólki líki ekki við sig.
- Hræðsla við að gera sig að athlægi, að fífli, að verða til skammar.
- Öfugt við schizoid persónuleika þrá þeir í raun að geta haft góð félagsleg samskipti, en hinn stöðugi kvíði og vanmáttarkennd hamlar því
- Oft erfitt að greina frá félagsfælni (social phobia).
Hvað er hæðis/dependent persónuleikaröskun?
- Háður öðrum og undirgefið atferli
- Upplifir sig alveg óhæfan til að hugsa um sig sjálfur à verður mjög ósjálfstæður, þorir ekki sjálfur að taka almennar/venjulegar ákvarðanir og lætur aðra taka alla ábyrgðina à getur ekki verið einn, mjög hræddur um að missa sína nánustu.
- Mikið ójafnvægi ef t.d. einstaklingur og narsisti eru í sambandi, meiri líkur að hún muni aldrei fara aftur á markaðinn