Endurhæfing og bataferli alvarlega geðsjúkdóma - 29.11 Flashcards
Hvað þýðir endurhæfing, bati eða bataferli?
- Að ná sér af eða ná bata frá langvinnum sjúkdómum
Hvað er bati?
- Felst í því að sjúklingur sé fær um að lifa, vinna, læra og taka fullan þátt í samfélaginu
- Batinn er persónulegt þroska og lækningaferli sem gerir sjúklinginn mögulegt að lifa og starfa í þeim samfélagslegu aðstæðu msem hann kýs sjálfur og sem gera honum fært að njóta sín þrátt fyrir fötlun
Hver eru markmið endurhæfingar?
- Að hindra eða draga úr áhrifum sjúkdóms og fötlunar
- Að auka lífsgæði einstaklings og fjölskyldu hans
Færðar hafa verið sönnur á mikilvægi þess fyrir bata að:
- Hafa aðgang að meðferðaraðila og njóta meðferðarsambands
- Að hafa aðgang að atvinnu með stuðningi
- Að fá faglega hjálp við að bregðast við veikindaköstum og halda niðri sjúkdómi
- Að fá meðferð við þunglyndi og vímuefnavanda þegar þess er þörf
- Að fjölskyldan fái stuðning og meðferð
- Að fá viðeigandi lyfjameðferð
Hvað er mikilvægur grundvöllur bata? (ss. hverjir eru líklegri að ná bata)
- Endurhæfing gagnast best fari hún fram í samfélaginu
- Sjúklingurinn verður að eiga sér heimili, Ásættanlegt að hans mati, Öruggt, Fjárhagslega viðráðanlegt
- Verður að vera fjárhagslegt sjálfstæður. Sumir ráða ekki við að sjá um fjárhaginn sinn sjálfir
Þjónusta sem þarf að vera til staðar til þess að einstaklingur geti notað þessa þjónustu þegar þa passar fyrir hann þá þarf hann að hafa aðgang að og geta notað hvað?
- Aðgengi að málastjóra um langan tíma
- Þurfa að vera endurhæfingarmiðstöðvar fyrir sál og líkama
- Tilboð um sammannlega nærveru (notendastarf eða sjálfshjálparvinna)
- Húsnæðisþjónusta
- Atvinnumöguleikar og þjálfun
- Tækifæri til menntunar
- Bráðaþjónusta
Geðræn endurhæfing felst í ?
–Örvun til félagslífs
–Menntun og upplýsingu
–Hvatningu til virkni
–Þjálfun varðandi hegðun og framkomu
–Vitrænni þjálfun
Hvað er mikilvægt varðandi endurhæfingahjúkrun ?
- Mikilvægt: sá sem er að ná sér af veikindum hafi von um betra líf, hafi von um að ná einhverjum markmiðum í lífinu. Þarf að hjálpa fólki að finna vonina.
- Um helminingur þeirra sem fá geðrof fá það bara 1x á ævinni, flestir ná fullum bata
Heildstætt geðhjúkrunarfræðilegt mat veitir hvað?
- Heildstætt geðhjúkrunarfræðilegt mat veitir upplýsingar sem gera mögulegt að sjúklingurinn nái mestu mögulegu virkni (njóti sín að fullu)
- Miklu varðar að greina vonir, væntingar og styrkleika sem gera sjúklingum fært að takast á við veikindin
Einkenni og afleiðingar sjúkdóms hvað þarf að hafa í huga?
- Taka þarf tillit til einkenna sjúkdómsins: geðrofseinkenna og neikvæðra einkenna
- Einmanaleiki og félagsleg einangrun eru afleiðingar sjúkdómsins og viðbrögð sjúklingsins við sjúkdómnum og hugsanlega meðferð
Hjúkrunargreining þarf að?
- Þarf að innihalda greiningu á líkamlegum tilfinningalegum og vitsmunalegum þjónustuþörfum sjúklingsins. Hvaða þjónustuþarfir þarf að uppfylla til að sjúklingurinn geti lifað og starfað í samfélaginu og til að bataferlið geti haldið áfram
Er fjölskyldan þáttakendur í endurhæfingu?
Já, það þarf að veita mikilvægan stuðning fyrir þá sem eru með alvarlegan geðsjúkdóm
- Þeir geta greint þarfir og hvatt sjúklinginn til að taka þátt í meðferð.
- Hjúkrunarfræðingurinn ætti að líta á fjölskylduna sem þátttakendur í endurhæfingunni og skipuleggja regluleg samskipti við nánustu fjölskyldu
Meðferðaraðilar í leiðnadi hlutverk hvað er átt við því?
- Meðferðaraðilar (hjúkrunarfræðingar) ættu að taka sér leiðandi hlutverk í að kalla eftir og skapa þau samfélagslegu úrræði og þjónustu sem þarf til að ná þeim gæðum og framboði sem nauðsynlegt er til að veita viðunandi geðþjónustu fyrir alvarlega geðsjúka
Hvert er mælitæki fyrir þarfir fullorðinna geðsjúkra einstaklinga
- (Cambervell assessment of needs)
- Mælir þjónustuþarfir og hvernig þær eru uppfylltar á 22 sviðum
Hvert er Verkefni hjúkrunar í endurhæfingu og/ eða bataferli
- Hjálpar sjúklingnum að finna og efla styrkleika sína og færni
- Kennir og þjálfar færni í athöfnum daglegs lífs og til að sjá um daglegar þarfir
- Kennir sjúklingum að stjórna eigin meðferð, draga úr hættu á eða bregðast við sjúkdómskasti
- Metur möguleika á / stýrir félagslegri þjónustu og stuðningi