Geðsjúkdómafræði - 10.11 Flashcards
Hvað eru geðsjúkdómar?
- Raskanir/sjúkdómar í heila með áhrif á hugann og meðvitundina en ekki “líkamann”. Þeir valda truflun á hegðun, hugsun, tilfinningum og skynjun.
Hvað eru geðlækningar?
- Sérgrein innan læknisfræðinnar rannsóknir á greining/meðferð/forvarnir geðsjúkdóma
Hvernig flokkum við geðsjúkdóma?
Notum tvö aðalflokkunarkeri
- ICD-10 (international classification of diseases) þetta er notað á íslandi
- DSM-V (diagnostic and statistical manual of mental disorder) þetta er notað í usa
Hvernig flokkum við geðsjúkdóma í ICD
- F0* Vefrænir (alzheimers)
- F1* Tengdir vímuefnaneyslu (áfengissýki)
- F2* Geðrofssjúkdómar (geðklofi)
- F3* Lyndisraskanir (alvarlegt þunglyndi, geðhvörf)
- F4* Hugraskanir, streitutengdar og líkömunar (kvíðasjúkdómar)
- F5* Atferlisheilkenni tengd lífeðlisfræðilegum truflunum og líkamlegum þáttum (átraskanir, svefnraskanir, kynlífserfiðleikar)
- F6* Persónuleikaraskanir
- F7* Þroskahefting
- F8* Raskanir á sálarþroska (einhverfa, raskanir á námshæfni)
- F9* Atferlis og geðbrigðaraskanir barna/unglinga
Hvernig greinum við geðsjúkdóma?
- Það er ekki komin tækni sem að greinir geðsjúkdóma þannig sjúkdómsflokkar byggjast á einkennum
- Greiningin byggist á sögu, geðskoðun, líkamlegri skoðun.
- Gerum stundum líka myndrannsóknir til að útiloka aðra sjúkdóma
Hvaða þættir geta aukið áhættu á að nýburi fái geðraskanir?
- Erfðir
- Skaði á meðgöngu, t.d. það eru tengsl milli geðklofa og inflúensu á meðgöngu
- Skaði í fæðingu,
Hvaða þættir geta aukið áhættu á að ungabarn/barn fái geðraskanir?
- Seinkaður þroski
- Hegðunarvandamál
- Skert félagleg tengsl
- Vanræskla foreldra þetta hefur t.d. mikil áhrif á hvernig persónuleikinn okkar verður
- Misnotkun: líkamleg og kynferðisleg
Hver eru einkenni geðsjúkóma?
Þeir verður truflun á þessu
o Geðslagi
o Skynjun
o Hugsun
o Hreyfingum
o Minni
o Áttun
o Athygli og einbeitingu
o Innsæi
Hvað er geðslag/mood?
Hvernig manni líður ( í geði)
- Ertu dapur
- Ertu kvíðinn, reiður
- Örlyndi t.d.
Hvað er geðbrigði/affect?
Eitthvað sem við sjáum utan á fólki eins og
- Tjáning tilfiininga: tilfinningar/skap eins og þær birtast utan frá séð
- Svo er hægt að skoða t.d. hvort að tilfinningar eru í samræmi við það sem er að gerast í huga sjúklings eins og dæmi um óeðlilegt geðbrigði er að hlægja meðan einstaklingur segir frá því að honum líður illa
Hvað er skynjun?
- Hvernig við upplifum þau áreiti sem skynfærin okkar nema eins og sjón, heyrn, lykt, bragð og snertiskyn
Hvað er ofskynjun?
Skynareiti sem er ekki til staðar. Heilinn býr það til
- Þetta er eitthvað sem enginn annar sér eða heyrir og það er t.d. algengast að heyra einhverskonar raddir
- Heilinn vinnur úr þessum upplýsingum eins og þær séu raunverulegar og eru þær því mjög raunverulegar fyrir viðkomandi
Hvað er ofurnæmi?
Öll skynfæri einstkalinga verða næmari eins og allt verður bjartara, litir dýpka og fl.
Hver er algengasa ofskynjunin?
Heyrnaofskynjun
Hvað er heyrnaofskynjun?
- Rödd/raddir sem tala er algengast
- Fólk heyrir hugsanir sagðar upphátt
- Heyra tvær eða fleiri raddir tala um sig í þriðju persónu (yfirleitt neikvæðar og tala einstakling niður)
- Raddir sem lýsa því sem sjúklingur er að gera
- Þeir einstaklingar sem heyra svona eru oft kallaðir ógeðslegum nöfnum, sagt þeim að drepa sig og fl.
- Þetta getur verið stöðugt tal eða bara stundum og getur verið mjög truflandi