Inngangur að geðhjúkrun - 9.11 Flashcards
Hversu margir finna fyrir geðrænum vandamálum á lífsleiðinni?
1/4
Hversu mörg % fólks glímir við geðraskanir?
2,7%
Hversu margir fá ekki viðhlítandi þjónustu við geðröskunum?
75% á heimsvísu, sérstaklega í fátækari löndum heims.
Hvað er ein af algengasta ástæða örorku í heiminum?
Geðraskanir er ein af algegnustu ástæðum örorku í heiminum og ásamt stoðkerfisröskunum eru það algengasta orsök örorku á íslandi
Fólk með alvarlegar geðraskanir hefur umtalsvert styttri lífslíkur en aðrir rétt eða rangt?
Rétt
Hvaða raskanir eru algengustu geðraskanirnar?
Þunglyndis- og kvíðaraskanir eru meðal algengustu geðraskana og geta verið frá vægum upp í alvarleg stig
Hvort er þunglyndis og kvíðaraskanir algengari hjá körlum eða konum?
Þunglyndi og kvíðaraskanir eru tvisvar sinnum algengari meðal kvenna en karla
Hversu margir telja sig upplifa streitu í daglegu lífi meðal íslendinga?
Um fjórðungur íslendinga telur sig oft eða mjög oft upplifa streitu í daglegu lífi. Fólk undir 35 ára upplifir mestu streituna þ.e. 30% karla og 37% kvenna upplifa oft eða mjög oft streitu í daglegu lífi
Yngra fólk og þeir sem hafa styttri skólagöngu meta andlega líðan sína lakari en aðrir rétt eða rangt?
Rétt
Hver er skilgreining alþjóðaheilbrigðismálastofnunar á geðheilbrigði?
Góð geðheilsa lýsir sér þannig að viðkomandi býr yfir vellíðan, er fær um að nýta hæfileika sína, takast á við daglegt álag, ná árangri í starfi eða námi og gefur frá sér til samfélagsins
Hvað er geðheilbrigði samkvæmt Jahoda?
- Jákvætt sjálfsviðhorf ( sátt við sjálfan okkur, örugg sjálfsmyynd, gerum okkur raunhæfamynd af okkur)
- Eðlilegur þroskaferill, sjálfsbirting og þrautsegja (leysum þroskaverkefni okkar á þeim tíma sem þau birtast)
- Heilleiki
- Sjálfsstjórn ( fær um að taka ábyrgð á eigin gjörðum en höfum jafnvægi að vera háð. öðrum og vera sjálfsæð, fær um að viðurkenna sjálfstjórn og frelsi annara)
- Raunveruleikaskynjun
- Val á umhverfisaðstæðum (tökumst á við verkefni sem bíða okkar)
Hver eru stig fyrirbyggjandi aðgerða sakvæmt Caplan?
Fyrsta stigs fyrirbygging – primary prevention
- Miðar að því að við vinnum á samfélagslegum grunni, vakandi fyrir áhættuþáttum og tökumst á við þá
Annars stigs fyrirbygging – secondary prevention
- Þegar fyrstu einkenni eru komin fram og við reynum að ná jafnvægi og koma í veg fyrir fylgikvilla
Þriðja stigs fyrirbygging – tertiary prevention
- Orðið veikt, stuðla að endurhæfingu og bata og vinna með fylgikvilla
Fyrsta stigs fyrirbygging skiptist í þrennt í hvað skiptist hún ?
Almenn (universal) fyrsta stigs fyrirbygging
- Hún beinist að samfélaginu í heild eða hópum án tilitis til sérstakra áhættuþátta, almenn fræðsla í skólum, fræðsla um bílbelti t.d.
Sértæk (selective) fyrsta stigs fyrirbygging?
- Hún beinist að hópum eða einstaklingum sem eru í sérstakri áhætti eins og t.d. fólk sem hefur lent í sameiginlegri lífreynslu
Sérhæfð (indicated) fyrsta stigs fyrirbygging?
- Beinist að einstaklingum í mikilli áhættu eða með byrjunareinkenni geðræns vanda ( vinna með fólki sem er með væg byrjunareinkenni og það er verði að vinna með minni hópum til að koma í veg fyrir að einkennin haldi áfram)
Megin tilgangur geðræktar er að efla færni einstaklingsins til að?
- Takast á við og leysa þroskaverkefnin sín - að dafna og þroskast
- Öðlast sjálfsvirðingu,styrkja eigið getumat, vellíðan og vera virkur þátttakandi í samfélaginu
- Takst á við álag og mótlæti með þrautseigju- efla þrausegju og þol með viðhorfi og trú á færni
Hvað er streita?
Einstaklingur upplifir streitu þegar hann skynjar að hann getur ekki, á árangursríkan hátt, tekist á við kröfur sem gerðar eru til hans eða þætti sem ógna velferð hans (einstaklingsbundið)