Geðhvörf – bipolar disorder – manic depressice disorder (14.11) Flashcards
Hver eru einkenni örlyndis/maníu?
- mismunandi einkenni milli aðila
o Hækkað geðslag (t.d. hátt stemdur og kátur en oftast sést meiri pirringur)
o Aukið sjálfstraust ( telur sig hafa mikla og sérstaka hæfileika)
o framkvæmdasemi (vaka oft á nóttunni og fara síðan bara strrax að gera eh)
o Hömluleysi
o Innsæis- og dómgreindarleysi
o Minnkuð svefnþörf
o Stundum árásargirni
o Vaða úr einu í annað í hugsun og framkvæmd
o Markaleysi
o Tal hátt og hratt oft fyrsta einkenni
o Aukin kynhvöt
o Aukin hreyfiþörf
o Aukin virkni (stöðugt að plana nýja hluti) - ef 7 dagar eða meira þá telst það vera manía
Hvaða önnur einkenni getur maður séð í maníu sem tengist karakter viðkomandi?
Klæðaburður breytist stundum og verður skrautlegri og oft ögrandi
- Getur verið föt sem er ekki samkvæmt veðri eða kynferðislegur fatnaður
Geðrofseinkenni
- koma oft fram í alvarlegri tilfellum með aðsóknar- og stórmennskuranghugmyndum og stundum ofskynjanir
Sjúkdómsinnsæi oft skert
- Engan tíma til að leggjast inna geðdeild því hann hefur svo mikið annað að gera
Hvaða önnur einkenni getur maður séð í maníu sem tengist karakter viðkomandi?
Klæðaburður breytist stundum og verður skrautlegri og oft ögrandi
- Getur verið föt sem er ekki samkvæmt veðri eða kynferðislegur fatnaður
Geðrofseinkenni
- koma oft fram í alvarlegri tilfellum með aðsóknar- og stórmennskuranghugmyndum og stundum ofskynjanir
Sjúkdómsinnsæi oft skert
- Engan tíma til að leggjast inna geðdeild því hann hefur svo mikið annað að gera
Geðrof einkennist af
- Trufluðu raunveruleikaskyni
- Ranghugmyndum og ofskynjunum
- Breytingum á hugsanaformi og hraða hugsana
- Geðrofseinkenni geta sést í örlyndi og alvarlegu þunglyndi
- Mikilvægt að dempa einktaklinginn reyna að fá hann til að róa sig ekki vera eitthvað að hypea hann upp
Hvernig gerum við geðskoðun
Útlit og hegðun
- Klæddur í mjög þröngar og slitnar leðurbuxur, ber að ofan með margar hálsfestar og hringi á fingrum, berfættur. Hárið óhreint. Heilsar með handabandi, heldur lengi í hönd mína, stendur mjög nálægt mér. Mjög órólegur í viðtali, ræður ekki við að sitja kyrr. Er samvinnufús.
Óviðeigandi kontakt, getur orðið kynferðislegt.
Tal
- Mjög aukinn talþrýstingur, ekki hægt að stoppa af. Talar án afláts, hækkar oft röddina, syngur á köflum og rímar. Verður úr einu í annað og ekki hægt að fylgja þræðinum í tali hans.
Geðslag
- Hækkað. Aldrei liðið betur að sögn! Verður ergilegur á köflum og reiður.
Hugsun
- Upptekinn af eigin hæfileikum og getu, telur sig vera ríkasta mann Íslands, eiga deCode og Landsvirkjun, að ríkisstjórnin sé að reyna að hafa af honum peninga hans og því sé hann lokaður inni.
Skynjun
- Segist vera útsendari Guðs og er í samskiptum við engla hans sem hann sér í herberginu.
Innsæi (og dómgreind)
- Telur sig alls ekki veikan og ekki í neinni þörf á meðferð. Hefur engan tíma til að leggjast inn!
Hvað er hypomanía
- Einkenni þau sömu og í maníu en þau eru mun vægari (>4 en <7 daga).
- Það er breyting frá “venjulegu” ástandi sem er greinileg þeim sem þekkja viðkomandi
- Einkennin eru ekki nógu alvarleg til þess að valda verulegri truflun á starfsgetu og aldrei geðrofseinkenni
- Mikilvægt að grípa þessa einstaklinga áður en þeir fara í maníuna, ekki eins alvarleg maníueinkenni
- Fúnkerar þrátt fyrir að vera í hypomaníu
Hvað er geðhvörf/bípólar
- Tímabil með örlyndi og önnur tímabil með þunglyndi
- Manískt eða blandað ástand sem stendur í amk 1 viku
- Þarft ekki að hafa þunglyndislotur
- Oft hefur sjúklingur haft nokkrar þunglyndislotur áður en hann fær fyrstu maníu
- sKipst geta á lotur þunglyndis, blandaðs ástand , maníu og hypomaniu
Hversu mörg % þeirra sem eru með bipolar/maníu fara bara upp en ekki bæði upp og niður
10%
Á fólk með bipolar að fara á SSRI lyf?
Nei það getur skotið þeim upp
Hvaða er lífalgengi geðhvarfa/bipolar og hvernær veikjast flestir?
- Lífalgengi 1-1,5% í almennu þýði
- Flestir veikjast 18-30 ára
- Nokkrir sem greinast í kringum 50 ára, væg bylgja
- Þeir sem greinast fyrr= horfur þeirra eru verri
Hvernig er kynjahlutfall bipolar og er bipolar tengt erfðum?
- Tiltölulega jöfn kynjahlutföll
- Ef foreldrar með bipolar þróa 5-10% bipolar eða eitthvað annað eins og Örlyndi, mixed, þunglyndi
Hvað er bipolar - blandað ástand? (partur af bipolar 1 sjúkdómi)
- Sérstakt form bipolar sjúkdóms þar sem sjúklingur upplifir samtímis skilmerki maníu og meiriháttar þunglyndis
- Oft stutt í þunglyndishugsanir og hjá hjá fólki sem virðist í fyrstu mjög hátt stemmt
- Ekki óalgengt að hjá sjúklingi skiptist á lotur þunglyndis, maníu og mixed stade
Afhverju er gríðarlega mikilvægt að leggja fólk inn sem er með bipolar - blandað ástand?
Því það er í aukinni sjálfsvígshættu
Hvað er bipolar - rapid cycling? ( partur af bípolar 1 sjúkdómi)
- 4 eða fleiri lotur (þunglyndi eða manía) á 12 mánaða tímabili
- sjúklingar geta sveiflast beint úr maníu í þunglyndi eða öfugt
Er bipolar - rapid cycling algengari meðal kvenna eða karla og svarar þetta lyfjameðferð?
- Heldur algengara hjá konum
- Svarar verr lyfjameðferð en sjúkdómur sem sveiflast hægar
Hvað er ,,venjulegt” að fara í margar maníur á ári?
- Þannig bipolar rapid cycling er mjög aukið
- Aukin sjálfsvígshætta