Geðrofssjúkdómar 23.11 Flashcards
Hver eru algeng einkenni geðrofs?
- Truflað raunveruleikaskyn
- Ranghugmyndir: staðföst trú á eitthvað sem er ekki rétt eins og að CIA er á eftir einstaklingum eða hann hefur samband við geimverur, þetta má ekki vera hluti af mennignarheimi viðkomandi
- Ofskynjanir: raddir algegnastar
- Hugsanatruflun
- Undarleg hegðun
Hvað er geðrof?
- Skert raunveruleikatengsl
Hver er algengasti geðrofsjúkdómurinn?
- Geðklofi
- Dýr sjúkdómur fyrir samfélagið, 1% af heildarþjóðarframleiðslu vegna skertri vinnugetu
- Kostnaður samfélags meiri en af krabbameini eða hjarta og æðasjúkdómum líklegast því geðklofi greynsit svo snemma
Hversu mörg % geðsjúkdóma byrja fyrir 24 ára aldur?
> 75%
- byrja fyrr hjá körlum en konum
- koma fram á mikilvægum tímum í þroska t.d. þá hægist t.d. á þroska einstaklings
Hvað er geðklofi?
- Heilasjúkdómur sem einkennist af truflun á hugsun skynjun, tilfinningum og vitrænni starfsmi
- hefur mjög neikvæð áhrif á líf sjúklings, lífshæði minnka, mikil skerðing á félagsgetur
- Langvinnur sjúkdómur og flestir hafa einkenni ævilangt
Hvarsu margir með geðklofa eru á örorku og eru lífslíkur skertar?
2/3 eru á örorku og já lífslíkur eru skertar um 20-25 ár
Byrjar geðklofi skyndilega?
- Getur byrjað skyndilega en oftast einhver forstigseinkenni, stundum árum saman
- Við greiningu á geðklofa þá sést í um (3/4) tilfella lengra tímabil hnignunar í nokkur ár áður en klár geðrofseinkenni koma fram
- Einkenni eru oft útskýrð af fjölskyldu sem almennir erfiðleikar eða af álagi
Hver eru almenn forstigseinkenni geðklofa?
o Vægar minnistruflanir og einbeitingarerfiðleikar
o Skapsveiflur. Þunglyndi, kvíði, dauðahugsanir, sektarkennd, reiði og tortryggni
o Svefntruflanir
o Orkuleysi og minnkun á matarlyst
o Versnun á persónulegu hreinlæti, er meira sama
o Fer að tala öðruvísi, nýr áhugi á trú, heimspeki, jóga, núvitund, jarðtengingar, yfirnáttúrulegt. Verður undarlegri
o Sinnir verr vinnu/skóla/fjölskyldu
o Áhugaleysi og framtaksleysi
o Einangrast
Hver eru væg óljós geðrofseinkenni?
- Virðist sjá eitthvað stuttlega eða heyra sem aðrir gera ekki
- Væg aðsóknarkennd. Það er fylgst með mér í tölvunni, treystir síður öðru fólki
- Tilvísunarhugmyndir. Fer að túlka það sem það hlustar/horfir á í útvarpi/sjónvarpi/tölvu sem óljós skilaboð til sín
Hver er tíðini geðklofa og hversu mörg % munu fá gerofseinkenni (ekki geðklofagreiningu) einhverntíman á lífsleiðinni
- Tíðni geðklofa er nálægt 0,7%
- Nálægt 2500 manns með geðklofa á Íslandi
- Um 3% fólks mun um ævina fá geðrofseinkenni (ekki geðklofa greining)
Hversu margir greinast á ári með gleðklofa á íslandi, hvort er það algengara hjá kk eða kvkv og hvenær byrjar geðklofinn?
- A.m.k. 30 manns greinast á ári með geðklofa á Íslandi
- Heldur algengari hjá körlum (1.4x)
- Byrjar hjá körlum milli 15-25 ára en konum 25-35 ára
1/3 í USA eru með keðklofa rétt eða rangt?
Rétt
Hækka líkurnar á að fá geðklofa með erfðum?
o 0,7-1% LÍKUR Á AÐ FÁ GEÐKLOFA almenn
o Ef náinn ættingi með geðklofa - 10-15% líkur
o Ef fjarskyldari ættingi - 3% líkur
o Ef eineggja tvíburi - 50% líkur
Hvernig tengist geðrofssjúkdómar erfðum?
o Árum saman var leitað að einu geni sem veldur geðklofa en ekkert fannst
o Snýst ekki um eitt stökkbreytt gen heldur mörg
o > 140 mismunandi stökkbreytt gen hafa fundist
o Allir með geðrofssjúkdóm með stökkbreytt gen
o Hver stökkbreyting veldur ekki sjúkdómi heldur eykur áhættuna smávegis
o Þeim mun fleiri stökkbreytt gen, þeim mun meiri hætta á að fá geðrofssjúkdóm
Hverjar eru orsakir geðrofssjúkdóma?
- Samspil margra þátta
- Líffræðilegra (erfðir, sýkingar,heilaskaði ,vandamál á meðgöngu)
- Félagslegra (vera alinn upp í stórborgum vera innflytjandi barn)
- Tilfinningarlegir (áföll, Samskipti, deilur, spenna, miklar kröfur)
- Líkamlegir (neysla, svefnleysi, veikindi)
Hvað er streituviðkæmnismódel?
- Sá sem er með mikla viðkvæmni þolir lítið álag, t.d. einhver sem er greindur eða á mörkum að greinast með geðrofssjúkdóm, sefur ekki í 2 daga og fer þá í geðrof, þarf litla streitu
- Sá sem er með enga viðkvæmni þolir mikla streitu
Hvað gerist í heilanum?
- Engin ein einföld skýring
- Samspil margra þátta. Líffræðilegra, Sálrænna og Félagslegra
- Undirliggjandi geðræn viðkvæmni
- Streitu viðkvæmnis módelið
- Of mikið dópamín = geðrof
Hver eru algengustu einkennavíddir í geðklofa
?
- Jákvæð einkenni (positive symptoms)
- Brottfallseinkenni (negative symptoms)
- Vitræn skerðing:
- Tilfinningalegar raskanir
Ein einkennavíddin er jákvæð einkenni geðklofa og undir því má nefna breyting á skynjun, hvað er átt með því?
- Áreiti í umhverfi -> skynfæri nema -> senda skynboð -> heili
- Heilinn á að sía út það sem skiptir máli enn hjá þeim með geðklofa virkar sían ekki.
- Heilinn verður næmari fyrir skynboðum (ofurskynjun), ómerkileg umhverfishljóð fara að trufla, flóðbylgja skilaboða flæðir inn í heilann og einstaklingur á erfitt með að einbeita sér og hugsa skýrt
Hvaða ofskynjanir eru til?
o Heyrnarofskynjanir (algengust)
o Sjónofskynjanir
o Snertiofskynjanir
o Lyktarofskynjanir
o Bragðofskynjanir
Hvað er ofskynjun?
- Róf þar sem við erum með ofurnæmi skynfæra og svo getur orðið rangskynjun og það er árteiti sem maður túlkar rangt (rangskynjun). Síðan ofskynjanir (heilinn býr til eitthvað) og einstaklingi finnst þetta mjög raunverulegt.
Hvað er algengast að heyra í heyrnarofskynjunum?
- Algengast að heyra eina eða fleiri raddir sem:
- Tala beint við viðkomandi
- Tala hver við aðra
- Tjá sig um þann sem heyrir eða hluti/fólk í umhverfinu
- Eru skipandi
- Sjúklingur gerir skýran greinarmun á röddunum og eigin hugsunum. Röddin kemur utan frá
Hvað eru ranghugmyndir?
- Hugmynd sem viðkomandi trúir algjörlega á, en er röng og aðrir í hans samfélagi/ menningarheimi trúa ekki á hana (má ekki passa inn í hans menningarheim, hugmynd sem er röng=
- Ekki hægt að breyta trú viðkomandi á ranghugmyndina með rökum eða sönnunum
- Oft á skjön við það sem fólk flest heldur fram og heyrir undir ”almenna skynsemi” Ath mismunandi menningarheima
- Geta verið mjög skipulegar, í einhverskonar kerfi, skýrar og jafnvel rökréttar. Geta einnig verið mjög órökréttar, ótrúlegar og óskiljanlegar
- Stundum mjög flókin samsæri sem margir taka þátt í. Ekki innsæi í ranghugmyndirnar
Dæmi um ranghugmyndir
Aðsóknar-ranghugmyndir (algengast)
o Samsæri, einhver vill mér eitthvað illt
Tilvísunar-ranghugmyndir
o Fer að lesa skilaboð úr auglýsingum, fréttum
Stórmennsku-ranghugmyndir
o Maður geti bjargað heiminum, stjórnað veðrinu
Trúarlegar ranghugmyndir
o Sé trúboði jesús
Líkamlegar ranghugmyndir
Að manni sé stjórnað
Hvað er átt við ranghugmyndir um að manni sé stjórnað
- Ranghugmyndir um að aðrir stjórni hugsunum manns
- Hugsunum útvarpað (eins og einhver getur hlustað úr tæki á hugsanir mínar)
- Hugsanir settar inn í höfuðið
- Hugsanir teknar úr höfðinu, stolið
- Ranghugmyndir um að vera undir utanaðkomandi stjórn. Stjórnun hugsana, tilfinninga, hvata, vilja, hreyfinga
Einstaklingar með geðrofssjúkdóma upplifa hugsanatruflanir hvað er það?
- Minnkuð geta heilans til að vinna úr upplýsingum og búa til svar/viðbragð
- Þeir missa þessa rökréttu hugsun (orsök og afleiðingar)
- Sjúklingur svarar spurningum út í hött eða samhengislaust
- veður úr einu í annað eða upplifir hugsanarstopp
- Getur verið ómögulegt að skilja sjúkling.
- Áhættumat verður oft lélegt.
HVað er átt við truflaða hegðun í geðrofssjúkdómum?
- Geðrofseinkenni geta leitt af sér breytingar á hegðun sem er þá afleiðing breyttrar hugsunar sjúklings, stjórnast t.d. af ranghugmyndum
- Óróleiki (ég skil ekki hvað er að gerast í kringum sig)
- Árásahneigðar (aðrir ætla að ráðast á mig)
- Sjúklingur dregur sig í hlé situr út í horni)
- Undarlegar hreyfingar t.d. handleggurinn gæti brotnað ef hreyfi mig of hratt“, óþægilegt að hreyfa mig of hratt, gæti misst af einhverju ef hreyfi mig of hratt
- Óviðeigandi hegðun: Klæða sig úr öllum fötunum, pissa á gólf
Hvenær verða geðrofseinkenni að geðrofi?
- Geðrofseinkenni sem hafa mikil truflandi áhrif á virkni og hegðun
- Innsæi í geðrofseinkenni er ekki til staðar
- Oft er miðað við að einkenni þurfa að hafa verið viðvarandi í a.m.k viku til að það teljist alvarlegt geðrof
- Ekki bara oft í eina viku
- Ef einkennin hafa ekki verið samfelld í viku þá má meta hvor þau hafi verið nokkuð viðvarandi í nokkrar vikur til þau teljist alvarleg
Hvað er átt við neikvæð einkenni geðklofa - brottfallseinkenni?
- Þetta er geta sem hefur tapast
- einkenni sem há viðkomandi sem mest
HVer eru dæmi um neikvæð einkenni
- Apathy (Áhugaleysi og tilfinningadoði):
- Gleðileysi. Fá ekki ánægju út úr því sem venjulega veitir ánægju. Missir áhuga á áhugamálum, kynhvöt dofnar
- Skortur á drifkrafti og úthaldi til að framkvæma. Eiga bæði erfitt með að byrja á verkefnum og klára þau
- Persónuleg umhirða verður óbótavant. Hættir að fara í sturtu. Sefur í fötunum og er sömu fötunum allan daginn. Hættir að bursta tennurnar
- Lethargy (Algjör skortur á orku sem getur valdið því að sjúklingurinn er alltof mikið upp í rúmi), ekki bara aleti
- ## Tala minna og stutt svör
Vitræn skerðing er hvað?
- Grunneinkenni sjúkdómsins
- Athyglisbrestur, minnistruflanir og truflun á stýrifærni
- Sumir sjúklingar velta fyrir sér hvort þeir séu með ADHD
- Kemur fram í upphafi sjúkdóms, nær jafnvægi
- Allir sjúklingar í mismiklum mæli
- Þau einkenni sem mest trufla virkni sjúklings
- Misáberandi, greinist oft fyrst við sérstaka prófun
Hvað er átt við breyttar tilfinningar?
o Þunglyndi, sektarkennd, kvíði, hræðsla
o Skapsveiflur
o Sérstaklega í upphafi sjúkdómsins
o Síðar meiri og meiri slæfing tilfinninga
o Óviðeigandi tilfinningar
Hvað felst í breyttri sjálfsmynd hjá þeim með geðklofa?
- Sjálfsmyndin getur raskast, ,,þessi hendi tilheyrir t.d. ekki mér”
Hvernig greinum við geðklofa ?
(DSM-V)
- Tvö eða fleiri einkenni þurfa að vera til staðar í a.m.k. 1 mánuð
o Ranghugmyndir
o Ofskynjanir
o Óreiðukennd hugsun/tal
o Óreiðukennd hegðun eða stjarfi
o Neikvæð einkenni
- Þarf að vera verulegt virknifall síðan veikindu hófust
- Samfelld merki veikinda í amk. mánuð.
Hvernig er sjúkdómsgangur
Forstigseinkenni
- Einkenni sjást oft betur eftir á (kvíði, þunglyndi, einangrun)
- Ungt fókl sem veikist missir tökin á tilverunni smám saman
- Tekur jafnvel nokkur ár, er auðveldara að sjá eftir á
Fyrsta geðrof
- Jákvæð einkenni áberandi (ofskynjanir, ranghugmyndir..)
- Geta verið mallandi einkenni í lengri tíma eða frekar skyndilegt
Sumir fá eitt/fá geðrof
- ná sér kannski að fullu
Langvinnur gangur
- Vitræn skerðing og neikvæð einkenni
- Endurtekin tímabil með geðrofseinkennum
- Jafnvægi næst
- Þurfa langtímameðferð
Hver eru krónísk einkenni geðklofa
- Einkennast aðallega af langvinnum hugsanatruflunum og ýmsum neikvæðum einkennum
- Sjúklingur virðist almennt áhugalaus og vantar allan drifkraft og neista
- Félagslega einangraður og sækist ekki eftir félagsskap. Tilbreytingalaust líf
- Tal endurspeglar hugsanafátækt. Segja oft lítið
- Ofskynjanir og ranghugmyndir eru áfram til staðar hjá sumum
- Ranghugmyndir hafa oft tekið á sig ákveðið kerfi sem einstaklingurinn virðist hafa þróað með sér og breytist lítið með tíma. Getur verið hamlandi félagslega t.d. erfitt að fara út úr húsi ef viðkomandi er með aðsóknarkennd
Hversu margir með geðklofa hafa ekki innsæi í ástandið sitt?
- um 50%
- Þetta getur gert meðferð erfiða og getur leitt til nauðungarmeðferðar (að meðhöndla sjúkling nauðugan gerir samvinnu erfiða og er ekki góður grundvöllur meðferðasambands)
Hvað er innsæisleysi?
- Skortur á sjúkdómasinnsæi er grunneinkenni í geðklofasjúkdómi
- afhverju ætti ég að leita mér hjálpar ef ég er ekki veikur? (nenni ekki að mæta í meðferð, lyf haf aukaverkanir)
- Trúin/sannfæringin um að vera ekki veikur viðhelst þrátt fyrir að allt bendi á annað
- Órökréttar útskýringar algengar - „Mig langar bara ekki að gera neitt lengur“
Hversu margir með geðklofa fylgja ekki lyfjameðferð og hvaða afleiðingar hefur það í för með sér?
- 50-75% fylgja ekki lyfjameðferð
- Afleiðingar:
o Þeim versnar x5 oftar
o Fleiri sjálfræðissviptingar
o Lengri innlagnir
o Geðrofseinkenni ganga hægar tilbaka
Hvernig tengist kanabis og geðrof?
- Endurtekin (>10 skipti) notkun kannabisefna hjá unglingum eða ungum fullorðnum er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrofi og þróun geðklofa snemma á fullorðins árum
- Meiri notkun þýðir meiri áhætta
- Um helmingur þeirra sem fær geðrof af völdum kannabis greinist síðar með geðklofa. Hærri áhætta en hjá öðrum vímuefnum
Áhættuhlutfall á að greinast með geðklofa hjá þeim sem nota kannabis er oftast á bilinu
- 2-4x
- Meiri notkun þýðir meiri áhætta og lítil notkun lítil áhætta