Hjúkrun einstaklinga með átraskanir - 18.11 Flashcards
Hvað er lystastol (anorexia nervosa) samkvæmt APA?
- Að neita að viðhalda þyngd eða fara yfir eðlilega þyngd miðað við aldur og hæð
- Þyngdarmissir (15% undir eðlilegri þyngd)
- Ótti við að þyngjast eða verða feitur þrátt fyrir undirþyngd
- Brengluð eða afneitun á líkamsvitund (þyngd og lögun)
- Tíðarstopp (seinustu 3 mánuði)
Hver eru frekari einkenni anorexiu?
o Undirþyngd, BMI undir 20
o Ótti við mat, t.d. kolvetni og fitu
o Forðast kjötmeti
o Einhæft fæði
o Ofurupptekin af mat – elda en borða ekki
o Þráhyggja tengd mat og útliti
o Þyngdarhræðsla
o Áráttukennd brennsla
o Losunarlyf notuð
o Kvíði, depurð
o Skortur á innsæi
o Pirringur, einbeitingaskortur, reiði, vonleysi
o Metnaðarleysi, skömm, einangrun, kulvísi, svimi
o Meltingartruflanir – hægðatregða
o Tíðarstopp, beinþynning, bjúgur,
o Hægur hjartsláttur og óregla, lágur blóðþrýstingur, óeðlilegur blóðhagur
o Sýru-basa og saltójafnvægi
o Þurrkur
o Krampi
o Fíngerð líkamshár
Hvað þýðir svelti - losunarhegðun?
- Borða of lítið miðað við þörf
- Hreyfing tengd næringu
- Ójafnvægi á næringarinntekt
- Velja létt fæði
- Þráhyggja tengd matarvali
- Sama fæði
- Sama tímasetning
- Framköllun á uppköst
- Ofhreyfing
- Sókn í:
o Hægðalyf
o Þvagræsilyf
o Megrunartöflur
o Sterar
o Eiturlyf
Hvað er lotugræðgi (bulemia) samkvæmt APA
- Regluleg áköst (1-2x í viku í 3 mánuði)
- Hegðun sem kemur í veg fyrir þyngdaraukningu eins og uppköst, hægðalyf, þvagræsilyf, stólpípa, þrálátar æfingar
- Ofurupptekni af útliti og þyngd
- Borða meira magn en eðlilegt er á stuttum tíma
- Stjórnleysi þegar borðað er ( tilfinning um að geta ekki stoppað eða stýrt því sem er borðað
Hver eru frekari einkenni bulimiu?
o Þyngdarhræðsla
o Kvíði og depurð
o Þráhyggja
o Ranghugmyndir um mat
o Stækkun á munnvatnskirtlum
o Eyðing á glerungi tanna
o Magaónot
o Lækkun á kalíum og þá slappleiki, óreglulegur hjartsláttur og lágur bþ.
Það eru 6-7% meiri líkur að þú fáir búlemíu ef þú ert með
o Áfallastreituröskun
o Neyslusögu
o Andfélagslega röskun
Hvað eru átköst?
o Mikill matur innbirgður á stuttum tíma (nokkur þúsund hitaeiningar)
o Missa stjórn (áætlun um uppköst)
o Nærast í leyni
o Nokkrum sinnum í viku-10 sinnum á dag
o Ójafnvægi á næringarinntekt
Ofátssjúkdómur hefur verið tengdur við?
Alvarlegt þunglyndi, ofsakvíða, bulimiu, persónuleikaröskun
Hvað er ofátssjúkdómur?
o Borðað of mikið í einu miðað við þörf
o Tíðni misjöfn
o Ofát í leyni
o Skömm fylgir
o Framkalla ekki losun eða annað
Hver er algengi ofátssjúkdóma og hverjir þeirra eru í yfirþyngd?
o Algengi er 2-4%
o 19-40% þeirra eru í yfirþyngd
Hvað er ARFIT?
- Hjá ungum einstaklingum (börnum)
- Matar eða næringarvandi (áhugaleysi, forðun vegna áferðar, áhyggjur af afleiðingu þess að borða), skortur á að ná æskilegum næringastatus og/eða orkuþörf
- Börn þroskast ekki eðlilega, eru lágvaxin og grönn og eiga eriftt með félagsleg samskipti
Hvað eru hliðargreiningar átröskunar eða afleiðingar átrsöskunar?
o Depurð eða þunglyndi (50-75%)
o Þráhyggja hjá þeim með anorexiu 25%
o Kvíði
o Samskiptavandi (einstaklingurinn breytist persónulega, gengur til baka)
o Áfallaröskun
o Persónuleika vandi
o Fíknivandi
Hver er tíðni átröskunar meiru hjá kk eða kvk?
- Stelpur eru í meirihluta
Það eru kerfi í heilanum sem hafa áhrif á mat hver eru það ?
- Sjálfstjórnunarkerfið: samþættir neysluhegðun gagnvart mat við lífið í heild
- Sældarstöðin: mótar umbun tengda fæðu
- Samvægisstöðin: temprar öflun og eyðslu orkuforða
Við ónóga næringu verður skerðing á ?
o Félagslegum vitsmunum
o Tilfinningalegri temprun
o Tilfinningalegri tjáningu
o Ákvarðanatöku
o Sveigjanleika
o Áætlanagerð
o Áráttu- og endurtekningahegðun
o Sterk tilfinningaleg viðbrögð
o Forðun og/eða hvatvísi í hegðun
Hverjar eru ástæður átraskana?
Samverkandi líffræðilegra, sálrænna og menninga þátta hafa áhrif á byrjun og þróun átröskunarhegðunar
Ásamt því hafa erfðir, þroski, persónuleiki, fjölskylda, félagslíf og menning áhrif
Ef að eineggja tvíburi fær átröskun er hinn í hversu mikilli hættu að fá líka átröskun? en hjá systkinum?
o Eineggja tvíburar eru í 52% hættu að báðir fái átröskun ef annar fær
o 11% líkur hjá systkinum
Hvað gerist líffræðilega hjá einstaklingum með átröskuun?
- Svengdarstjórnun í undirstúku er önnur hjá fólki með átröskun
- Serotonin lækkar við minnkaða matarlyst, aukna skammtastærð og vanlíðan
- Noradrenalín og dópamín minnkar
- Minnkun á gráa massa í fremri heilaberki hefur áhrif á alvarleika anorexiu
Hver eru sálrænir þættir átröskunar?
Almenn sálræn einkenni, ósveiganleiki, rútínuhegðun, nákvæmni
Geta einkenni haldið æafram eftir bata?
Já , Einkenni halda stundum áfram eftir bata eins og fullkomleiki, nákvæmni, reglufesta, forðun, aðhald og stýring
Hvaða þættir eru taldi hafa áhrif á þróun átröskunar?
Tíska, aðskilnaður, árekstrar, óvirkni, hjálparleysi, erfiðleikar að tjá sig og að meðhöndla erfiðar tilfinningar eða ótti við að þroskast
Hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á þróun átröskunar
Foreldrar sem ekki eru góð fyrirmynd
- Leggja ofuráherslu á hreyfingu/íþróttir, grannt útlit
- Fordæma fólk í yfirþyngd
- Sleppa máltíð, borða óreglulega
Konur með bulemiu hafa oft reynslu af tengslaleysi, búið við fíknivanda, sjálfsvígstilraunir
Kynferðislegt áreiti er í 20-50% tilfella
EF rúnaður líkami er norm er ólíklegra að átröskun þróist
Grannur líkami lofaður
Hvaða menningarþættir geta haft áhrif á átröskun?
o Tíska
o Grannur líkami tengt því að vera „klár“
o Þrýstingur um:
o Megrun
o Hreyfingu
o Þyngd
o Útlit
Fólk sem er með anorexíu er það sjálft að leita sér hjálpar?
Nei vanalega aðstandendur
- Fólkið er í afneitun
- Sækja sjaldnast í hjálp
- Reiði fylgir út í þá sem leita hjálpar (fara í andstöðu)
Hvernig greinum við átröskun?
- Tökum sögu, núverandis töðu, einkenni og áhrif á líf einstakling
- Skoðum þróun sjúkdóms og helsufar áður
- Skoðum þroskasögu, félagssögu og tengsl
- SKoðum líðan andlega og likamlega
- svefn
- átköst, uppköst
- æfingar - tiðni og hvenær
- lyf
- vaxtarsaga
- Þyngdarstjórnun – vigtun
- Líkamsvitund
- Fjölskyldusaga – veikindi – ættarsaga
- Búseta
- Skólaganga – atvinna
- Félagstengsl
- Uppeldi, áföll, aðskilnaður
- Annar vandi
- Áhrif vanda á skólagöngu, vinnu eða félagstengsl
- Sjálfsskaði
- Mataræði síðustu 1-2 vikur
- Viðhorf til mataræðis og þyngfar
- Áhyggjur af þyngd og útliti
- Þyngd, hæð
- Blóðþrýstingur, púls
- Húð, þurrkur, útbrot
- Blæðingarsaga
- Mataræði – áður og núverandi
- Óskafæði, bannlisti
- Matarhegðun, við matarborðið eða í einrúmi
- Jórtra eða skyrpa mat
- Óskaþyngd
- Neysla
- Meðferð áður
Þurfum að líka að meta eigin hugsanir og viðhorf okkar til þyngdar afhverju?
- Af því að við þurfum að sjá hvernig við horfum á þetta sjálf
- erum við góður stuðningur
- Hvaða álit hef ég á þyngd fólks
- Hver er eðlileg þyngd eða útlit að minu mati
- Hvað þýðir undiþyngd
- er eg of þung eða hef ég áhyggjur á minni
- Eru hugsanir mínar um mat og þyngd hindrun í að geta hjálpa fólki með átröskun
Hvert er markmið meðferðar við átröskun?
- Koma á heilbrigði matarmynstri og jafnvægi á líkamlega og andlega líðan tengda þyngd og næringarinntekt
- Að átröskunareinkenni hverfi
- Að breyta því hvernig maður sér hugmyndir um næringu, þyngd og líkamsvitund
- geta skipulagt máltíðir sem eru í jafnvægi
- hreyfs sig eðlilega óáhð næringarinntekt og líkamssástandi
- Upplifa jákvæð samskipti við fjölskyldu og sýna þroska í átt að sjálfstæði
Hvernig hjálpum við skjólstæðingum að takast á við átröskun?
- Gerum þetta í samráði við skjólstæðingu, vinnum með honum
- Vinnum einnig með foreldra um stuðning við skjólstæðing við máltíðir, tilfininngar og fl
- ef fólk er inniliggjandi er meira eftirlit og þá miðum við 1kg á viku þyngdaraukning
Hvað eru NANDA greiningar er hægt að nota við átröskun
o Kvíði
o Brengluð líkamsvitund
o Ójafnvægi á næringarinntekt miðað við þörf
o Vanmáttur
o Viðvarandi lágt sjálfsmat
o Sjálfsvígshugsanir
Hvernig virkar einstaklingshæfða mefðerð?
- Fjölskyldan kemur með einstaklinginn
- greiningarviðtöl
- stuðings og viljaviðtöl
- máltíðarstuðningur (þurfum að fá foreldrana með í þetta)
-tengslavinna - umhverfisþjálfun
- samfella í meðferð
- passa að hætta ekki í meðferð fyrr en bati er 100% komin þurfum að passa vel samfellu í meðferð
hvernig er fjölskyldumeðferð við átröskun
- einstaklingshæfð meðferð
- fræðslu og stuðningsmeðferð
Hvað gerum við í meðferð
- Leiðrétta matarhegðun
- Þyngdaraukning (ef í undirþyngd)
- Fræðsla
- Skoða jákvæð/neikvæð einkenni vanda
- Markvisst skipulag til breytinga
- Jákvæðir eiginleikar skjólstæðings/fjölskyldu
- Auka almenna virkni – athafnir daglegs lífs
- Æfingar leyfðar miðað við þyngd og aukið við ef vel gengur
Hvað er máltíðarstuðningur?
- Matur er meðalið
- FJöldi máltíða og tímamörk (3 máltíðir og milli mál um morgun og kaffitími)
- Vikurleg þyngdaraukning
- stuðningur á og eftir máltíð og/eða eftirlit með mat
- Farið yfir máltiðir með fjölskyldu, val innan eðlilegs ramma
- Vigtanir fara fram á deild ekki heima
- stuðningur foreldra á máltíð
-hlýleg viðmót foreldra
-setja ský mörkk - veita hvatnignu
Hver eru fyrstu skref í meðferð á göngudeild?
- Foreldrar eru alltaf þáttakendur, þurfum að efla traust við þá og stundum þarf að vinna með vilja þeirra
- Efla vilja skjólstæðings
- Samstarf við aðstandendur
- Stuðningur við að stoppa þyngdarmissi
- Gera samning um þyngdaraukningu (0,5-1kg á viku)
- Ef ekki tekst á mánuði -> dagdeild -> innlögn
Hvernig skoðum við jákvæðar eða neikvæðar breytingar og hvað sjáum við hjá einstaklingum varðandi framtíðina
- Ástæður þess að breyta eða breyta ekki
- hvað er jákvætt við að breyta og hvað er neikvætt við að breyta
- hvernig hefur núverandi heilsufarsástand áhrif á lífsgæði (líkamlega, andlega, félagslega, samskipti, menntun)
- hvað er hjálplegt í bataferlinu og hvað ekki
- hvða er jákvætt við að fasta,kasta upp eða fá átkast
- hvernig hjálpar það þér að takast a´við tilfinningar
- hvað kemur athöfn afsta
- hvernig er tilfinningin eftir á
Hver eru algeng vandamæal í meðferð?
- Matarinntekt (Erfiðleikar við að matast nægjanlega, „Ósiðir“ við matarborðið, Ofnotkun af ýmsum toga (krydd, koffein, tyggjó o.fl.))
- Uppköst
- Of mikil þyngdaraukning
- Of lítil þyngdaraukning
- Æfingar
- „Splitting“
- Gagnyfirfærsla (vonleysi og reiði á meðal starfsfólks)
Hvernig notum við HAM við átrsökunum?
- Hjálpa henni/honum að koma auga á óraunhæfar hugsanir/hugmyndir og að vinna með rangar hugsanir um líkamsútlit, þyngd og mat
- Undanfari þess að borða lítið eða mikið
- Hugsanir, tilfinningar, viðhorf tendar því að borða lítið eða mikið
- Tengsl milli hugsana, tilfinninga og viðhorfa og því að stýra mataræði
- Afleiðing þess að borða lítið eða mikið
Hvað eru dæmi um spurningar er hægt að spyrja út frá HAM?
- Hvaða þýðingu hefur það að bæta við einu kg?
- Þegar þú þyngdist einu sinni um 1/2kg, hvað gerðist þá?
- Hversu líklegt er að annað gerist núna?
- Hvaða hugsun styður þá hugsun?
- Hvað gerist ef þú borðar sætindi?
- Hvernig leið þér þegar þú léttist
- Hvað er mikilvægast í lífinu?
- Hvernig veistu hvað hún/hann var að meina?
- Skoða óraunsæi að baki matarhegðun- viðbrögðum
Hvað er villjameðferð (MET)?
- Að nota hvatningu til þess að aðstoða einstaklinginn við að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu
- Lögð áhersla á að þvinga ekki fram breytingar heldur gera breytingar eftirsóknarverðar
- Aðalatriðið að byggja upp traust meðferðarsamband við sjúkling og búa til sameiginleg markmið
Hvernig er stig breytinga í MET
Foríhugunarstig (pre-contemplation)
o Innsæi í eigið ástand er lítið – ekkert vandamál
Íhugunarstig (contemplation)
o Innsæi í eigið ástand er til staðar en vilji til að breyta ekki – gæti verið vandi
Undirbúningsstig (preparation)
o Áhugi á að breyta er til staðar – en ekki alveg strax! – sjá að það er vandi sem þarf að takast á við
Framkvæmdarstig (action)
o Vilji til breytinga núna – tekin skref
Viðhaldsstig (maintainance)
o Vilji til að viðhalda breytingum – hegðun orðin að reglu
Hverjar eru fimm reglur í hvatningasamtali?
- Sýna hluttekningu t.d. með virkri hlustun
- Skoða misræmi milli hegðunar og markmiða
- Forðast rökræður
- Umbera mótþróa
- Styðja sjálfsáhrif til breytinga
Hvernig notum við hvatningarsamtalið?
o Opnum spurningum
o Hlustun
o Hrósi og viðurkenningu
o Samantekt
Samkvæmt NICE, AED er mikið lagt á hvað?
- Að fjoreldrar/aðstandendur þurfa að hálpa en að þau þurfi líka stuðning. Þau ættu einnig a ðfá stuðning
Að vera aðstandandi einstaklings með átröskun getur haft áhrif á:
- Andlega heilsu, tilfinningaleg viðbrögð og árekstra
- Skömm og sektarkennd
- Skert sjálfsmat
- Andleg heilsa aðstandenda getur aukið átröskunarvanda
- Sterk tilfinningatjáning (gagnrýni, reiði) getur tafið bata
Hvað er talið að unglingum finnst hjálplegt að foreldrar geraÐ
- Matarstuðningur, aukin ábyrgð og hvatning vera hjálpleg
- Kvíði og streita í fjölskyldu, afskiptaleysi og/eða stýring vera óhjálpleg
Afhverju foreldrar með sem þátttakendur?
- betri fjölskylduvirkni
- betri lífsgæði
- minna álag
- minni kvíði og bjargráð
Hvað þurfa aðstandendur að hafa í huga varðandi átröskuna bansins síns?
o Viðhalda fyrri samskiptum við sína vini og fjölskyldu. Ekki gott að setja lífið á pásu til að sinna „björgunarstarfi“
o Tjá tilfinningar
o Hafa pláss fyrir erfiðar tilfinningar
o Hlusta á eigin skynsemi
o Viðhalda fjölskylduhefðum
o Sjá styrk fjölskyldunnar
o Nota virka hlustun
o Hvetja og hrósa
o Viðhalda fjölskyldureglum
o Taka breytingar í skerfum
o Rökræða ekki um mat og útlit
o Forðast leyndarmál
Hvað getur verið hjálplegt í bataferli einstaklinga með átröskun?
- Getur verið hjálplegt að skipuleggja máltíðir, að gera eitthvað spennandi eftir mat, nota umbun, styrkja það sem minnkar t.d. slökun, samvera, föndur o.fl.
- Þó þyngd sé náð er þörf á stuðningi til að viðhalda henni
Hvað þarf að gera í matsviðtali við foreldra?
- Mynda traust í upphafi
- Hvernig hafa átröskunareinkenni haft áhrif á fjölskylduna og líf unglingsins
- Hvað hefur reynst hjálplegt við að takst á við átröskun eða ekki hjálpleg?
- Hvernig ganga máltíðir og náið þið að vera stuðningur á máltíðum?
- Hver ræður best við stuðninginn?
- Hvernig er samvinna foreldra við stuðninginn?
- Stuðningur áður við ungling?
Hvernig er fjölskyldustuðningurinn/meðferðin við fjölskylduna?
-Vik uleg viðtöl + stundum símtöl á milli
- Viðtölin eru með dóttur/syni og foreldrum
- Í fyrstu skipti (2-10) fjölskyldustuðnings/meðferðar er unnið í að leiðrétta matarhegðun
-n Miðað er við heimilismat, samráð milli foreldra, unglings og fagaðila
- Ef þyngdaraukning milli viðtala er haldið sama matarplani
- Farið í aðferðir foreldra við stuðning á máltíð með eða án dóttur/sonar
- Rædd viðbrögð foreldra á máltíðum eða á milli máltíða með eða án dóttur/sonar
- Jafnvægi í þyngdaraukningu
- Hlutverk foreldra
- Samskipti á heimili
- Tengsl milli foreldra og unglings
- Reglur heimilis
- Stuðningur í fjölskyldu
- Vinatengsl unglings
- Sjálfstæði unglings
- Meta og nefna styrkleika fjölskyldu
- Trú foreldra á bata
Hvaða meðferðaúrræði eru fyrir átröskun?
o Fjölskyldumeðferð/stuðningur
o Hjúkrunar-/sálfræðimeðferð – HAM – hvatningsmeðferð
o Hópmeðferð – unglingur – foreldrar
o Geðlæknismeðferð
o Næringarmeðferð
o Færnimeðferð iðjuþjálfa – skipulag – slökun
o Félagsráðgjöf
o Listmeðferð
o Lyfjameðferð (SSRI)
Hvernig virkar hreyfing í átröskunarbataferli?
- Ef unglingur í alvarlegri undirþyngd þarf að taka út alla hreyfingu
- Þegar þyngd er komin að hluta (5-10kg) er byrjað rólega á æfingum
- Ef þyngdaraukning helst áfram næstu vikur er aukið við hreyfingu
- Ef þyngdaraukning verður ekki þarf að taka hreyfingu út aftur
- Unglingar veit ástæðu þess
Hvernig vinnum við með og breytum óheppilegum viðhorfum?
Við þurfum að skoða hvað er bak við þessi viðhorf og finna öfgakenndu hugsunina, finna aðra og raunhæfari leið til að líta ámálið.
Hver var tilgangur minnisoda sveltirannsóknarinnar?
o Líffræðilegar og sálfræðilegar afleiðingar sveltis
o Langvarandi afleiðingar næringarsnauðs fæðis og gagnsemi í endurnæringu
- vorum að meta sveltu
- til að hjálpa fólki í hungursneyð í endurhæfingu
Hvernig virkaði rannsóknin?
- Fasi: 12 vikna mat á líffræðilegum og sálrænum þáttum, 3.200 kaloríur á dag
- Fasi: 24 vikna svelti, 1.600 kaloríur – kartöflur, rófur, brauð, pasta – ganga 35km á viku, misstu 25% af líkamsþyngd (skipulagt)
- Fasi: 12 vikna endurhæfing með stýrðu mataræði og vítamínum til að meta hvað væri gagnlegt
- Fasi: 8 vikna endurhæfing með óstýrðu mataræði