Hjúkrun einstaklinga með átraskanir - 18.11 Flashcards
Hvað er lystastol (anorexia nervosa) samkvæmt APA?
- Að neita að viðhalda þyngd eða fara yfir eðlilega þyngd miðað við aldur og hæð
- Þyngdarmissir (15% undir eðlilegri þyngd)
- Ótti við að þyngjast eða verða feitur þrátt fyrir undirþyngd
- Brengluð eða afneitun á líkamsvitund (þyngd og lögun)
- Tíðarstopp (seinustu 3 mánuði)
Hver eru frekari einkenni anorexiu?
o Undirþyngd, BMI undir 20
o Ótti við mat, t.d. kolvetni og fitu
o Forðast kjötmeti
o Einhæft fæði
o Ofurupptekin af mat – elda en borða ekki
o Þráhyggja tengd mat og útliti
o Þyngdarhræðsla
o Áráttukennd brennsla
o Losunarlyf notuð
o Kvíði, depurð
o Skortur á innsæi
o Pirringur, einbeitingaskortur, reiði, vonleysi
o Metnaðarleysi, skömm, einangrun, kulvísi, svimi
o Meltingartruflanir – hægðatregða
o Tíðarstopp, beinþynning, bjúgur,
o Hægur hjartsláttur og óregla, lágur blóðþrýstingur, óeðlilegur blóðhagur
o Sýru-basa og saltójafnvægi
o Þurrkur
o Krampi
o Fíngerð líkamshár
Hvað þýðir svelti - losunarhegðun?
- Borða of lítið miðað við þörf
- Hreyfing tengd næringu
- Ójafnvægi á næringarinntekt
- Velja létt fæði
- Þráhyggja tengd matarvali
- Sama fæði
- Sama tímasetning
- Framköllun á uppköst
- Ofhreyfing
- Sókn í:
o Hægðalyf
o Þvagræsilyf
o Megrunartöflur
o Sterar
o Eiturlyf
Hvað er lotugræðgi (bulemia) samkvæmt APA
- Regluleg áköst (1-2x í viku í 3 mánuði)
- Hegðun sem kemur í veg fyrir þyngdaraukningu eins og uppköst, hægðalyf, þvagræsilyf, stólpípa, þrálátar æfingar
- Ofurupptekni af útliti og þyngd
- Borða meira magn en eðlilegt er á stuttum tíma
- Stjórnleysi þegar borðað er ( tilfinning um að geta ekki stoppað eða stýrt því sem er borðað
Hver eru frekari einkenni bulimiu?
o Þyngdarhræðsla
o Kvíði og depurð
o Þráhyggja
o Ranghugmyndir um mat
o Stækkun á munnvatnskirtlum
o Eyðing á glerungi tanna
o Magaónot
o Lækkun á kalíum og þá slappleiki, óreglulegur hjartsláttur og lágur bþ.
Það eru 6-7% meiri líkur að þú fáir búlemíu ef þú ert með
o Áfallastreituröskun
o Neyslusögu
o Andfélagslega röskun
Hvað eru átköst?
o Mikill matur innbirgður á stuttum tíma (nokkur þúsund hitaeiningar)
o Missa stjórn (áætlun um uppköst)
o Nærast í leyni
o Nokkrum sinnum í viku-10 sinnum á dag
o Ójafnvægi á næringarinntekt
Ofátssjúkdómur hefur verið tengdur við?
Alvarlegt þunglyndi, ofsakvíða, bulimiu, persónuleikaröskun
Hvað er ofátssjúkdómur?
o Borðað of mikið í einu miðað við þörf
o Tíðni misjöfn
o Ofát í leyni
o Skömm fylgir
o Framkalla ekki losun eða annað
Hver er algengi ofátssjúkdóma og hverjir þeirra eru í yfirþyngd?
o Algengi er 2-4%
o 19-40% þeirra eru í yfirþyngd
Hvað er ARFIT?
- Hjá ungum einstaklingum (börnum)
- Matar eða næringarvandi (áhugaleysi, forðun vegna áferðar, áhyggjur af afleiðingu þess að borða), skortur á að ná æskilegum næringastatus og/eða orkuþörf
- Börn þroskast ekki eðlilega, eru lágvaxin og grönn og eiga eriftt með félagsleg samskipti
Hvað eru hliðargreiningar átröskunar eða afleiðingar átrsöskunar?
o Depurð eða þunglyndi (50-75%)
o Þráhyggja hjá þeim með anorexiu 25%
o Kvíði
o Samskiptavandi (einstaklingurinn breytist persónulega, gengur til baka)
o Áfallaröskun
o Persónuleika vandi
o Fíknivandi
Hver er tíðni átröskunar meiru hjá kk eða kvk?
- Stelpur eru í meirihluta
Það eru kerfi í heilanum sem hafa áhrif á mat hver eru það ?
- Sjálfstjórnunarkerfið: samþættir neysluhegðun gagnvart mat við lífið í heild
- Sældarstöðin: mótar umbun tengda fæðu
- Samvægisstöðin: temprar öflun og eyðslu orkuforða
Við ónóga næringu verður skerðing á ?
o Félagslegum vitsmunum
o Tilfinningalegri temprun
o Tilfinningalegri tjáningu
o Ákvarðanatöku
o Sveigjanleika
o Áætlanagerð
o Áráttu- og endurtekningahegðun
o Sterk tilfinningaleg viðbrögð
o Forðun og/eða hvatvísi í hegðun
Hverjar eru ástæður átraskana?
Samverkandi líffræðilegra, sálrænna og menninga þátta hafa áhrif á byrjun og þróun átröskunarhegðunar
Ásamt því hafa erfðir, þroski, persónuleiki, fjölskylda, félagslíf og menning áhrif
Ef að eineggja tvíburi fær átröskun er hinn í hversu mikilli hættu að fá líka átröskun? en hjá systkinum?
o Eineggja tvíburar eru í 52% hættu að báðir fái átröskun ef annar fær
o 11% líkur hjá systkinum
Hvað gerist líffræðilega hjá einstaklingum með átröskuun?
- Svengdarstjórnun í undirstúku er önnur hjá fólki með átröskun
- Serotonin lækkar við minnkaða matarlyst, aukna skammtastærð og vanlíðan
- Noradrenalín og dópamín minnkar
- Minnkun á gráa massa í fremri heilaberki hefur áhrif á alvarleika anorexiu
Hver eru sálrænir þættir átröskunar?
Almenn sálræn einkenni, ósveiganleiki, rútínuhegðun, nákvæmni
Geta einkenni haldið æafram eftir bata?
Já , Einkenni halda stundum áfram eftir bata eins og fullkomleiki, nákvæmni, reglufesta, forðun, aðhald og stýring
Hvaða þættir eru taldi hafa áhrif á þróun átröskunar?
Tíska, aðskilnaður, árekstrar, óvirkni, hjálparleysi, erfiðleikar að tjá sig og að meðhöndla erfiðar tilfinningar eða ótti við að þroskast
Hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á þróun átröskunar
Foreldrar sem ekki eru góð fyrirmynd
- Leggja ofuráherslu á hreyfingu/íþróttir, grannt útlit
- Fordæma fólk í yfirþyngd
- Sleppa máltíð, borða óreglulega
Konur með bulemiu hafa oft reynslu af tengslaleysi, búið við fíknivanda, sjálfsvígstilraunir
Kynferðislegt áreiti er í 20-50% tilfella
EF rúnaður líkami er norm er ólíklegra að átröskun þróist
Grannur líkami lofaður