Kvíðaraskanir, OCD og áföll - 23.11 Flashcards
Þegar maður fær kvíða og hræðslu þá geta komið líkamleg einkenni vegna taugakerfis. Hvað gerir sjálfráðataugakerfið og hvað gerir ósjálfráða taugakerfið?
Úttaugakerfið (tengir miðtaugakerfið við líkamann)
- Sjálfráða taugakerfið/hreyfitaugar
- Undir okkar stjórn, viljastýrt
- Hreyfingar á vöðvum
Ósjálfráða taugakerfið
- Ekki undir beinni stjórn
- Stjórn á líffærum
- Spilar stóran sess í kvíða
- T.d. herpingur í maga þegar við verðum kvíðin
Ósjálfráðataugakerfið skiptist í tvennt, í hvað?
Sympatíska à örvandi á líkamsstarfsemi (adrenalín)
- Er ríkjandi þegar líkaminn er tilbúinn undir átök/hreyfingu
- Hjartað slær hraðar, öndum hraðar, finnum f. kvíða þegar það er ofvirkjað
Parasympatíska à slakandi (acetýlkólín)
- Er ríkjandi þegar líkaminn er í ró,
- Erum slök
- Almennt segjum við að bara annað kerfið sé ríkjandi í einu
Þegar sympantíska kerfði er oförvað hvað gerist þá?
- Öll athygli beinist að hættunni þannig það er minnkuð athygli frá sársauka
- Einbeitingaerfiðleikar
- Sjáöldur víkka og maður roðnar
- Vöðvaspenna, skjálfti, eirðarleysi
- Roði og hitatilfinning
- Svitamyndun
- Óþægindi í maga
- aukin hjartsláttur og bþ.
Hvað er kvíði?
- viðbragð við hættu/ógn í umhverfinu
- Nauðsynlegt til að lifa af hættulegu umhverfi
Hvað er eðlilegur kvíði?
- Óljós óþæginlegur ótti
- væg líkamleg einkenni
- engin skýr ógn
- oft aðstæðubundin og kvíðinn fer þegar farið er úr aðstæðum eins og próf
Hvað eru miklar líkur á að greinast einhverntíman með kvíðaröskun?
Nálægt 30%
Hversu mörg % sjúklinga með kvíðaröskun fá ekki meðferð?
40%
Hvað gerir góður kvíði?
- Vekur okkur upp til að framkvæma (ekki lengur hægt að fresta verkefninu)
- Örvar og hvetur okkur áfram
- Heldur okkur að verki (hægt að halda einbeitingu í lengri tíma)
- Forðar því að við lendum í óþarfa hættum eða vandræðum
- Hann er góður þegar hann tekur ekki stjórnina
Hvað er slæmur kvíði?
- Hann tekur upp hugann ekkert annað kemst að
- einbeiting fer
- kraftleysi og kjarkur fer
- þegar hann rænir okkur raunhæfni þannig við miklum allt fyrir okkur og gerum úlfalda úr mýflugu
- Þegar kvíðinn tekur völdin, lamar og varir of lengi
Hvað er sjúklegur kvíði?
- Þegar kvíðinn verður þar alvarlegur að við tölum um sjúkdóm
- Hann er farin að hafa slæm áhrif á fólk
- Kvíðinn er alveg úr samhengi við aðstæður
- Hann varir lengur en aðstæður gefa tilefni til
- Kvíði/ótti sem kemur þrátt fyrir að engar ytri aðstæður gefi tilefni til
- athygli beinist oft að líkamlegu einkennum semgerir kvíðann verri.
Sjúklegur kvíði getur verið erfitt að greina, hvað eru oftast fyrstu kvartanirnar?
- Þær tengjast oft líkamlegu einkennum (áttar sig ekki á samhengi)
- Hann getur verið einkenni í likamlegum sjúkdómum
- algegnur í fráhvörfum vímuefnaneyslu
- alvegnur í þunglyndi og geðklofa
Hvað er almenn kvíðaröskun (GAD)?
- Viðvarandi kvíði sem tengsit ekki ákveðnum aðstæðum
- viðkomandi hefur ekki sjórn á áhyggjum
Hvað þurfa einkenni almennar kvíðaröskunar að vara lengi?
- Einkenni til staðar flesta daga í mánuði (m.v. a.m.k 6 mánuði í DMS V)
- Hamlandi einkenni til staðar eiginlega alla daga í nokkra mánuði, helst hálft ár þar til þetta telst vera sjúkdómur
Almenn kvíðaröskun (GAD) byrjar oft í tengslum við hvað? og hvenær byrjar hún oft?
- Byrjar oft í tengslum við mikið álag
- Miðgildi aldurs við upphaf einkenni er 30ár
- viðvarandi álag viðheldur einkennum
- umhverfisástæður skipta meira máli en erfðir
- þeim mun meirri einkenni því verri horfur
Hversu mörg % eru með almenna kvíðaröskun og er þetta algegnara hjá kk eða kvk
3% með almenna kvíðaröskun, um tvöfalt algengara hjá konum
Hver eru einkenni almennrar kvíðaröskunar?
- Sálræn (kvíðir framtíðinni, léleg einbeiting)
- Spenna, taugatrekktur (eriðarleysi, skjálfti, pirrast auðveldlega)
- svefnerfiðleikar (erfitt að sofna, vakna oft)
- Ósjálfráða taugakerfið (svitna svimi, kviðverkir, oföndun, hraður hjartsláttur)
- depurð og kvíðaköst
- mikið af líkamlegum einkennum oft leitað aðstoðar fyrst vegna þessa
Hvað er einföld fælni
- einkenni svipuð og með almenna kvíðaröskun, ofvirkni í sympantíska
- en fælnin snýst oftast um eitthvað sem gæti raunverulega verið hættulegt en hræðslan er miklu meiri envið mætti búast. ( eins og að hundur bítur mann)
- Kemur bara við ákveðnar aðstæður og viðkomandi forðast að vera útsettur fyrir því sem hann er hræddur við og upplifir einnig fyrirkvíða við að lenda í aðstæðunum
Hversu margir eru með einfalda fælni og hvenær byrjar hún?
- 10% með einfalda fælni sem vandamál
- byrjar á barnsaldri, alvarlegasta fælnin heldur áfram inn í fullorðinsárin.
Hvernig greinum við einfalda fælni?
- Til að greining sé sett þá þarf fælnin að valda vanda t.d. í vinnu, félaglega eða í annari vikni t.d. greining er ekki sett ef að kennari er hræddur við slöngur
- Greining er ekki sett ef annað vandamál orskar fælnina t.d. ef mykfælni er til staðar hjá einhverjum með áfallastreituröskun
- Oftast eru nokkur vandamál til staðar og þá er hægt að vera með nokkrar fælnigreiningar
Hvað er félagsfælni?
- Það að finnast annað fólk vera að horfa á sig og leggja neikvætt mat á sig en vita innst inni að það er ekki sovna (ekki ranghugmynd)
- Hræðsla við félagslegar aðstæður þar sem viðkomandi er í augsýn annarra
- Hræðsla við neikvæðan dóm annarra
- Hræðsla við að gera sig að athlægi (fífli/fólk á eftir að hlægja af mér og gera grín)
- Forðun og fyrirkvíði (veitingarstaðir, skemmtistaðir)
Hversu algeng er félagsfælni og hvenær byrjar hún?
- Frekar algengt eða um 12% fólks einhvern tímann á lífsleiðinni
- Byrjar venjulega á unglingsárum og er miðgildi aldurs greiningar 13 ár
- Lélegt sjálfstraust fylgir oft með
- Geta ekki horft í augun á öðrum
- Veldur oft mikilli fötlun (hætta í skóla, vinnu, búa heima hjá foreldrum)
Hver eru einkenni félagsfælni?
Sömu kvíðaeinkenni, en með áherslu á svitamyndun, roða í andliti, skjálfta, ótti við að kasta upp, þurfa skyndilega á klósetið
Hvað er víðáttufælni?
- Hræðsla við að vera langt að heiman, innilokaður, innan um mikinn mannfjölda eða á opnu svæði eins og Almenningssamgöngur, verslunarmiðstöðvar, leikhús, auðar götur
- Hræðslan byggist á því að þetta eru staðir þar sem ekki auðvelt er að flýja ef kvíðinn kemur
- oft langvinnir sjúkdómar
Hversu algeng er víðáttufælni og hvenær byrjar hún?
- Byrjar oftast rúmlega tvítugt, 80% fá sjúkdóminn fyrir þrítugt
- Algengi: 3% fólks, tvöfalt fleiri konur
Hvernig lýsir víðáttufælni sér?
- Byrjar oft á kvíðakasti t.d. úti í búð à gerist aftur à fyrirkvíði à forðun….
- Forðast aðstæður meira og meira
- Hræðsla við yfirlið og að missa stjórn
- Ofsakvíði og óraunveruleikatilfinnig
-Líð ur betur ef einhver er með, verða mjög háðir öðrum - Ótti við að fá kvíðakast en fá enga hjálp
- Ég verð einn og það mun eh hræðinlegt gerast
- Mikil fötlun -> fara jafnvel ekki út úr húsi
Hvaða aðstæður auka kvíða hjá fólki með víðáttufælni?
- Standa í biðröð úti í búð
- Eiga að mæta einhversstaðar
- Vera “föst” í klippingu
- Vera lengra frá heimilinu
- Það að vera á ákveðnum stöðum í nágrenninu
- Leiðinlegt veður
Hvaða aðstæður draga úr kvíða hjá fólki með víðáttufælni?
- Vera í fylgd maka
- Sitja nálægt dyrunum í kirkjunni, eða á fundinum
- Taka hundinn með eða barnavagninn
- Vera í fylgd vinar eða vinkonu
- Vera með sólgleraugu
Hvað er felmtursörskun (panic disorder)?
- Endurtekin og óvænt kvíðakpst
- Koma fram hratt og ná hámarki á 5-10 mín
- Standa oftast yfir í 20-30 mín (ekki allan daginn)
- engist ekki ákveðnum aðstæðum
- Yfirþyrmandi hræðsla við að eitthvað skelfilegt sé að gerast eins og hjartaáfall, heilablóðfall…
- A.m.k. eitt af ofangreindu þarf að eiga við
- Hræðsla um að fá fleiri ofsakvíðaköst
- Hræðsla um afleiðingar ofsakvíðakasts
- Merkjanleg breyting á hegðun í kjölfar ofsakvíðakasta
Einkenni í kvíðakasti 4 eða fleiri?
–Brjóstverkur eða óþægindi
–Að finna fyrir hjartslætti
–Svitna
–Skjálfti
–Tilfinning um andnauð
–Tilfinning um að vera að kafna
–Ógleði eða kviðverkur
–Óraunveruleikatilfinning
–Tilfinning um að vera að missa stjórn eða vera að sturlast
–Ótti við að deyja
–Dofi
–Kulda eða hitahrollur
Víðáttufælni getur fylgt með
Hver er algengi felmtursröskunar?
- Algengi um 2-4%
- Stök kvíðaköst eða köst tengd ákveðnu álagi eða öðrum geðsjúkdómum er mun algengari og eru um 30% líkur á því að fá kvíðakast einhvern tímann á lífsleiðinni
- Tvöfalt algegnari hjá konum