Einkenni og faraldsfræði þunglyndis - 10.11 Flashcards
Hversu margir rupplifa greiningarskilmerki þunglyndis einhverntímann á ævinni?
15-20%
Hversu margir eru árlega með þunglyndi?
Árlega eru >5% með þunglyndi (>16.000)
Hvort eru karlar eða konur í meiri áhættu á að fá þunglyndi á lífleiðinni?
o 10-25% fyrir konur (mesti áhættutími kvenna er eftir fæðingu)
o 5-12% fyrir karla
Hversu margir eru rétt greindir þá með þunglyndi í fyrstu skoðun?
50%, þunglyndi er vangreind.
Hvað aukar líkurnar á að maður fái þunglyndi?
o Áföll, ættarsaga, fyrri geðlægðir og kvíðahneigð
o Forspárgildi áfalla mest við fyrstu geðlægðir
o Ef ein geðlægðarlota -> 50% líkur á nr 2
o Ef tvær lotur -> 70% líkur á nr 3
o Ef þrjár lotur -> 90% líkur á nr 4
o Lotu telst vera lokið ef greiningarskilmerki eru ekki uppfyllt í 2 mánuði
Hvað gerist ef við veitum enga meðferð á þunglyndi?
- Án meðferðar: 40% áfram með geðlægð eftir 1 ár, 20 % með vægari einkenni, 40% „heilbrigðir“
- Ef það er engin meðferð þá ertu ca. 3-24 mán að ná þér en lang algengast 6-12 mánuðir
- Ef maður veitir meðferð þá gengur þetta yfir á ca 1-3 mánuðum
Hvernig tengjast ættir og þunglyndi
- Endurtekið þunglyndi er 1,5-3x algengara meðal ættingja í fyrsta ættlið á MDD-sjl. (mamma eða pabbi)
- Aukin áhætta á áfengisfíkn í fyrsta ættlið
- Aukin tíðni kvíðaraskana hjá ættingjum
Hvert er eitt helsta einkenni þunglyndis?
Geðleysi. Að finnast það sem manni fannst áður skemmtilegt ekki lengur skemmtilegt.
Hvað þarf maður að hafa mörg einkenni af ICD- 10 til að uppfylla greiningarskilmerki þunglyndis?
Þarft að hafa amk 2 af 3 kjarnaeinkennum sem eru lækkað geðslag, áhugaleysi, orkuleysi. Þú þarft að vera búin að vera með þetta í 2 vikur eða lengur. Að auki þarftu að hafa 2 eða fleiri viðbótareinkenni sem eru
- Sjálfamat lægra en áður
- Svartsýni/vonleysi
- Matarlyst minnkuð/aukin
- Svefnröskun
- Sjálfsvígshugsanir
- Félagsleg einangurn
- Sektarkennd
- Skert einbeyting
- Algert gleði-/áhugaleysi (andhedonia)
- Árvaka (late insomnia)
- Veruleg tregða eða eirðarleysi (psycomotoric ret/agt)
- Depurð mest á morgnana (early depression)
- Veruleg minnkun á kynhvöt (libido)
- Veruleg minnkun á matarlyst (appetite)
- Þyngdartap (>5% á 4 vikum) (weight loss)
Hvernig greinum við þunglyndi?
- Einkenni þurfa að vara í 2 vikur + og þurfa að hafa verulega neikvæð áhrif á virkni fólks
- Síðan flokkum við
- ef einstaklingur er með 2 kjarnaeinkenni og 2 auka einkenni =væg geðlæg
- ef einstaklingur er með 2 af kjarnaeinkennum og 3-4 önnur einkenni= meðaldjúp geðlægð
- ef eintaklingur er með 3 kjarnaeinkenni + 4+ auka = djúp geðlæg
- Þurfum líka að skoða geðrofseinkenni
Hvernig er geðskoðun? dæmi
Útlit og hegðun
o Venjulega klædd, snyrtileg og máluð. Kurteis og til samvinnu. Dálítið óróleg í viðtali, grætur endurtekið
Tal
o Eðlilegt, heldur þræði
Geðslag
o Lýsir mikilli depurð, geðslag greinilega lækkað, tjáning tilfinninga eðlileg
Hugsun
o Uppfull af sjálfsásökunum, vonleysi, ífsleiðahugsanir en engin skýr plön
Skynjun
o Ekkert óeðlilegt kemur fram
Vitræn geta
o Á erfitt með að draga 7 frá 100. Fulláttuð
Innsæi (og dómgreind)
o Telur sig þunglynda en að ekkert sé hægt að gera til að hjálpa sér
Hvað eru algengar mismunagreiningar við þunglyndi?
- Eðlilegar geðslagssveiflur
- Sorgarviðbrögð
- Óljós líkamleg einkenni geta villt læknum sýn: geðslagstruflun sem bein afleiðing lyfja? Vímuefna? Líkamlegir sjúkdómar? Aðrir geðsjúkdómar, öldrunarsjúkdómar, óráð
o Eins og sterar, hjartalyf og fl. geta valið þunglyndi
Hvað er dysthymia (óyndi)?
- Væg, viðvarandi /2ár) depurð sem mætir ekki skilmerkjum þunglyndis
- Skarast við aðra sjúkdóma eins og síþreytu, vefjagigt og aðar geðraskanir
- 10% áhætta á að fá þunglyndislotu (double depression)
- Svarar meðferð almennt verr
Hvað er skammdegisþunglyndi?
- Þunglyndiseinkenni sem fylgja ákveðnum árstíðum
- Algengast að fylgi skammdegi frá hausti og fram á vor
- Ef þú færð þunglyndi á ákveðnum árstíma en ekki öðrum árstíma 2 ár í röð þá telst það sem skammdegisþunglyndi
- Einkenni s.s. löngun í sætindi og aukin svefnþörf
- Hægt að meðhöndla með ljósum (>10.000 lux) ef ekki betri á ca viku er ólíklegt að það virki
Hvenær á meðgöngu eru geðræn vandamál algengust?
Algengari á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu