Einkenni og faraldsfræði þunglyndis - 10.11 Flashcards
Hversu margir rupplifa greiningarskilmerki þunglyndis einhverntímann á ævinni?
15-20%
Hversu margir eru árlega með þunglyndi?
Árlega eru >5% með þunglyndi (>16.000)
Hvort eru karlar eða konur í meiri áhættu á að fá þunglyndi á lífleiðinni?
o 10-25% fyrir konur (mesti áhættutími kvenna er eftir fæðingu)
o 5-12% fyrir karla
Hversu margir eru rétt greindir þá með þunglyndi í fyrstu skoðun?
50%, þunglyndi er vangreind.
Hvað aukar líkurnar á að maður fái þunglyndi?
o Áföll, ættarsaga, fyrri geðlægðir og kvíðahneigð
o Forspárgildi áfalla mest við fyrstu geðlægðir
o Ef ein geðlægðarlota -> 50% líkur á nr 2
o Ef tvær lotur -> 70% líkur á nr 3
o Ef þrjár lotur -> 90% líkur á nr 4
o Lotu telst vera lokið ef greiningarskilmerki eru ekki uppfyllt í 2 mánuði
Hvað gerist ef við veitum enga meðferð á þunglyndi?
- Án meðferðar: 40% áfram með geðlægð eftir 1 ár, 20 % með vægari einkenni, 40% „heilbrigðir“
- Ef það er engin meðferð þá ertu ca. 3-24 mán að ná þér en lang algengast 6-12 mánuðir
- Ef maður veitir meðferð þá gengur þetta yfir á ca 1-3 mánuðum
Hvernig tengjast ættir og þunglyndi
- Endurtekið þunglyndi er 1,5-3x algengara meðal ættingja í fyrsta ættlið á MDD-sjl. (mamma eða pabbi)
- Aukin áhætta á áfengisfíkn í fyrsta ættlið
- Aukin tíðni kvíðaraskana hjá ættingjum
Hvert er eitt helsta einkenni þunglyndis?
Geðleysi. Að finnast það sem manni fannst áður skemmtilegt ekki lengur skemmtilegt.
Hvað þarf maður að hafa mörg einkenni af ICD- 10 til að uppfylla greiningarskilmerki þunglyndis?
Þarft að hafa amk 2 af 3 kjarnaeinkennum sem eru lækkað geðslag, áhugaleysi, orkuleysi. Þú þarft að vera búin að vera með þetta í 2 vikur eða lengur. Að auki þarftu að hafa 2 eða fleiri viðbótareinkenni sem eru
- Sjálfamat lægra en áður
- Svartsýni/vonleysi
- Matarlyst minnkuð/aukin
- Svefnröskun
- Sjálfsvígshugsanir
- Félagsleg einangurn
- Sektarkennd
- Skert einbeyting
- Algert gleði-/áhugaleysi (andhedonia)
- Árvaka (late insomnia)
- Veruleg tregða eða eirðarleysi (psycomotoric ret/agt)
- Depurð mest á morgnana (early depression)
- Veruleg minnkun á kynhvöt (libido)
- Veruleg minnkun á matarlyst (appetite)
- Þyngdartap (>5% á 4 vikum) (weight loss)
Hvernig greinum við þunglyndi?
- Einkenni þurfa að vara í 2 vikur + og þurfa að hafa verulega neikvæð áhrif á virkni fólks
- Síðan flokkum við
- ef einstaklingur er með 2 kjarnaeinkenni og 2 auka einkenni =væg geðlæg
- ef einstaklingur er með 2 af kjarnaeinkennum og 3-4 önnur einkenni= meðaldjúp geðlægð
- ef eintaklingur er með 3 kjarnaeinkenni + 4+ auka = djúp geðlæg
- Þurfum líka að skoða geðrofseinkenni
Hvernig er geðskoðun? dæmi
Útlit og hegðun
o Venjulega klædd, snyrtileg og máluð. Kurteis og til samvinnu. Dálítið óróleg í viðtali, grætur endurtekið
Tal
o Eðlilegt, heldur þræði
Geðslag
o Lýsir mikilli depurð, geðslag greinilega lækkað, tjáning tilfinninga eðlileg
Hugsun
o Uppfull af sjálfsásökunum, vonleysi, ífsleiðahugsanir en engin skýr plön
Skynjun
o Ekkert óeðlilegt kemur fram
Vitræn geta
o Á erfitt með að draga 7 frá 100. Fulláttuð
Innsæi (og dómgreind)
o Telur sig þunglynda en að ekkert sé hægt að gera til að hjálpa sér
Hvað eru algengar mismunagreiningar við þunglyndi?
- Eðlilegar geðslagssveiflur
- Sorgarviðbrögð
- Óljós líkamleg einkenni geta villt læknum sýn: geðslagstruflun sem bein afleiðing lyfja? Vímuefna? Líkamlegir sjúkdómar? Aðrir geðsjúkdómar, öldrunarsjúkdómar, óráð
o Eins og sterar, hjartalyf og fl. geta valið þunglyndi
Hvað er dysthymia (óyndi)?
- Væg, viðvarandi /2ár) depurð sem mætir ekki skilmerkjum þunglyndis
- Skarast við aðra sjúkdóma eins og síþreytu, vefjagigt og aðar geðraskanir
- 10% áhætta á að fá þunglyndislotu (double depression)
- Svarar meðferð almennt verr
Hvað er skammdegisþunglyndi?
- Þunglyndiseinkenni sem fylgja ákveðnum árstíðum
- Algengast að fylgi skammdegi frá hausti og fram á vor
- Ef þú færð þunglyndi á ákveðnum árstíma en ekki öðrum árstíma 2 ár í röð þá telst það sem skammdegisþunglyndi
- Einkenni s.s. löngun í sætindi og aukin svefnþörf
- Hægt að meðhöndla með ljósum (>10.000 lux) ef ekki betri á ca viku er ólíklegt að það virki
Hvenær á meðgöngu eru geðræn vandamál algengust?
Algengari á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu
Eykur meðgönguþunglyndi líkurnar á að þróa með sér þunglyndi eftir fæðingu?
Meðgönguþunglyndi eykur líkur að þú þróir með þér þunglyndi eftir fæðingu sama með ef þú varst með þynglyndi fyrir fæðingu er auknar líkur á að þú þróir með þér fæðingarþunglyndi
Hversu margar mæður upplifa aukinn kvíða ?
20%
Sængurkvennaagrátur (post partum blues) hvað er það?
- Væg depurð, pirringur, mikill gráður, geðsveiflur og ofurviðkvæmni eftir fæðingu
Hversu margar nýbaðara mæður upplifa sængurkvennagrátur?
40-80%
Hversu lengi varir sængurkvennagrátur?
- Varir í 1-2 sólarhringa, í einstaka tilfellum í allt að 2 vikur ( ef alvarlegt eru meiri líkur á fæðingarþunglyndi)
Hvað er fæðingarþunglyndi og hver eru greiningarviðmið þess?
- Langvinn geðlægð í kjölfar barnsburðar
- Greiningarviðmið eru þau sömu og fyrir langvinnt þunglyndi
- MIKILVÆGT AÐ MEÐHÖNDLA TIL AÐ VIÐHALDA TENGSLUM MILLI BARNS OG MÓÐUR
Hversu margar konur upplifa fæðingarþunglyndi eftir barnsburð og hvenær kemur það?
- um 10-15% kvenna
- Felstar veikjast á fyrstu 3 mánuðum eftir fæðingu en alveg áhætta að veikjast til 18 mánuði eftir.
Hverjir eru áhættuþættir fyrir meðgöngu þunglyndi?
- Þunglyndi og/eða á meðgöngu
- Fyrri geðsaga
- Lágt sjálfstraust
- Neikvæðir atburðir í lífinu
- Streita við barnauppeldi
- Streituvaldandi þættir í umhverfi
Hver eru einkenni fæðingarþunglyndis?
Klassísk einkenni
- Reiði, pirringur, grátur, svefnleysi, áhugaleysi gagnvart barni, sektarkennd
Önnur algeng einkenni
- Kvíði, stöðugar áhyggjur, þráhyggja varðandi heilsufar ungabarns, panikkköst
Hverjar eru afleiðingar fæðingarþunglyndis á móður?
o Tengjast barninu sínu ekki eðlilega
o Reykja oftar
o Drekka meira áfengi
o Hætta á langvarandi þunglyndi og sjálfsskaða
Hverjar eru afleiðingar fæðingarþunglyndis á barn?
o Skoðunum ekki fylgt eftir
o Missa úr bólusetningar
o Vaxtarseinkun
o Lægri vitsmunaþroski
Hvernig er meðferð við þunglyndi? (rannsökuð að virki)
- Fyrsta alltaf prófa meðferð með minnsta inngripi sem er HAM (vægt og meðaldjúp þunglyndi virkar vel, kvíða)
- Samtalsmeðferð (væg/meðaldjúp)
- Geðdeyfðarlyf (SSR lyf algengus) (væg-meðal og djúp) = samfellt viðhaldmeðferð með geðdeyfðarlyfi minnkar hættu á djup geðlægð komi aftur
- Alvarlegt þunglyndi þá er hægt að fara í raflækningar
Til eru aðrar meðferðir við þunglyndi sem er líklegt að virki hverjar eru þær?
- Psychoeducation með geðdeyfðarlyfi (Fræðsla, símtöl, greining og ráðgjöf vegna félagslegrar stöðu skv. prótókolli)
- Jónsmessurunni (væg-meðaldjúp geðlægð) er virkari en lyfleysa
- „Non-directive councelling“ (væg-meðaldjúp) er virkara en að vera á biðlista/fá örstutt stuðningssamtöl ein sér í heilsugæslu
- Hreyfing
Hvernig er meðferð þunglyndis með geðrofseinkennum auka?
- Þau svara illa þunglyndislyfjum einum sér (þarf að nota geðrofslyf með, þurfum að prufa það í 10-12 vikur í fullan skammt til að sjá hvort það virkar.
- Bilateral raflækningar virkasta meðferðin
- Ef við ætlum að skipa um þynglyndislyf þá er oft æskilegt að fara yfir í annan lyfjaflokk (SSRI og síðan önnur SSRI og síðan SNRI
Ætti fólk með bipolar að fara á SSRI lyf?
Nei það getur skotið fólki upp í maníu
Þegar við erum að meðhöndla þunglyndi þurfum við alltaf að skoða hvað?
o Meðferð bráðafasa
o Hversu löng meðferð?
o Er ástæða til viðhaldsmeðferðar?
- Lyf, HAM, ECT (raflækningar)
- eru einhver lyf sem áður voru notuð sem hafa skilað árangri
Meðferð við þunglyndi ræðst af hverju?
- Ræðst af sjúkdómsgreiningu
- Aukaverkunum (þyngdaraukning og kyngeta)
- Milliverkunum (t.d. MAO þunglyndislyf)
- Líkamlegt ástand (t.d. hjartasjúkdómar, meðganga)
- Kostnaði (fyrir einstaklinginn/samfélagið)
- Fyrri reynslu sjúklings af notkun lyfja við þunglyndi
- Reynslu náinna ættingja af lyfjameðferðinni ss. Ef þú átt foreldri sem hefur svarað SSRI lyfjameðferð vel þá ertu líklegri til að svara þeirri lyfjameðferð vel líka
Hvað gera serótónín endurupptökublokkar - SSRI lyf?
- Blokka fyrst og fremst endurupptöku serótóníns
- lítil eitrunaráhrif í háum skömmtum
Hvað eru algengar aukaverkanir SSRI lyfja ?
- Velgja, niðurgangur, aukinn kvíði stundum í 4-6 daga, kynlífstruflun, svimi, svitnar meira, svefnröskun
- Mikilvægt að láta vita af kynlífsaukaverkunum því þær FARA EKKI nema þú hættir á lyfjunum
Fyrir hvern eru raflækningar?
- Þunglyndi, örlyndi, geðklofa, katatónía, sjálfsvígshættu
- örugg meðferð fyrir alla aldurshópa,
- Líka hægt að nota þrátt fyrir alvarlega líkamlega sjúkdóma og meðgöngu
- Þolist vel, fáar og vægar aukaverkanir sem ganga yfur
Helstu ábendingar fyrir innlögn á geðdeild vegna þunglyndis?
o Hætta á að skaða sjálfan sig eða aðra
o Ófær um að sjá um sjálfan sig (t.d. nærast)
o Hratt versnandi einkenni þunglyndis