Næring krabbameinssjúklinga - Áróra Flashcards

1
Q

Markmið næringarmeðferðar

A

 Viðhalda eða bæta næringarástand og vöðvamassa
 Stuðla að því að orku- og próteinþörf sé mætt
 Draga úr líkum á meðferðarhléi í krabbameinsmeðferð
 Viðhalda lífsgæðum
 Draga úr næringartengdum aukaverkunum meðferða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Næringarmeðferð
Tekur mið af stöðu sjúklings og markmiði krabbameinsmeðferðar
Hvað er krabbameinssjúklingur?

A
  • Nýgreindur
  • Í virkri meðferð
  • Einkennameðferð til lokastigs sjúkdómsins (líknandi meðferð)
    Skiptir máli fyrir viðeigandi áherslur í næringarmeðferð:
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Næringarmeðferð
Tekur mið af stöðu sjúklings og markmiði krabbameinsmeðferðar
Líknandi meðferð:

A
  • Næringarmeðferð miðar að því að auka lífsgæði sjúklings
  • Viðhalda þrótti, draga úr hungri og þorsta. Sjúklingur borðar það sem vill og getur
  • Meta þarf í hverju tilviki fyrir sig hvort inngrip með næringarstuðningi sé æskilegt
  • Notkun næringardrykkja, sondunæringu og næringu í æð í hverju tilviki fyrir sig út frá lífsgæðum og hagsmunum
    sjúklingsins
  • Mikil áhersla á lífsgæði sjúklings
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Næringarmeðferð
Tekur mið af stöðu sjúklings og markmiði krabbameinsmeðferðar
Lækning/stjórn á krabbameinun:

A
  • Full næringarmeðferð
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Krabbameinstengd vannæring
Katabólískar breytingar hjá krabbameinssjúklingum
-Systemic Inflammation-

A
  • Ekki bara um að ræða orku- og
    próteinskort vegna minnkaðrar
    fæðuinntöku
  • Aukið próteinniðurbrot
  • Aukið fituniðurbrot
  • Aukið insúlínviðnám
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Krabbameinstengd vannæring
Katabólískar breytingar hjá krabbameinssjúklingum - Multimodal Therapy

A
  • Nauðsynlegt að tækla vandamálið
    út frá nokkrum hliðum samhliða:
  • Næringarmeðferð
  • Lyfjameðferð
  • Líkamsþjálfun
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

“Nutrition Impact Symptoms“ - aukaverkanir

A
  • Lystarleysi
  • Kyngingarerfiðleikar
  • Særindi eftir geisla á
    meltingarfærum
  • Fyrirstaða í meltingarvegi
  • Munnsærindi
  • Munnþurrkur
  • Ógleði og uppköst
  • Hægðatregða/Niðurgangur
  • Lyktar- og bragðskynsbreytingar
  • Verkir, kvíði, þunglyndi
  • Þreyta og orkuleysi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

“Nutrition Impact Symptoms

A
  • Næringartengdar aukaverkanir af völdum krabbameinsmeðferða
    eða sjúkdómsins sjálfs.
  • Hafa bein áhrif á næringarástand, hafa áhrif á getuna til að nærast.
  • Nær allir sjúklingar í krabbameinsmeðferð upplifa á einhverjum
    tímapunkti einhverja af þessum erfiðleikum.
  • Í næringarmeðferð krabbameinssjúklinga þarf að skima reglulega
    fyrir þessum einkennum þar sem þau geta gert vart við sig á
    mismunandi tímapunktum í krabbameinsmeðferðinni.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Aðrir möguleikar til viðbótar hefðbundinni
næringarmeðferð?

A
  • Er eitthvað sem getur hjálpað til við að meðhöndla tap á vöðvamassa í krabbameini
  • Leucine, β-hydroxy β-methylbutyrate, glútamín, karnitín, kreatín
  • EPA, DHA
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Næringarmeðferð - Inniliggjandi

A
  • Matar- og vökvaskráning
  • Orku- og próteinbætt fæði
  • Næringarviðbót
  • Orkuríkir millibitar
  • Næringardrykkir
  • Próteindrykkir (Hleðsla/Hámark)
  • Calogen (orkuviðbót)
  • Fræðsla
  • Eftirlit
  • Sonda
  • Næring í æð (samstarf við lyfjafræðinga)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Næringarmeðferð - Göngudeild

A
  • Einstaklingsbundin ráðgjöf
  • Fæðusaga, þyngdarbreytingar, venjur, lystarleysi,
    bragðskynsbreytingar, ógleði, ofnæmi, óþol….
  • Leiðbeina með aðaláherslur í næringu
  • Hjálpa við að taka réttar ákvarðanir, ræða kosti og
    galla annarra leiða
  • Ráðleggja með næringarviðbót – næringardrykkir,
    sækja um niðurgreiðslu til Sjúkratrygginga Ísland
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Mikilvægi próteins fyrir vöðvauppbyggingu

A
  • Mataræði ríkt af plöntupróteinum getur stutt við vöðvauppbyggingu hjá
    krabbameinssjúklingum en það þarf töluvert meira magn próteina til þess að ná að uppfylla þörf fyrir amínósýru
  • Ekki nota sömu ráðleggingar um mataræði og almennt eru
    ráðlagðar fyrir heilbrigða meðan á krabbameinsmeðferð
    stendur, getur verið erfiðara að vinna gegn miklu niðurbroti
  • Próteinþörfin hærri, erfitt að uppfylla á vegan fæði
  • Blanda af próteinum úr dýra og jurtaríkinu stuðlar að betri
    vöðvauppbyggingu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Næring um slöngu

A
  • Nefsonda í maga
  • Tímabundin lausn
  • Samhliða næringu um munn og þegar sjúklingur getur ekki nærst um munn
  • PEG / RIG sonda
  • Sett upp þegar ljóst er að sjúklingur þarf sondunæringu í lengri tíma
  • Oft sett upp í fyrirbyggjandi hætti
  • T.d. Háls-, tungu- og vélindakrabbamein þar sem miklar líkur eru á að sjúklingurinn muni ekki geta
    nærst um munn í einhvern tíma eða til lengri tíma
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Næring í æð

A
  • Notuð þegar sjúklingur getur ekki nærst um meltingarveg
  • Í samráði við lyfjafræðing
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Háskammta lyfjameðferð og stofnfrumumeðferð

A

Fyrst og fremst meðferð við eitilfrumukrabbameini og mergfrumuæxli
Algengar aukaverkanir meðferðar:
* Ógleði
* Uppköst
* Kviðverkir
* Minnkandi matarlyst
* Mucositis (slímhúðarskaði): Miklir verkir og erfiðleikar við að nærast
* Niðurgangur
* Næringarstuðningur mikilvægur þáttur í meðferð
* Nefsonda felur í sér aukna áhættu á sýkingum og blæðingum
* Næringu í æð tímabundinn næringarstuðningur á meðan ástandið er sem verst.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

“nutrition impact symptoms” - Ógleði og/eða uppköst

A
  • Ekki sleppa úr máltíðum
  • Borðaðu oft, lítið í einu og hægt, 6-8 litlar máltíðir á dag.
  • Prófa kaldan mat
  • Prófa þurrt kex og ristað brauð
  • Prófa saltan mat (t.d. tærar súpur og kartöfluflögur)
  • Prófa kalda drykki (t.d. gos, íþróttadrykkir, engiferöl, ávaxtasafar og klakar)
  • Forðast feitan og kryddaðan mat
  • Forðast mjög sykurríkan mat
  • Ef lykt ýtir undir flökurleika, prófa að nota örbylgjuofninn oftar eða forðast eldhúsið á
    meðan eldað er
  • Drekka nóg ef um uppköst er að ræða
17
Q

“nutrition impact symptoms” - kyngingarerfiðleikar

A
  • Borðaðu mjúkan og vökvaríkan mat.
  • Maukaðu, stappaðu eða brytjaðu matinn smátt og notaðu sósur,smjör eða rjóma til að mýkja.
  • Dýfðu þurrum mat í mjólk, súpur, te eða kaffi.
  • Drekktu vel af vökva yfir daginn og drekktu með matnum.
  • Drekktu næringardrykki eða þeytinga.
  • Forðastu mat sem ertir s.s. saltan mat, sterk krydd, súrt t.d. ávaxtasafi, edik og áfengi.
  • Forðastu mjög kalda eða heita drykki/mat.
  • Forðastu gróf og þurr matvæli ásamt hráu grænmeti þ.m.t. ristað brauð, kex og hrökkbrauð.
  • Borðaðu oftar og minna í einu.
  • Ísmolar geta verið gagnlegir til að deyfa munninn
18
Q

“nutrition impact symptoms” - Lystarleysi

A
  • Borðaðu oftar minni máltíðir (á tveggja tíma fresti).
  • Borðaðu eftirlætis matinn þinn.
  • Gott er að elda stærri skammta og eiga afganga, jafnvel frysta, því þegar þú hefur ekki
    orku/löngun til að útbúa mat er gott að eiga tilbúnar máltíðir og snarl við hendina.
  • Veldu orku- og próteinríkan mat.
  • Forðastu að drekka fyrir eða með mat, drekktu frekar vel milli mála.
  • Ef matarlystin er betri á einhverjum tíma dags, nýttu þér það og borðaðu vel þá.
  • Það getur aukið matarlystina að borða með öðrum t.d. fjölskyldu og vinum.
19
Q

“nutrition impact symptoms” - bragðskynsbreytingar

A
  • Notaðu kryddjurtir s.s. basilíku, blóðberg (timjan),oreganó eða rosemary til að
    bragðbæta.
  • Prófaðu bragðsterkan mat s.s sterka osta, beikon eða lauk.
  • Sítrónur eða appelsínur geta örvað munnvatnsframleiðslu og bragðskyn.
  • Prófaðu að bæta sykri eða hunangi í matinn ef hann bragðast of saltur eða súr.
  • Prófaðu að bætta salti, sítrónusafa, ediki eða instant kaffi ef maturinn bragðast of
    sætur.
  • Notaðu ávexti, frosna ávaxtabita, mulinn klaka, sykurlausan brjóstsykur til að örva
    munnvatnsframleiðslu og bragðskyn.
  • Ef málmbragð af rauðu kjöti, notaðu annan próteinríkan mat s.s. fisk, kjúkling og egg.
  • Bragðbættu kjöt, kjúkling eða fisk með því að leggja í kryddlög s.s. ávaxtasafa, edik eða
    sojasósu.