HNE - Jóhanna Flashcards
Acute Rhinitis/ Kvef
Bólga í slímhúð nefsins
Acút eða krónísk
Akút bólga það sem við köllum kvef
Er smitandi fyrstu 2-3 dagana
Helstu einkenni eru nefrennsli, höfuðverkur, bjúgur í nefskeljum og viðkomandi
táras.
Meðferð
Hvíld, næg vökvainntekt, nefdropar/úði, hreynlæti
Leita læknis ef hiti er hár, einkenni vara í tvær vikur eða lengur. Eða ef aðrir verkir
fylgja svo sem eyrnaverkur eða brjóstverkur.
Rhinitis
Langvinnt kvef (Chronisk rhinitis)
Endurteknar sýkingar
Ofnæmi
Stress
Getur verið vegna stækkaðra nefskelja eða sepa í nefi.
Helstu einkenni þrálátt slím úr nefi, höfuðverkur
Meðferð er Lyfjagjöf, s.s nefdropar, sterasprey, fjarlægja sepa úr nefi.
Ofnæmis Rhinitis /Allergic Rhinitis
Ofnæmi fyrir frjókornum, dýrum, ryki
Einkenni kláði í augum, nefrennsi, aukið slím, tár, höfuðverkur
Helsta meðferð er að forðast ofnæmisvalda, fyrirbyggjandi lyfjameðferð
Influenza
Er flokkuð í A,B,C
Hiti í 3-4 daga
Höfuðverkur
Almennur slappleiki
Mikið nefrennsli/stífla
Bólga í skútum
Hjúkrunarmeðferð
Fyrirbyggja ef hægt er t.d. með bólusetningu
Hreinlæti
Verkjastilling
Hitalækkandi
Ríkuleg vökvainntekt
Hvíld
Einangrun á sjúkrahúsi
Bráð skútabólga/ Acute sinusitis
Sýking í skútum
Bráð skútabólga vegna ofnæmis eða veiru sýkinga
Bakteríur geta einnig valdið skútabólgu
Einkenni bakteríu skútabólgu
Kvef, stíflað nef, þrýstingur í skútum, verkir í enni, kinnbeinum, gagnauga, hnakka
og bak við augu.
Hiti
Slappleiki
Hjúkrunar meðferð
Verkjastilling
Bólgueyðandi lyf
Sýklalyf við bakteríu skútabólgu
Úðameðferð
Hitamðeferð
Aukin vökvainntekt
heitirbakstrar
Krónísk Skútabólga af völdum Baktería
Skemmdir í slímhúð skúta eftir endurteknar sýkingar
Helstu einkenni eru þykkt grænt hor í a.m.k. þrjá mánuði, hiti, verkur í andliti og
svimi
Greint með CT eða sýnatöku
Meðferð með sýklalyfjagjöf í 2-3 vikur, skurðaðgerð
Subacute sinusitis
Milli þess að vera bráð og langvinn
Einkennist af stöðugu nefrennsli/hor
Greining myndgreining, CT og sýni
Meðferð með sýklalyfjum, nefdropun, heitum bökstrum og skolun á Sinusum
Skútabólga af völdum sveppa / Noninvasive
fungal sinusitis (staðbundin)
Noninvasive (staðbundin)
Kemur oftast í kjölfar annara sýkinga
Eftir langvinna sýklalyfja meðferð
Hjá ofnæmisbældum
Invasive Fungal sinusitis /
útbreidd skútabólga
Invasive (útbreidd)
Er af völdum Aspergillus eða Mucor svepps
Helstu einkenni eru þrýstingur í höfði, taugaskemmdir, verkir, útstæð augu, bólgur í
andliti, blóðugt hor.
Helstu áhættuhópar eru ónæmisbældir einstaklingar og einstaklingar
með sykursýki
Meðferð innlögn til sýklalyfjagjafar í æð, skurðaðgerð til að hreynsa úr sinusum
FESS
Functional endoscopic sinus surgery
Víkkun á sinus í gegnum holsjá
Skemmdi vefurinn fjarlægður
Gert í léttri svæfingu
Hjúkrun
Post op eftirlit, verkjastilling, hækka undir höfði, ógleði forvörn, tróð í nef, ríkuleg
vökva inntekt, saltvatnsdropar til skolunar í nef.
Taka því róelga í viku eftir aðgerð
Aðgerðir á nefi
Rétting á miðnesi / Septum
Getur verið vegna fæðinga galla, áverka eða að það skekkist með árunum
Nefbrot fractura nasi
Greint með myndgreiningu til að staðfesta legu brots
Hjúkrun á vöknun miðar að verkjastillingu og eftirliti með ABC, oft sett plasthlíf á
nefið til að halda við, verja aðgerða svæði.
Slímhúðarsepar í nefi/ Nasal polyps
Eru skrapaðir í burtu í léttri svæfingu/deyfingu
Nefkirtlataka/ Adenoidectomy
Nefkirtlarinr eru fjarlægðir í gegnum kokið
Er algengast hjá börnum
Meðferð eftir aðgerð felur í sér verkjastillingu, fylgjast með blæðingu.
Blóðnasir
Hjúkruanrmeðferð
Koma í veg fyrir ásvelgingu láta sjúkling sitja uppi og halla sér fram.
Þrýsta á nefið með fingrum/ klípa utanum miðnesið
Kaldur bakstur
Stundum notða tróð með æðaherpandi lyfjum s.s. Cyclocaprone
Biða sjúkling um að snýta sér ekki
Stundum þarf að setja legg/ballon upp í nefið til að stöðva blæðingu
Kæfisvefn/ obstructive sleep apnea
getur verið mild eða þarfnast frekari inngripa.
Helstu einkenni eru miklar hrotur, slitróttur svefn, síþreyta.
Hjúkrunarmeðferð, stuðla að kjörþyngd. Minka áefngisneyslu, hvetja til að liggja á
hliðunum.
Þarfnast stundum skurðagerðar
Kæfisvefnsvél, CiPAP
Hálsbólga
Acute Pharyngitis
Algengasta tegund hálsbólga
Orsakast af veiru sýkingu (70 % tilfella)
Helstu einkenni eru þurrkur í hálsi, særind, erfitt að kyngja, hár hiti
Meðferð. Heitirdrykkir, kæling á háls, gefa vökva og rakameðrferð. Í þeim tilfellum
sem um Streptocokka sýkingu er að ræða er veitt sýklalyfjameðferð
Hálseitlabólga
Tonsillitis
Bólga í eitlum á hásli
Oft af völdum Streptococca
Algengari hjá börnum og einstaklingum með skertar varnir
Helstu einkenni eru bólgnir eitlar, særindi í háls, slappleiki, beinverkir og hár hit
Hjúkrunarmeferð felst í hvíld, ríkulegri vökvainntekt, sýklayfjameðferð,
verkjalyfjagjöf við endurteknar sýkingar er oft framkvæmd hálseitlataka.
Peritonsillar abscess
Graftrarkýli/pollur við eða bakviðð hálskirtil
Myndast út frá sýkingu í hálseitli
Helstu einkenni eru vekir, erfiðleikar við að tala og óþægindi við að kyngja
Hjúkrunarmeðferð felst í sýklalyfjagjöf, oft skorið á kýlið, gefnir heitir drykkir til
verkjastillingar ásamt verkjalyfjagjöf.
Barkabólga/ pharyngitis
Bólga í slímhimnunni sem umlykur barkann. Oft bjúgur á raddböndum.
Orsakir: Kvef, sýkingar í efri öndunarvegi, ofnotkunn á rödd, skyndilegar hitabreytingar,
ertandi efni í andrúmslofti og bakflæði.
Einkenni: Rám rödd eða raddmissir, særindi í hálsi, hósti hjá fullorðnum, oft croup hjá
börnum
Krónísk barkabólga. Einkenni sem vara vikum saman vegna t.d. bakflæðis, reykinga ofl.
Hj.meðferð: Meðhöndla einkenni, vera inni, hvíla röddina, anda að sér gufu, forðast reykingar
og reyk, vökvainntekt, hóstasaft. Til læknis ef einkenni vara lengur en í þrjár vikur
Hálseitlataka
Tonsillectomi
Hálseitlar skrapaðir eða fjarlægðir
Gert í dagdeildarþjónustu á skurðstofu
Hjúkrun eftir aðgerð felst í eftirlit með blæðingu, verkjalyfjagjöf og fræðslu.
Ráðleggja kalda drykki
Mikilvægt að fylgjast með ABC
Forðast áreynslu
Hafa hærra undir höfði
Fræða um eðlilega fylgikvilla svo sem hættu á blæðingu
Krabbamein í Barka
lgengara hjá körlum en konum.
firleitt fólk yfir 60 ára.
Einkenni; Fer eftir stærð og staðsetningu. Hæsi og raddbreyting í meira en 3
vikur, Viðvarandi særindi og bólga í hálsi í meira en 6 vikur, hnútur á hálsi.
Áhættuþættir: Reykingar, misnotkun áfengis, krónísk barkabólga, misnotkun
raddbandanna og fjölskyldusaga.
Dreyfist oft hratt.
Meðferð: Skurðaðgerð Laryngectomy ef geislameðferð eða lyfjameðferð duga
ekki..
Brottnám barkans
Larynectomy
Hluti barkans eða allur barkinn fjarlægður
Hjúkrun eftir aðgerð
ABC fylgjast vel með öndun og SpO2
Hækka undir höfði
Tracheostomia
Huga að næringu
Talkennsla
Sýking í ytra eyra
External otitis
Getur dreyft sér í brjósk og bein
Sveppasýkingar
Óþrif
Helstu einkenni eru kláði í eyra, bólga, skerðing á heyrn og stundum svimi
Helsta meðferð er Sýklalyfjagjöf og almennt hreinlæti
Sýking í miðeyra
otitis media
Er oft fylgikvilli öndunarfæra sýkinga
Helstu einkenni eru skert heyrn, hlustarverkur
hiti, leki úr eyra og rof á hljóðhimnu
Helsta hjúkrunarmeðferð er verkjalyfjagjöf og
sýklalyf
Við endurteknar sýkingar rör í eyru
Kvillar í innra eyra
Æxli á heyrnartaug, er algengara hjá konum en körlum. Mikilvægt að greina
snemma svo það dreyfi sér ekki.
Völundarsvimi / meniere ́s
Vökva og elektrólýtaójafnvægi í innra eyra
Helstu einkenni er svimi, ógleði, suð og skert heyrn
Hjúkrunarmeðferð felst helst í því að veita góðan stuðning við sjúkling. Draga úr
áreyti, minka streitu og stuðla að góðri hvíld.