Blóð og blóðsjúkdómar - Guðbjörg Flashcards
Hvað eru margir lítrar af blóði í líkamanum?
5 lítrar
hvað er plasma?
plasma er blóðvökvinn, í honum eru storkuprótein og sermi
hvað er í sermi?
hormón, sölt, mótefni og fleira
Blóðfrumur
Rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur
Beinmergur
Framleiðsla blóðkorna hjá fullorðnu fólki fer að mestu leyti fram í mergnum
Eitt af stærstu líffærum líkamans eða um 4 – 5% af heildarþyngd
Í honum eru “eyjar” af rauðum blóðkornaríkum merg og svo fita.
Stromal hluti mergsins er sá hluti sem ekki tekur beinan þátt í blóðkornaframleiðslunni, fita er megin uppistaða stroma.
Stroma er engu að síður mjög mikilvægur hluti mergsins þar sem þar fram framleiðsla margra hvatanna sem hafa áhrif á þroska frumanna
Sjúkdómar tengdir blóðinu - rauð blóðkorn
of mikið magn hemoglobins í blóði
anemía
sjúkdómar tengdir blóðinu - blóðflögur
Thrombocytosis
Thrombocytopenia
Sjúkdómar tengdir blóðinu - hvít blóðkorn
hvítblæði
eitilfrumukrabbamein
mergæxli
Rauð blóðkorn
Erythorcyte
Rauð blóðkorn eru með kjarna þegar þau eru í mergnum, missa kjarna sinn þegar þau þroskast og tengjast hemoglobini
Reticulocytar (netfrumur) eru ung rauð blóðkorn
Endast í ca 4 mánuði í blóðrásinni
Eytt í milta og lifur
Hemoglobin er endurnýtt í líkamanum
hemoglobin
Hemoglobin flytur súrefni
Það er úr 4 globin keðjum og hver keðja inniheldur heme hóp sem inniheldur járn
Heme bindur súrefni
Erythropoetin
Er hormón sem myndast að megninu til í nýrum
Erythropoetin hormónið stýrir framleiðslu rauðra blóðkorna
Erythropoietin er líka til sem lyf
Rannsóknir - mælingar - hemoglobin (hgb) - konur
115-165 g/l
Rannsóknir - mælingar - hemoglobin (hgb) - karlar
130-180 g/l
Rannsóknir - mælingar - hematocrit
0,39-0,50 L/L
Rannsóknir - mælingar - MCV
80-97 fL
Rannsóknir - mælingar - MCHC
318-358 g/L
Rannsóknir - mælingar - RWD
12,5 - 16,7
Rannsóknir - mælingar - netfrumur
28-90 * 10E9/L
Polycythemia
Getur verið primer eða secunder
Polycythemia vera (primer )Einkenni : Blóðtappar í slagæðum, Kláði, Þvagsýrugikt, Stækkun á lifur og milta, Mæði, Slappleiki, Höfuðverkur
Rannsóknir, : Hátt hgb og hct – Lágt se -epo, lágt ferritín og járn
Hátt hemoglobin af öðrum orsökum - súrefnisskortur
Lungnasjúkdómar
Þunnt loft
Truflun í starfsemi hemoglobins
Hátt hemoglobin af öðrum orsökum - of framleiðsla erythropoietins
Nýrnasjúkdómar
Testosterone Notkun
hátt hemoglobin af öðrum orsökum - þurrkur
hækkað kreatinin
klínísk merki um þurrk
Anemía - blóðleysi - orsök
Blæðing (lágt hgb, eðlilegt mcv)
Blóðleysi vegna krónískra sjúkdóma (mcv og mchc eðlilegt)
Járnskortur (mcv lágt)
-Algengasta orsök blóðleysis
-Mæla ferritin, járn og járnbindigetu
B12 eða fólinsýruskortur (mcv hátt)
-Mæla B12 og fólínsýru
Hemolysis
-Aukið niðurbrot rauðra korna
-Blóðrannsóknir sýna
—Hækkun á bilirubin
—Hátt LDH
—Fjölgun netfruma
Krónískir sjúkdómar
-Gigt
-Nýrnabilun
Fjölskyldusaga
- Gallar í hemoglobinini, rauðum kornum eytt of hratt
Lyf
-Gigtarlyf
-Sýklalyf
Anemía - einkeni
Slappleiki
Svimi
Lækkaður Blóðþrýstingur
Hraður Hjartsláttur
Brjóstverkur
Gula
Fölvi
Hjá hverjum er Thalassemia algengastur
hjá fólki frá Miðjarðarhafslöndum, en er einnig algeng hjá fólki frá Asíu
Hjúkrun sjúklinga í anemíu
Ákvarða ástæðu anemíu
Blóðhlutagjafir
- Leiðbeiningar um blóðhlutagjafir
- Handbók blóðbankans
Kenna orkusparandi lifnaðarhætti
Fræðsla
Lyfjagjafir
- Járn, fólinsýra, B12
- Erythropoietin
Blóðhlutar sem gefnir eru
rauðkornaþykkni
blóðflögur
ferskt frosið plasma
(kuldabotnfall)
(heilblóð)
Undirbúningur blóðgjafar
- Læknir fyrirskipar blóðhlutagjöf
- Blóðprufur teknar (fyrir rauðkornaþykkni), sendar ásamt beiðni í blóðbanka
2.1 Hér er oft góður tími til að fræða sjúkling um væntanlega blóðgjöf - Blóð unnið í blóðbanka
3.1 BAS próf, BKS próf og x próf - Blóðið er flutt í hús, geymt í sérstökum kæli
- Tveir hjúkrunarfræðingar bera saman upplýsingar á blóðpoka og fylgiseðlum
6, Upplýsingar á blóðpoka bornar saman við upplýsingar sjúklings - Upplýsingar á blóðhluta skannað og armband sjúklings skannað
Blóðhluti gefinn
- Staðfest að upplýsingar á blóðhlutapoka séu réttar
- Lífsmörk tekin fyrir blóðhlutagjöf
- Fræðsla til sjúklings mikilvæg, staðfestið að sjúklingur hafi meðtekið fyrri fræðslu
- Blóðhlutinn látinn renna hægt fyrstu mínúturnar
- Lífsmörk tekin aftur eftir 15 mínútur, ef allt í lagi má herða á inngjöf
- Blóðhlutainngjöf má ekki taka lengur en 4 klukkustundir vegna aukinnar sýkingarhættu eftir það
- Lífsmörk tekin aftur eftir blóðhlutagjöf
- Leiðbeiningar á vef Blóðbankans
Almenna reglan við blóðhlutainngjafir
Almenna reglan er sú að ekki má bæta inngjafarlausnum eða lyfjum í blóð
Almenna reglan er sú að ekki má bæta inngjafarlausnum eða lyfjum í blóð og er ástæða þess eftirfarandi:
Sum lyf geta valdið “hemólýsu” vegna hás pH gildis eða mikils styrks jóna.
Séu lyf gefin með blóðhlutum en blóðhlutainngjöf hætt af einhverjum ástæðum, næst ekki að gefa rétt magn viðkomandi lyfs.
Séu lyf gefin með blóðhlutum getur reynst örðugt að ákvarða orsakir aukaverkana sem upp kunna að koma.
Glúkósa lausn getur valdið samloðun rauðra blóðkorna.
Í sérstökum tilfellum má láta ísótónískt NaCl ætlað til inngjafa renna í sama æðalegg.
Gjöf rauðkornaþykknis - inngjafasett
Nota skal inngjafasett sem sérstaklega eru ætluð til blóðhlutagjafar með 170-200 μ síu
Gjöf rauðkornaþykknis - Blóðhitarar
Við mikla blóðinngjöf á stuttum tíma er æskilegt að nota blóðhitara. Einnig er ráðlagt að nota blóðhitara hjá einstaklingum sem hafa kuldamótefni í blóði
Gjöf rauðkornaþykknis - inngjafarpumpur (teljarar)
Inngjafarpumpan þarf að vera vottuð frá framleiðanda að hún sé ætluð fyrir blóðhlutagjafir. Fyrir flestar gerðir inngjafarpumpa eru til sérstök blóðhlutagjafarsett með 170–200 μ síu
Gjöf rauðkornaþykknis - Þrýstipumpur
Einungis má nota þrýstipumpur sem hafa þrýstimæli og á þrýstingur ekki að fara yfir 300 mm Hg. Þrýstingur þarf að vera jafn yfir allan blóðhlutapokann í einu þar sem ójafn þrýstingur getur valdið leka í einingunni.
Gjöf blóðflöguþykknis - inngjafasett
Nota skal inngjafasett sem sérstaklega eru ætluð til blóðhlutagjafar með 170-200 μ síu
Gjöf blóðflöguþykknis - Blóðhitara
Ekki er talið æskilegt að nota blóðhitara við gjöf blóðflöguþykknis
Gjöf blóðflöguþykknis - inngjafarpumpur
Ekki er talið æskilegt að nota inngjafarpumpur við gjöf blóðflöguþykknis