Munnsjúkdómar - Gerður Flashcards
Hvenær kemur fyrsta og síðasta barnatönnin?
vanalega við 6 mán aldur og síðasta við 2,5 árs aldur
Hvenær byrjum við að fá fullorðinsframtennur
vid 6 ára aldur
hvneær fáum við jaxla?
fá 6 ára jasla og svo 12 ára jaxla en flestir fá ekki endajaxlana fyrr en um 20 ára
hvað erum við með margar tennur?
32
hvar eru tennurnar? og hvernig nærast þær?
Tennur sitja í kjálkanum og nærast af æðum og taugum
Periodontium
þýðir vefir í kringum tönn, það samanstendur af:
1) Gingivu
2) periodontal ligamenti
3) cementum
4) Alveolar bein
Aðalhlutverk periodontium er að festa tönn við kjálkabeinið og viðhalda yfirborði tyggislímhúðarinnar í munnholinu.
Periodontal ligament- Bandvefsslíður
Alveolar beinið er utan um og tönnin situr svo í bandvefsslíðri ofan í
Tönnin er umlukin bandvefsslíðri, festir hana í beinið
Heilbrigðar tennur og tannhold
Heilbrigt tannhold:
*Þunnt
*Ljósbleikt
*Fellur þétt að tönnum
Tannsýkla - dental plaque
orsakavaldur af mjög mörgum sjúkdómum í munni
- Í tannsýklu eru bakteríur sem mynda ertandi efni:
- A – sýrur
- B – endotoxin
- C – antigen
….. sem leysa upp harðan vef og eyða stoðvef
tannsýkla - ýmislegt
*Plakk þarf að vera í 2 daga á tönnum til að vera sýkt
*Mikilvægt að nota tannþráð
*Annars eigum við í hættu að fá tannholdssjúkdóma og tannskemmdir
*Getum nánast 100% komið í veg fyrir tannholdssjúkdóma og með að bursta og nota tannþráð alla daga og minnkað líkur á tannskemmdum gríðarlega
Tannsteinn
- Tannsýkla sem fær að sitja óáreitt á tönnum safnar í sig kalsíum- og fosfatsöltum úr munnvatni og blóðvökva sem vætlar frá bólgnu holdi. Sýklan „kalkar” og kallast þá tannsteinn
- Tannsteinn myndast aðallega við munnvatnskirtla, á framtönnum í neðri góm 0g buccalt á jöxlum í efri góm
- Ef mikill tannsteinn er á tönnum er erfiðara að þrífa þær og tannholdsbólgur myndast
- Sumir safna meiri tannstein en aðrir en til að koma í veg fyrir það þarf að halda eins hreinu og hægt er
Helstu munnsjúkdómar
*Tannskemmdir- dental caries
*Glerungseyðing
*Tannholdsbólga- gingivitis/periodontitis *Slímhúðarsjúkdómar- diseases of the oral mucosa
áhættuþættir fyrir munnsjúkdóm - í munni eru 2
- plakk (tannsýkla)
- munnvant
áhættuþmættir fyrir munnsjúkdómum - Lífsstíll
- Alkohól
- fæða
- hirða
- reykingar
áhættuþmættir fyrir munnsjúkdómum - félagslegir þættir
- menntun
- tekjur
- kynþáttur
- aldur
- erfðir
áhættuþmættir fyrir munnsjúkdómum - almenn heilsa
- lyf
- sjúkdómar
- ónæmiskerfi
- notkun tannheilsugæslu
Hvað hefur áhrif á myndun tannskemmda?
- Bakteríur - Földi, tegundir, eiginleikar
- Matarræði - Tegund fæðu, hve oft er borðað
- Munnvatn - Munnþurrkur (Sjögrens, lyf, geislun), varnir (flæðið, pH, buffervirkni, antibody)
- Anatomya tanna
- Ónæmiskerfi - Skert eða eðlileg starfsemi
- Flúor notkun
- Lífstíll
Glerungseyðing
- Ysta lag tannarinnar er glerungur og jafnframt harðasti vefur líkamans
- Glerungseyðing stafar af lágu sýrustigi í munni
- Glerungur leysist upp og þynnist
- Efnafræðilegt ferli óháð bakteríum
- Óafturkræf tannskemmd
Sýklar og tannholdsbólga
- Yfir 500 tegundir baktería hafa verið greindar í tannsýklu
- Aðeins fáar þeirra virðast valda sjúkdómi
Hvernig greinum við tannholdsbólgu?
- Roði í tannholdinu (oft rauðblátt)
- Eymsli (td við burstun)
- Blæðing (td við tannburstun)
- Vond lykt úr munninum
- Vont bragð (td á morgnana)
- Tannlos (merki um lokastig)
hvað gerir tannlæknirinn þegar tannholdsbólga er ?
- mælir dýpt poka með sérstökum pokamæli
- tekur röntgenmynd
Hyperplasíur - ofhold
- Annað dæmi um sjúkdóm í tannholdi Sum lyf valda hyperplasiu
- Blóðþrýstingslyf, kalsíumgangalokar (20% fá hyperplasíu) - Nifedipin
- Cyclosporin (líffæraþegar þurfa að taka – 20-30% tíðni hyperplasíu)
- Flogaveikislyf - Phenytoin, Dilatin (50% fá hyperplasíu)
- Meðferð oft erfið.
- Fólk með lífshættulega sjúkdóma
og ómögulegt að gera breytingar á
lyfjum - Reynt að skera og gera auðveldara
aðgengi við þrif
Tannholdsbólga og hjarta- æðasjúkdómar
Hugsanlegt/rannsóknir benda til
- Sýklar berast úr munni í blóð
- Hefur áhrif á æðaveggi og monocyta þar
- Veldur uppsöfnun á LDL í subendotheli og æðaþrengingu Tannholds bakteríur eru líka taldar geta haft áhrif á sléttvöðva
í æðavegg til frekari þrengingar.
- Hjartaáfall
Tannholdsbólga og fyrirburafæðingar og lág fæðingaþyngd
Kenning um að tannhaldsbólga/-sýking sem berst í blóð hafi áhrif á fylgju sem leiðir til fyrirburafæðingar
Tengslin talin vera tengd bólguvökum (PGE2 og TNF-a) Ekki allar rannsóknir sammála um þessi tengls
Tannholdsbólga og sykursýki
- Illa kontróleraðir sjúklingar geta kvartað undan minnkuðu munnvatnsflæði og sviða/bruna tilfinningu í munni og tungu. Munnþurrkur og aukin hætta á sveppasýkingum.
- Sykursjúkir (illa kontróleraðir) er hættara við að fá tannvegsbólgur og verða verr úti en heilbrigðir.
- Rannsóknir benda til að sjúklingar með sykursýki séu í 2-3 sinnum meiri hættu en heilbrigðir að fá tannvegsbólgur. Meiri hætta með aldri og alvarleika sjúkdómsins.
Tannholdsbólga og meðganga
- Á meðgöngu verður aukin viðbrögð gingivu við tannsýklu
- Tennur geta orðið hypermobilar
- Tannholdið getur bólgnað mikið upp og því mjög mikilvægt að hugsa vel um tennurnar
- Minnkar yfirleitt á 9 mánuði meðgöngu þegar hormónaflæðið fer minnkandi
- Granuloma/pregnancy tumor getur myndast á gingivu. Lítur út eins blómkál og getur stundum verið nauðsynlegt að fjarlægja það ef það fer að dreifa sér eða er blæðandi
Slímhúðarbreytingar í munni
*Candidosis- sveppasýking * Lichen planus
* Leukoplakia
*Munnangur *Munnþurrkur- xerostomi
Steppesýking í munni
- Orsök: Candida albicans
- Finnst yfirleitt í munni og er til friðs en ræðst inn í slímhúðina og veldur sýkingu ef breyting verður á örveruflóru munns eða ef ónæmisfræðilegt- eða hormónajafnvægi sjúklings breytist
Orsakir fyrir sveppasýkingu í munni
- Sár í munni
- Illa passandi gervigómar
- Lyfjagjafir
- Sýklalyfjanotkun
- Næringatruflanir
- Illkynja sjúkdómar, s.s. Hodgkins
3 algengustu sveppasýkingar
- Þruska – akut sveppaýking
1. Algengasta form sveppasýkingar hjá nýburum og
langveikum börnum
2. 5% nýfæddra sýkjast, hverfur að sjálfu sér - Gervigómastomatitis (krónísk sveppasýking)
- Leukoplakia (hvít á lit)
1. Kemur oftast út af einhverju sem pirrar slímhúðina (reykingar, skarpar fyllingar o.fl.)
2. Ekki beint sveppasýking heldur kemur oft sveppasýking í leukoplakiuna
hvað er Gervigómastómatitis
- Krónísk sveppasýking
- Rauð og bólgin slímhúð í gómi
- Sveppir lifa og fjölga sér í bilinu milli gervigóms og slímhúðar gómsins
Gervigómastómatitis - orsök
Orsök:
* Illa hirtir gervigómar
* Illa passandi gervigómar
Gervigómastómatitis - ráð
Ráð:
* Betri þrif – 2% klórhexidín og sveppalyf (Diflucan, Nystatin)
* Stundum nauðsynlegt að fóðra gómana
AB mjólk
- Getur verið fyrirbyggjandi fyrir sveppasýkingu
- Drekka Ab mjólk daglega án góms
- Lactobacillus acidophilus hefur góða
áhrif á munnflóruna - Hjálpar til við að koma í veg fyrir Candida sýkingu
Lichen Planus
- Króníst bólguástand í slímhúðum munns
- Orsök ekki vituð – er sjálfnæmisssjúkdómur
- Lichen planus er góðkynja en áhætta á að þróist yfir í illkynja ástand
Lichen Planus - einkenni
Einkenni: Hvít svæði sem renna í hvítar mildar línur, rauður bólginn vefur og mögulega opin sár. Fólk er með brunatilfinningu, verki og óþægindi
Leukoplakia
- Hvít þykkildi
- Allar hvítar skellur í munnholi sem ekki verða greindar sem candida, lichen planus eða aðrir sjúkdómar sem birtast í munni sem hvítar skellur og eru auðgreinanlegir
- 20% tilfella sýna krabbameinsmyndum
- Algengast að leukoplakia í munnbotni verði krabbamein
Munnangur - apthous ulceration
- Grunn sár í munnslímhúð með mikilli bólgu í kring og með gráum sárabotni
- Flokkast sem krónískur bólgusjúkdómur í munnslímhúð
- Eitt sár eða fleiri
- Orsök ókunn
- Erfðaþáttur
- Breyting á ónæmisfræðilegum þáttum líkamans
- Trauma í slímhúð
- Álag
- Fæðuóþol
- Næringarskortur
- Ofnæmisviðbrögð o.fl
Munnangur - apthous ulceration - meðferð
- Engin lækning til – Enda orsök ekki þekkt
- Grær á 10 – 14 dögum
- Lyf:
- Vítamín viðbót,
- Klórhexidín – t.d. Corsodyl
- bólgueyðandi og bakteríuhemjandi
- Staðbundin steranotkun (t.d dermovat)
- Barksterar í alvarlegri tilfellum
- Andolex –deyfingarmunnskol
- lyfseðilsskylt
- deyfir einkenni (notað við munnangri og krabbameini í munni)
Munnþurrkur - xerostomi
- Daglega seyta munnvatnskirtlarnir 1-2 lítrum
- Rennsli munnvatns undir 1 ml/mín telst lítið munnvatn
- Rennsli munnvatns undir 0,7 ml/mín telst Xerostomi
Orsakir munnþurrks
- Öldrun
- Sum lyf (einkenni koma fram eftir 7-14 daga)
- Vítamínskortur
- Streita og þunglyndi
- Sykursýki
- Geislameðferð á andlits- og hálssvæði
- Lyfjameðferð
- Sjögren ́s syndrom
- Áverkar og sjúkdómar í munnvatnskirtlum
Einkenni munnþurrks
- Sviði í munni
- Erfiðleikar við tal, tyggingu og kyngingu
- Við langvarandi munnþurrk fara tennurnar að skemmast hraðar og aukin vandamál skapast í slímhúð munns og tannholds
- Munnholið útsettara fyrir sýkingum
Veirusýkingar í munni
- Herpes simplex
- Coxsackie vírus
- Pamilloma vírus
Herpex simplex
Orsök : Herpes simplex veira af týpu 1 (oftast) eða 2
* Sest að í taugarótum
* Liggur í dvala
* Brýst fram í endurteknum útbrotum í húðfrumum
Actue herpetic gingivostomatitis
Primary herpes er nánast alltaf með einkennum hjá börnum en hjá fullorðnum getur primary sýking verið einkennalus eða með minni einkenni en hjá börnum
Öll gingiva verður rauð, bjúgkennd og bólgin og stundum með hvítri skán
Herpes simplex 1 - Born sýkjast venjulega 6 mánaða til 5 ára
- Munnvatnssmit, t.d. samnýting tannbursta, snuða, leikfanga eða með kossum
- Meðgöngutími 3-5 sólarhringar
- Eftir smit smitar viðkomandi í 3 – 4 vikur
- Hiti oft 39-40 °C, oft upp í viku
- Horfið eftir 10 – 14 daga
- “Það er rosaleg sýking í munninm og barnið neitar að borða”
Herpes labialis
- Frunsa myndast eftir primary sýkingu sem má t.d rekja til:
- sótthita
- streitu
- sólarljóss (sólarlömpum)
- tíðum kvenna
- gelgjuskeiðs
- Litlar blöðrur sem renna saman í eina stóra þorna upp, þurr skán
- Allt að 200 þús. veirur í einni lítilli blöðru
- Herpes veiran getur smitað heila húð, úr verður sár
- Smitar frá byrjun þar til orðið þurrt
Zovir
- Virka efnið er acíklóvír
- Kemur í veg fyrir fjölgun veirunnar
- Hefja meðferð strax og einkenna verður vart því þá takmarkast frunsan við þær frumur sem þegar eru sýktar
Sýklalyfjagjöf fyrir tannlækna heimsókn
- 3 gr. Amoxicillin 1 klst. fyrir tannlækna heimsókn
- Sykursýki aðallega tegund 1
- Ónæmisbæling, t.d. v/sterameðf., ónæmisbælandi lyfja eða HIV-smitaðir
- Eftir geislameðferð á höfði og háls
- Ef t.d. um tannúrdrátt er að ræða hjá þeim sem hafa sögu um sýkingar
- Ef saga er um giktsótt (rheumatic fever)
- Endurplöntun á úrsleginni tönn, hætta á stífkrampa
- Hjartasjúkdómar
- Hjartaþelsbólga
- Gervilokur
- Öldrunarbreytingar á hjartalokum