Hjúkrun sjúklinga með hækkaðan innankúpuþrýsting og með krampa og með mænuáverka- Jóhanna Flashcards
Almennar upplýsingar um innankúðþrýsting
Innankúpuþrýstingur (intracranial pressure, ICP/IKÞ) er sá þrýstingur sem er innan í höfuðkúpunni
út frá innihaldi hennar:
Eðlilegt höfuðkúpuinnihald er.
◦ Heilavefur 78 %
◦ Mænuvökvi (CSF) 10%
◦ Blóð í æðum 12
Monroe – Kellie tilgátan
Segir að rúmmálið innan í höfuðkúpunni verði alltaf að vera það sama (eða nálægt því) vegna þess að höfuðkúpan er ekki teygjanleg. Ef eitthvað eitt af innihaldi höfuðkúpunnar vex verður annað
innihald að minnka til þess að viðhalda sama rúmmáli, annars hækkar innankúpuþrýstingurinn
Innankúpuþrýstingur
1-20 mm Hg = eðlilegur
20-40 mm Hg = veruleg hækkun
> 40 mm Hg = mjög alvarleg hækkun
Þættir sem viðhalda eðlilegum
innankúpuþrýstingi
- Draga úr framleiðslu á heila- og mænuvökva (CSF cerebrospinal fluid)
- Auka upptöku CSF
- Stjórna flæði CSF og hafa hlutfallslega meira magn við mænu
- Minnka blóðmagn í æðum (með þrýstingi á æðar)
Hvað getur valdið hækkun á IKÞ?
- Aukinn massi í heilavef: bjúgur, æxli, blæðing (hematom), abscess
- Aukið rúmmál í heila vegna blóðflæðis: hindrað blóðrennsli frá heila, aukinn þrýstingur í brjóstholi,
súrefnisskortur (hypoxia), slævð öndun vegna svæfingalyfja, eitrun (gas, eitraðar lofttegundir…) - Aukinn mænuvökvi: aukin framleiðsla á CSF, minnkuð upptaka, hindrun á flæði mænuvökva
Hugtök tengd IKÞ (ICP)
- CPP = Cerebral perfusion pressure (markmið >60 mmHg, forðast <50)
- Notað til þess að fylgjast með blóðflæði heilans þegar IKÞ er hækkaður
MAP = Mean arterial blood pressure (slagæðablóðþrýstingur)
ICP = Intra cranial pressure, innankúpuþrýstingur
CPP = MAP – ICP
Blóðflæði heilans - autoregulation
Við aukin IKÞ þrengir að æðum heilans og blóðflæði minnkar
Súrefnisflæði til heilans minnkar þ.a.l.
Slagæðlingar reyna að bregðast við og víkka til þess að tryggja nægilegt blóðflæði og súrefni
Við það getur IKÞ aukist
Horfur
Fer eftir ýmsu. t.d.
GCS við komu
CT mynd
Svörun ljósopa
Aldur
Aðrir áverkar
Hypotension
Hypoxia
Hár hiti
Blæðingar tilhneiging
GCS<8 = 30% deyja og 25% háðir langtíma aðstoð
Fyrstu einkenni hækkandi IKÞ:
- Minnkuð meðvitund
- Höfuðverkur
- Ógleði/uppköst
- Breytingar á ljósopum
- Skyn- og hreyfitap
Seinni einkenni hækkandi IKÞ:
- Versnandi meðvitundarástand
- Aukinn systólískur blóðþrýstingur
- Hægur hjartsláttur (bradycardia)
- Breyting á öndun (hæg öndun, grunn, pásur)
- Hækkun á líkamshita
- Decerbrate/decorticate stelling
Meðferð við hækkuðum IKÞ
- Greining á orsök
- Skurðaðgerð til þess að fjarlægja orsök eða fjarlægja beinplötu
- Lyfjagjafir
- Hyperventilation (gagnast í skamma stund)
- Hækka höfðalag (30-40 gráður) neutral staða á höfði
- Fylgjast náið með IKÞ og CPP
- Viðhalda systólískum blóðþrýstingi 100-160 mm Hg
- Tappa af mænuvökva
- Kæling (hiti gerir horfur verri, eykur secunder heilaskemmdir)
- Svæfing (lækkar ICP með minnkuðum efnaskiptum)
- Minnka vökvagjöf
- Halda sjúklingi rólegum
- Fylgjast með hitastigi sjúklings og kæla jafnvel ef þarf
- Mannitol (osmotiskur diuretic (lasix))
- Decadron (sterar sem geta minnkað bjúg í heila)
- Phenytoin (kemur í veg fyrir krampa)
- Barbiturat (draga úr efnaskiptaþörfum heilans og minnka blóðflæði í heila)
Hjúkrunaraðgerðir o.fl. sem hafa áhrif á IKÞ - Valda hækkun:
◦ Sogun sjúklings
◦ Sjúklingi snúið
◦ Taugaskoðun og líkamlegt mat
◦ Sjálfráðar hreyfingar
◦ Hósti, bað
◦ Rembingur (wc, bekken, uppköst)
◦ Samtal um ástand sjúklings
Hjúkrunaraðgerðir o.fl. sem hafa áhrif á IKÞ - Veldur lækkun:
◦ Hækka höfðalag (30°)
◦ Bæta fráflæði venublóðs (fylgjast með höfuðstöðu, kragi)
◦ Svæfing
◦ kæling
◦ Snerting og nærvera fjölskyldu
◦ Lyfjagjöf
Hjúkrunarmeðferð
Það að gera margt í einu og með stuttu millibili hækkar ennfremur IKÞ
Skráning mikilvæg:
◦ Lífsmörk (BÞ, öndun, púls, SaO2, hiti)
◦ Fylgjast náið með vökvagjöf og útskilnaði
◦ Lyfjagjafir (fylgjast með verkun og aukaverkun
- Soga eftir þörfum (100% O2 fyrir og eftir)
- Hækkun höfðalags, neutral staða á höfði
- Vökvagjöf skv. fyrirmælum
- Koma í veg fyrir að sjúklingur rembist
- Hvíla sjúkling eins lengi og unnt er á milli hjúkrunaraðgerða
- Upplýsa sjúkling um hvað á að fara að gera og hvers vegna
- Leyfa aðstandendum að vera eins mikið hjá sjúklingi og unnt er
- Aðstandendur þurfa líka mikinn tíma og upplýsingar varðandi ástand sjúklings
- Ekki ræða um sjúkling svo hann heyri
Höfuðverkur
- Höfuðverkur
- Tension höfuðverkur /sress
- Migreni
- Cluster höfuðverkur
- Aðrar tegundir af höfuðverk……
Krampar
- Krampi (seizure) er óeðlileg afskautun taugafruma í heilanum
- Kemur í veg fyrir eðlilega starfsemi á meðan krampanum stendur
- Krampi er einkenni en ekki sjúkdómur
- Breytingar eða truflun á starfsemi heilans geta valdið krömpum
- Mismunandi ástæður fyrir krömpum
- Flogaveiki:
skyndileg breyting á starfsemi heilans sem gerist endurtekið (einkenni: röskun á hreyfingu, skynjun, atferli, meðvitundarskerðing)
Helstu hugtök tengd krömpum - Fyrirboði/Aura
Kemur stundum á undan krömpum
Getur varað í mínútur eða klukkustundir
Oft breytingar á skapferli (kvíði, þunglyndi, reiði, þreyta) Sjóntruflanir, dofi, skrítin tilfinning í útlimum, bragð í munni
Getur byrjað klukkustundum eða dögum fyrir krampann
Helstu hugtök tengd krömpum - Ictus
Á við um bráð krampaköst, krampi er sagður vera grand mal þegar sjúklingur missir meðvitund og jafnvel þvag og/eða hægðir
Helstu hugtök tengd krömpum - Tonic
Á við um vöðvasamdrátt sem á sér stað í krampa, oft verður mikil
vöðvaspenna í krampa
Helstu hugtök tengd krömpum - Clonus
Lýsir vöðvaspasma, kippir, kemur oftast á eftir tonic-fasanum
Helstu hugtök tengd krömpum - Post ictal
Ástand sjúklings eftir krampa, breyting á meðvitund, hegðun, atferli