Undirbúnar spurnignar - tímaritsgreinar til stuðnings Flashcards
Getur líkamsmat aukið öryggi hjá sjúklingi sem er með andþyngsli? Rökstyðja
Versnun sjúklinga endurspeglast oftast í lífeðlisfræðilegum einkennum, svo sem breytingu á öndunartíðni, súrefnismettun o.fl. Að taka snemma eftir einkennum getur skipt gríðarlega miklu máli og jafnvel komið í veg fyrir eitthvað hræðilegt. Ýmislegt getur valdið andþyngslum og því er líkamsmat mikilvægt, svo við vitum hvað við erum að kljást við. Ef hjúkrunafræðingar væru meira að nota hlustunarpípur, væri hægt að taka öndunarfæra líkamsmat á einstaklingi með andþyngsli og þá gætum við til dæmis heyrt wheezing sem bendir til að einstaklingurinn sé með astma. Við áreynslu geta sumir einstaklingar átt erfitt með að anda djúpt og verða móðir og margt getur orsakað þetta, eins og til dæmis langvinn lungnateppa (COPD) og aðrir sjúkdómar í öndunarfærum sem er kannski erfitt að finna út. Með líkamsmati á öndunarfærum þá skoðum við fyrst, þreifum svo, bönkum og í lokin hlustum við. Með þessu líkamsmati er margt sem gæti komið fram og gefið okkur vísbendingu um ástæðu andþyngslanna.
Í rannsókn Chua koma fram að hjúkrunafræðingar og sjúkraliðar/hjúkrunanemar (enrolled) nurses höfðu aldrei framkvæmt ,,flókið‘‘ líkamsmat eins og til dæmis líkamsmat á öndunarfærum þó svo þeim hafi verið kennt það í náminu. Hjúkrunarfræðingar hér á landi eru ekki mikið að framkvæma líkamsmat. Ef hjúkrunafræðingar myndu leggja meiri áherslu á það, gæti það líklega komið í veg fyrir versnandi einkenni sjúklinga.
Getur líkamsmat aukið öryggi hjá sjúklingi sem er með háan blóðþrýsting? Rökstyðja
Versnun sjúklinga endurspeglast oftast í lífeðlisfræðilegum einkennum, svo sem breytingu á öndunartíðni, hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnismettun, auk andlegrar líðunar. Oft fara þessi einkenni framhjá fólki eða ekkert er gert í þeim í tæka tíð. Ef mælt er lífsmörk og náð að framkvæma líkamsmat reglulega á vakt getur það gert heilmikið og komið í veg fyrir versnun sjúklingsins. Blóðþrýstingur getur sagt okkur mikið um stöðu sjúklings og einnig líkamsmat á hjarta- og æðakerfi. Sjúklingurinn gæti t.d. verið með hjartagalla, að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru allt þættir sem geta valdið háum blóðþrýstingi og getur líkamsmat hjálpað okkur að finna vandamálið og lausnina. Með líkamsmatinu er skoðað háræðafyllingu, þan á hálsbláæð, þreifað alla púlsa og hlustað eftir frávikum í hjartahljóðum. Þegar skoðað er þan á hálsbláæð eða miðbláæðarþrýsting þá er hægt að meta út frá þeirri niðurstöðu hvað sé hægt að gera næst og reynt að koma í veg fyrir meiri versnun. Að kunna að framkvæma líkamsmat er þess vegna mjög mikilvægt fyrir bæði heilbrigðisstarfsmann og sjúkling.
Getur notkuð hjúkrunafræðinga á hlustunarpípu í líkamsmati eflt öryggi sjúklinga ? Rökstyðja
Já, notkun hjúkrunarfræðinga á hlustunarpípu í líkamsmati getur eflt öryggi sjúklinga verulega þar sem að með henni geta þeir greint td öndunarhljóð, sjúk sem og heilbrigð, garnahljóð og hvort það sé gott rennsli í mikilvægum æðum. Með því að nýta sér hlustunarpípu geta hjúkrunarfræðingar séð hvort sjúklingur sé að batna eða versna. Þau geta tekið eftir versnandi einkennum fyrr og þar af leiðandi tekist á við þau í tæka tíð. Vegna manneklu hefur starf hjúkrunarfræðinga breyst verulega og þeir eru ekki eins mikið í beinu sambandi við sjúklingana og þeir þurfa að vera. Við það ná þeir ekki að framkvæma þau líkamsmöt sem munu gagnast sjúklingi mest og eykur það áhættu sjúklinganna. Samkvæmt grein Chua væri hægt að efla öryggi sjúklinga með því að auka kunnáttu hjúkrunarnema (enrolled nurses) og sjúkraliða við að framkvæma líkamsmat og taka eftir þeim versnandi einkennum sem eru til staðar þar sem að þeir eyða nú meiri tíma með sjúklingunum en hjúkrunarfræðingarnir.