Fyrsta hjálp - skoðun og mat - Áverkar 1 og 2 Flashcards
Hvað er þríhyrningakerfið?
- Vettvangur kannaður
- Frumskoðun
- SJúkrasaga og líkamsskoðun
Hvað erum við að athuga þegar vettvangur er kannaður?
- Öryggi: eigið öryggi (smitvarnir), öryggi annarra
- Hvað gerðist?: Áverkar, veikindi, umhverfisáhrif
- FJöldi / magn: sjúklingar, björgunarmenn, búnaður, forgangsröðun
Hvað erum við að athuga þegar frumskoðun er gerð?
- Blóðrásarkerfið: púls eða merki um öndun , miklar blæðingar
- Öndunarkerfið: Öndunarvegur, öndun
- Taugakerfi: Meðvitund, mögulegir hryggáverkar
Hvað erum við að athuga með sjúkrasögu og líkamsskoðun
- Líkamsskoðun
- Sjúkrasaga
- Lífsmörk
Nákvæm líkamsskoðun - skoðum og þreifum eftir…
Öllu óeðlilegu s.s;
- Aflögunum
- sárum
- breytingum á húðlit
- bólgu
- eymslum
- ,,medic alert’’ merkjum
- lyfjum
- öðru sem skiptir máli
Hvað eru háorkuáverkar? Dæmi
Slíkir áverkar geta verið innvortis og engin sjáanleg einkenni t.d eftir kröftug högg.
- Árekstur bíla á meira en 65 km/klst
- bílvelta
- dauðsfall í sama farþegarými
- aflögun farþegarýmis meira en 30cm
- aflögun ökutækis meira en 50cm
- Sjúklingur fastur í flaki eða tók meira en 20 mín að losa
- Sjúklingur kastast út úr ökutæki
- Bifhjólaslys þar sem hraði er meiri en 30 km/klst
- Fótgangandi verður fyrir ökutæki á meira en 10 km/klst
- Fall úr 4m hæð eða meira
- Fall barns úr tvöfaldri hæð þess eða meira
Meðferð - BROS (hvað þýðir)?
B: Blástursmeðferð, bæta loftskipti, auka súrefnismettun
R: Róa, minnka súrefnisþörf, hægja á hjartslætti
O: O2 - hreint loft, létta öndun
S: Stelling / staða, þægindi sjúklings
Vökvatapslost - áverkar, hver er orsökin og hvernig geta áverkarnir verið?
Áverkar: innvortis- eða útvortisblæðing
Orsök: ójafnvægi, meira út vs inn
Hvað getur gerst þegar vökvatapið er orðið uþ.b. 30-50% ?
Líkaminn gefst upp á að berjast við lostið
Hver er meðferðin við Vökvatapslosti?
- Stöðva vökvatap: beinn þrýstingur á útvortisblæðingu, pelvic binder á innvortis blæðingu
- Bæta fyrir vökvatap: blóð, vökvi (vökvi um munn), storkuhvetjandi lyf
- Aðhlynning á vettvangi: viðhalda líkamshita, fylgjast með LM, gefa næringu/vökva, BROS
Dælubilunarlost - orsök, áverkar, mat og meðferð?
Orsök: Skert geta hjartans til að dæla blóði
Áverkar: högg á brjóstkassa, stunga, raflost
Mat: LM, breytingar á EKG, áverkasaga, líkamsskoðun
Meðferð: Sérhæfð aðstoð, BROS, gefa næringu / vökva
Æðavíkkunarlost - orsök, áverkar, mat og meðferð?
Orsök: aukið rúmmál æðakerfis
Áverkar: mænuáverki
Mat: LM, áverkasaga, líkamsskoðun
Meðferð: Sérhæfð aðstoð, BROS, gefa næringu / vökva
Hver er uppbygging og starfsemi húðarinnar?
Uppbygging: Horn-/leðurhúð - fitulag - bandvefur
Starfsemi: Hitastjórn og sýklavörn
Hvernig virkar sárameðferð á slysstað?
- Stöðva blæðingar: beinn þrýstingur, stasi
- Skoða og hreinsa: hreinsa svæði umhverfis sárið, skola með vatni, skerið eða klippið dauðan vef.
- Umbúðir: Hreinar umbúðir, spelkur(ef þarf)
Hvenær þarf sérhæfða aðstoð?
- blæðing stöðvast ekki
- Sárið er mjög óhreint
- Hinn slasaði er óvarinn fyrir stífkrampa
- Sárið er stærra um sig en hálfur lófi
- Sér í bein, vöðva, eða aðra líkamsvefi
- Andlit, augu eða kynfæri hafa skaðast
- Aðskotahlutur er fastur í sári
- Sárið er bitsár eftir mann eða dýr
- Um skurð, illa útlítandi eða djúp sár er að ræða
Hvað er staðbundin sýking?
- Aukin bólga og roði
- Aukinn verkur og eymsli
- Gröftur og hiti í sári
Hvað er kerfisbundin sýking?
- Staðbundin einkenni
- Hækkaður líkamshiti
- Rauðar eða svartar rákir
Hvernig lýsir yfirborðsbruni sér?
Verkur / sviði og roði
HVernig lýsir hlutþykktarbruni sér?
Verkur / sviði, roði og blöðrur
Hvernig lýsir fullþyktarbruni sér?
Minnkað snertiskyn, hvít, svört og seig húð
Nefndu nokkur dæmi um afleiðingar rafmagnsbruna
- Brunasár
- Hjartsláttartruflanir
- Öndunarstopp / hjartastopp
- Hryggáverkar / mænuáverkar
- Höfuðhögg
- Vöðva-, tauga - og beinskemmdir
Hver er meðferð við brunasári?
- Tafarlaus kæling: nota volgt vatn, 20 mín í kælingu
- Skola og hreinsa: hreint vatn, fjarlægja dauða húð
- Umbúðir og verkjastilling: burn-free grisjur eða vaselín, plastfilma, Sárabindi, verkjalyf, BROS
Hverjir eru áhættuþættir Kals ?
- Föt sem þrengja að blóðrás
- Spelkur og áverkar
- Bein snerting við ís eða málma
- Uppgufun
- Æðaþrengjandi lyf
- Kuldaviðbrögð og ofkæling
- Vindkæling
Hvað er yfirborðs-kal?
- Húð: mjúk, föl eða rauð
- Eðlilegt eða skert snertiskyn
- Hægt að hreyfa húð yfir vefjum
Hvað er djúpt kal?
- Húð: hörð, föl eða blá
- Ekkert snertiskyn
- Ekki hægt að hreyfa liði
Hvað skal gera þegar áverkar verða á augum?
- Skola efni með vatni eða saltlausn (10-20 mín)
- Kæla bruna með vatni (snjóblinda)
- umbúðir: þurrar hreinar umbúðir, glast límt yfir útistandandi augnáverka, gott að hylja bæði augu til að hamla augnhreyfingum
- Allt annað en vatn og saltlausn er bannað!!
Hvað skal gera þegar áverkar verða á tönnum?
- Stöðva blæðingu (grisjur)
- Hreinsa aðeins ef tönn er mjög óhrein)
- Aldrei snerta rótina, grípa up krónuna
- Setja tönn aftur í sætið sitt
- Geymsla: mjólk-saltvatnslausn - (munnvatn)
- GEYMSLA Í VATNI BÖNNUÐ
Hvað skal gera þegar aflimun á sér stað?
- Stöðva blæðingar og búa um sár
- Vefja líkamshlutann í dauðhreinsaðar, rakar umbúðir
- Setja líkamshlutann í poka og halda honum köldum
- Ekki skera af útlim sem hangir á bláþræði
- Verkjastilling
Hvað skal gera þegar áverkar verða á brjóstkassa?
- Stöðva blæðingu
- BROS
- Verkjastilling
- Umbúðir
Hvað skal gera þegar útistandandi líffæri verða?
- Stöðva blæðingu
- EKKI ýta líffærum aftur inn
- Rakar loftþéttar umbúðir
- Beygið hné og mjaðmir ef áverkar leyfa
- Verkjastilling