Stuttar útskýringar / skilgreiningar / ritgerðaspurningar Flashcards
Geri grein fyrir hjartahljóðinu S2 (s.s hvað gerist í hjartanu þegar það heyrist og hvað framkallar hljóðið)
S2 heyrist þegar ósæðarlokur lokast. Það gerist í lok systólu þegar þrýstingurinn í vinstri slegli er orðinn minni en í ósæðinni.
Heyrist best yfir aortic og pulmonic svæðunum.
Gerið grein fyrir hjartahljóðinu S1 (s.s hvað gerist í hjartanu þegar það heyrist og hvað framkallar hljóðið)
S1 heyrist þegar lokur milli gátta og slegla lokast (mitral og tricuspid lokur). Heyrist í byrjun systólu þegar sleglarnir eru að byrja að dragast saman.
Heyrist best yfir Apical svæði.
Greinið frá frískri öndun / öndunarmynstri og hvernig hjúkrunafræðingar meta öndun hjá sjúklingum
ÖT á að vera á bilinu 12-20x/mín, regluleg og áreynslulaus.
Notkun hjálparvöðva á ekki að vera til staðar. Best er að meta öndun með því að skoða, þreifa, banka og hlusta.
Við byrjum á að sjá hvort einstaklingur sé að nota hjálparvöðva, kanna dýpt öndunar og telja öndun. Við teljum þá í 15sek og margföldum með 4. Svo þreifum við eftir eymslum, fyrirferðum, hvort barki sé í miðlínu. Metum þangetu og prófum tactile fremitus (99) sem er titringu frá lungum. Svo bönkum við yfir lungnavef og þá viljum vi ðheyra resonance hljóð. Einnig er hægt að banka þindarbilið. Svo hlustum við á lungnahljóðin. þá viljum við heyra bronchial yfir barkanum, bronchovesicular upp við sternum og vesicular yfir lungavef.
Nefnið a.m.k 4 hlutverk húðarinnar
Stærsta varnarkerfi líkamans.
- Hitastjórnun
- Vökva og elektrólíta jafnvægi
- Kirtlar, útskilnaður
- D-vítamín framleiðsla
- Skynjun
- Einangrun
- Upptaka
- Sjálfsmynd
Útskýrið stuttlega PERRLA
PERRLA stendur fyrir: pupils equal round and reactive to light accomodation.
PERRLA prófið snýst um að skoða ljósopin og augasteininn. Skoða lögun þeirra og samhverfu. Skoða beina og óbeina svörun þeirra við ljósi og svo skoða aðlögun og samleitni með því að biðja sjúkling um að horfa á fingur okkar og svo á eitthvað bakvið okkur og svo láta sjúkling fylgja fingri okkar að nefi þeirra.
Útskýrið tilgang og notkunarmöguleika á bjöllu og þindarhluta hlustunarpípu.
Bjalla (minni): heyrir lágtíðnihljóð og kemur sér því vel þegar hlustað er á æðakerfið, blóðrás og hjartað
Þind (stærri): heyrir hátíðnihljóð og kemur sér vel þegar hlustað er á lungu, kvið og hjartað.
Lýsið tveimur tegundum af því sem kallast ,,frísk’’ lungnahljóð við hlustun
- Bronchovesicular hljóð heyrist yfir berkjunum upp við sternum. þau eru mjúk og heyrast jafnt í inn- og útöndun.
- Vesicular hljóð heyrast yfir lungnavef. Þau eru lág og mjúk og heyrast 2x lengur í útöndun en innöndun
Hvað er systóla?
Hvað er Diastóla?
Hvor þeirra er lengri?
Systóla: Tímabilið þegar sleglarnir eru að dragast saman og dæla blóði út í ósæðina og lungnaæðina.
Diastóla: Tímabilið þegar sleglarnir eru að slaka á og fyllast af blóði. Diastóla er lengri en systóla
Sjúklingur sem þú ert að hjúkra er með háþrýsting og þú þreifar hoppandi radial púls. Hvaða tölu á púlsskalanum myndir þú gefa þessu mati?
Á púlsskalanum er 4+ hoppandi
0 = ekki til staðar
1 = minnkaður styrkur
2 = eðlilegur styrkur
3 = aukinn styrkur
4 = hoppandi púls
þú þrýstir þéttingsfast á ristina á sjúklingi og áætlar að farið sé um 6mm og það tók meira en 1 mín að hverfa, útlimur er bólginn. Hvaða tölu á bjúgskala fær hann?
Hann er 3+ = farið er um 6mm djúpt og meira en 1 mín getur liðið þangað til það hverfur, útlimur er bólginn.
1+ Lítið far eftir fingur (um 2 mm) og hverfur fljótt.
2+ Dýpra far eftur fingur ( um 4 mm) hverfur vengjulega á 10-15 sek.
3+ Farið er um 6 mm djúpt og meira en 1 mín getur liðið þangað til það hverfur, útlimurinn er bólginn.
4+ Farið er mjög djúpt (um 8 mm) og 2-5 mín. Geta liðið þangað til húðin kemst í eðlilegt horf aftur. Útlimurinn er mjög bólginn.
Sjúklingurinn þinn opnar augun sjálfkrafa, fylgir fyrirmælum og er áttaður í samskiptum. Hvað skorar hann á GCS?
Hann skorar 15 á GCS
- mest hægt að fá 15 (vel vakandi) og minnst 3 (meðvitundarlaus)
það er verið að prófa sinaviðbragð hjá sjúklingi og það er skráð sem 1+. Hvernig myndir þú túlka / útskýra þetta sinaviðbragð á matskvarða?
1+ (+) = Vanvirkur
1+ (+) = vanvirkur
2+ (++) = ,,eðlilegur’’
3+ (+++) = Ofvirkur án vöðvakippa
4+ (++++) = Ofvirkur með vöðvakippum
Sjúklingurinn þinn nær að hreyfa útlim móti / gegn þyngdarafli en ekki mótspyrnu. Hvernig myndir þú stiga þennan hreyfistyrk?
3/5 = Hreyfing móti þyngdarafli en ekki gegn mótspyrnu (50%)
0/5 = engin hreyfing vöðva
1/5 = sjáanleg hreyfing en engin hreyfing við liðamót
2/5 = hreyfing við liðamót en ekki móti þyngdarafli
3/5 = hreyfing móti þyngdarafli en ekki gegn mótspyrnu
4/5 = hreyfing gegn mótspyrnu, en þó minna en venjulega
5/5 = eðlilegur styrkur
80 ára kona hefur langa reykingarsögu að baki (40pakkaár). það er sterk ættarsaga frá hjarta, nú mikil hjartsláttaróregla.
Hvaða líkamlegu einkenni sjáum við?
Hvernig er líklegt að útfall hjarta sé hjá sjúklingum með hjartsláttaróreglu ?
Líkamleg einkenni: mæði, bjúgur á fótum, ógleði, þreyta, lág súrefnismettun, æðakölkun, lítill teygjanleiki í æðum
útfall hjarta: minna og óreglulegt
Reykingar valda skemmdum í æðaveggjum og stuðla að of háum blóðfitum, draga úr þoli og auka líkur á myndun blóðtappa. Hjartsláttartruflanir eiga upptök sín við svæðið í hjartavöðvanum sem hefur fengið lítið súrefni.
75 ára karlmaður fór í hjartastopp, endurlífgun var hafin strax. Ber árangur eftir fyrsta stuð.
Hvernig er líklegast að miðbláæðaþrýstingur (JVP) sé eftir þetta ástand?
JVP: æðin væri þanin og mælingin væri hærri en 4cm
4cm eða minna er ,,eðlilegt’’