Krossaspurningar Flashcards
þan á hálsbláæðinni (jugular) segir til um
a) Virkni mitral lokunnar
b) Virkni aorta lokunnar
c) Hægri gáttarþrýsting
d) Vinstri hvolfsþrýsting
c) hægri gáttarþrýsting
þú ættir að finna hvort lifur sé stækkuð á þessu svæði
a) Vinstri neðri fjórðungi
b) Miðepigastric svæði
c) Periumbilical svæði
d) Hægri efri fjórðungi
d) hægri efri fjórðungi
þegar clubbing er metið, er horn á milli naglabeðs og naglar:
a) <60°
b) 100°
c) 160°
d) >180°
d) >180°
Til þess að meta húðhita er best að nota
a) Lófann
b) Þumalputtann
c) Fingurgóma
d) Handarbakið
d) handarbakið
þegar augnbotn er skoðaður sést oft
a) Sjóntaug, æðar og macula
b) Hornhimnan og augasteinn
c) Hornhimnan og lithimnan
d) Sést aldrei neitt
a) sjóntaug, æðar og macula
Botnlangi er staðsettur í
a) Hægri neðri fjórðungi
b) Hægri efri fjórðungi
c) Vinstri neðri fjórðungi
d) Vinstri efri fjórðungi
a) hægri neðri fjórðungi
Í hvaða röð á líkamsskoðun á kviðarholi að fara fram?
a) Bank - skoðun - þreifing - hlustun
b) Skoðun - þreifing - bank - hlustun
c) Skoðun – hlustun – bank – þreifing
d) Hlustun - skoðun - þreifing – bank
c) skoðun - hlustun - bank - þreifing
Ef líkamshiti sjúklings mælist 36,1°klukkan 8:00 að morgni, hvað á hjúkrunafræðingur að gera?
a) Bíða í 15 mín og endurmæla líkamshitann
b) Athuga hvert líkamshitastig sjúklings var í síðustu mælingu
c) Endurtaka mælinguna með öðrum hitamæli
d) Skrá líkamshitann í sjúkraskrá, þar sem hann er innan eðlilegra marka
b) Athuga hvert líkamshitastig sjúklings var í síðustu mælingu
þótt líkamshiti sér örlítið í lægri kantinum að morgni, þá væri best að skoða hvert hitastig (range) sjúklingsins var síðast. Þetta getur veirð í lagi fyrir þennan sjúkling
Hjá hvaða sjúklingum ætti frekar að meta apical púls heldur en radial púls?
a) Hjá sjúklingum í lost ástandi
b) Hjá sjúklingum þar sem hjartsláttur breytist mikið í kjölfar legubreytinga
c) Hjá sjúklingum með hjartsláttaróreglu
d) Hjá sjúklingum sem voru í skurðaðgerð innan 24klst
c) hjá sjúklingum með hjartsláttaróreglu
Hjúkrunargreiningin ófullnægjandi blóðflæði til útlima getur tengst:
a) Hoppandi radial púls
b) Óreglulegur apical púls
c) Carotid púls sem er kröftugri vinstra megin borið saman við hægra megin
d) Ekki þreifanlegir posterior tibial og pedal púlsar
d) ekki þreifanlegir posterior tibial og pedal púlsar
Fyrir hvað stendur VÁSE?
a) Verkur, ástand, saga, einkenni
b) Vakandi, ávarp, sársauki, engin viðbrögð
c) Veisla, áverki, saga, eftirlit
d) Ekkert ofangreint
b) vakandi, ávarp, sársauki, engin viðbrögð
Hvert er hlutfall hjartahnoðs og blásturs í endurlífgun hjá fullorðnum ?
a) 40:2
b) 30:2
c) 15:1
d) 15:2
b) 30:2
Fyrsta mat á slösuðum til að sjá hvort lífsnayðsynlegri starfsemi sé ógnað er:
a) Meðvitund, öndun og blóðrás
b) Öndun, viðbrögð og heilastarfsemi
c) Taugaviðbrögð, öndun og blóðrás
d) Öndun, hjartsláttur og melting
a) meðvitund, öndun og blóðrás
Hvernig er nákvæmast að meta öndun hjá meðvitundarlausum einstaklingi?
a) Horfa á brjóstkassann, hlusta og finna útöndunarloft streyma úr munni sjúklings
b) Leggja höndina á brjóstkassann og þreifa eftir öndunarhreyfingu
c) Tala við sjúklinginn
d) Athuga púls
a) horfa á brjóstkassann, hlusta og finna útöndunarloft streyma úr munni sjúklings
Helstu hjartahljóðin myndast þegar:
a) Hjartalokurnar opnast
b) Hjartalokurnar lokast
c) Blóð hreyfist til í hjartanu
d) Veggir hjartans nuddast saman
b) hjartalokurnar lokast
þegar hjúkrunafræðingur bankar yfir lungnasvæði sjúklings býst hún/hann við heyra:
a) Tympany hljóð
b) Dull hljóð
c) Hyperresonance hljóð
d) Resonance hljóð
d) resonance hljóð
þú tekur á móti 17 ára kvk með öndunarerfiðleika. Hún hefur sögu um astma og segir þér að einkennin núna eru svipuð og þegar hún fékk síðast astmakast. Þegar sjúklingar með astma eru skoðaðir þá veit hjúkrun að:
a) Innöndun er x3 lengri en útöndun
b) Hljóðið sem heyrist við hlustun er rhonchi þar sem efri loftvegur er þrengdur
c) Öndunarhljóð heyrast hærra í innöndun en útöndun
d) Önghljóð (wheezing) heyrist hærra í útöndun en innöndun
d) Önghljóð (weezing) heyrist hærra í útöndun en innöndun
Heilataugar 3,4 og 6 stjórna saman
a) Taugaboðum til vinstri líkamshelmings
b) Augnhreyfingum
c) Tilfinningum í andliti
d) Meðvitundarstigi
b) augnhreyfingum