Neyðarhjálp - Endurlífgun Flashcards
Afleiðingar súrefnisskorts í 0-4 mín?
Heilaskemmdir ólíklegar ef hafin er endurlífgun
Afleiðingar súrefnisskorts í 0-4 mín?
Heilaskemmdir ólíklegar ef hafin er endurlífgun
Afleiðingar súrefnisskorts í 4-6 mín?
Heilaskemmdir mögulegar
Afleiðingar súrefnisskorts í 6-10 mín?
Heilaskemmdir líklegar
Afleiðingar súrefnisskorts í meira en 10 mín?
Alvarlegar heilaskemmdir eða heiladauði vís
Hvernig athugar maður viðbrögð við áreiti hjá sjúklingi ?
Bregst við áreiti: opnar augun, svarar kalli eða vaknar við áreiti
Bregst ekki við áreit: óeðlileg eða engin svörun við áreiti
Hvernig athugar maður öndun?
Leggðu vanga þinn við andlitið:
- Horfðu á hvort brjóstkassinn hreyfist
- Hlustaður eftir öndunarhljóðum
- Finndu hvort viðkomandi andar
notaðu um 10sek í að athuga hvort öndun sé eðlileg
Hvað á að gera ef einstaklingur bregst ekki við?
Hrópa á hjálp og hringja STRAX á 112
Opnaðu öndunarveginn og ath hvort öndun sé eðlileg
Hvernig á að veita endurlífgun?
- Beittu hjartahnoði 30x á hraðanum 100-120 hnoð á mín
- Blástu 2x
- Endurtaka
- EF börn: byrja á að hefja endurlífgun með að blása 5x
Hvernig á að blása?
Opnaðu öndunarvegin, klemmdu fyrir nef og blástu í munn.
Blástu í munn í u.þ.b 1 sek þannig að brjóstkassi lyfstist aðeins
Hvenær má hætta endurlífgun?
- þegar sérhæft björgunarfólk kemur á staðinn / læknir gefur fyrirmæli um það
- einstaklingur kemur aftur til meðvitundar, hreyfir sig, opnar augu og andar eðlilega
- Björgunarmaður örmagnast
Hversu lengi á að endurlífa þegar manneskja hefur lent í ofkælingu?
halda áfram þar til líkamshiti nær 35°
Hvað þarf að vita um hjartarafstuð?
- þau greina hjartslátt af nákvæmni
- Meta þörf fyrir hjartarafstuð
- Koma ekki í stað endurlífgunar
Afhverju að nota hjartarafstuð?
- Við hjartastopp hættir hjartað að dæla blóði
- Oft slær hjartað áfram stjórnlausum takti, þ.e stöðvast ekki alveg
- Hjartastuð getur leiðrétt stjórnlausa takttruflun
- Lífslíkur eru meiri ef endurlífgun er beitt auk hjartarafstuðs, fyrst eftir hjartastopp
Hvað þarf að gera áður en rafskaut eru fest á manneskju? Varúðarráðstafanir
- þurrka svita eða bleytu af brjóstkassa
- Raka hár af loðinni bringu
- Fjarlægja lyfjaplástra
- Setja rafskaut fyrir neðan gangráð, sé hann til staðar
- Halda rafskauti frá skartgripum
Endurlífgun þegar 2 taka þátt
Skiptast á að endurlífa á um 2 mín fresti, kraftur hnoðs skiptir máli
Hvernig er endurlífgun hjá börnum (1 árs og eldri) og ungabörnum (yngri en 1 árs)?
- Blása fyrst 5x, þannig að brjóstkassi rétt lyftist
- Blása um nef OG munn hjá ungabörnum.
- Hnoða síðan 30x og blása 2x
- þrýsta bringubeini niður um 1/3 af þykkt brjóstkassa
Hvernig eiga hendur að vera við endurlífgun á börnum og ungabörnum ?
Börn: flatur lófi yfir brjóstkassa
Ungabörn: 2 puttar á brjóstkassa