Líffæraígræðslur Flashcards

1
Q

Hver er skilgreiningin á ígræðslu?

A
  • Vefur er fluttur af einum stað til annars (t.d. skinn).
  • Líffæri sem er flutt frá einum einstakling (lifnadi eða látnum) til annras.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er einn raunhæfasti kostur til að gera fyrir sjúkling með sjúkdóm á lokastigi?

A

Líffæraígræðslur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Meðferð eftir ígræðslu krefst þess að?

A

Sjúklingur sé virkur og meðferðarheldinn til að árangurinn verði sem bestur. Þar fyrir utan getur ónæmisælandi meðferð eftir ígræðslu verið erfið og ástanf sjúklings getur vernarð samhluða versnun á lífsgæðum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvaða ígræðslur er hægt að gera

A

• Nýru
• Hjarta
• Lungu
• Lifur
• Bris
• Þarma
• Beinmergur
• Langerhans-frumur frá brisi
• Andlit, leg og aðrir líkamspartar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað hafa íslenskir íffæraþegar fengið?

A

• Nýra
• Bris
• Lifur
• Hjarta
• Lunga
• Handleggi
• Án ónæmisbælingar: Augasteinar og beinmergur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hver eru markmið líffæraígræðslu

A

• Bæta líðan
• Auka lífsgæði
• Lífsbjargandi aðgerð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig undirbýr maður líffæraþega fyri aðgerð

A
  • Það eru gerðar rannsóknir sem eru einstaklingsbundnar og háð hvaða líffæri er verið að vinna með. Annars eru þetta basic hæð,þyngd, lífsmörk, blóð og þvagprufur, útskilnaður nýrna, röntgen rannsóknir segulómskoðanir, EKG, áreynslupróf, ómskoðanir, hjartaþræðing og fleira
  • Síðan eru bólusetningar, ætti að bólusetja eins fljótt og hægt er í sjúkdómaferlinu því viðbrögð líffæraþega við bólusetningu er minni en þeirra sem eru ekki á ónæmisbælandi meðferð. Lifandi bóluefni eru alltaf gefin fyrir ígræðslu sé þess hörf.
  • Viðtöl og skoðun.
  • Mat erlendis fyrir hjarta- og lungaígræðslur, stundum fyrir lifrarígræðslur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Mat á sjúklingum fyrir ígræðslu

A
  • eru aðrir meðferðamöguleikar fyrir sjúklinginn?
  • er sjúklingur með aðra sjúkdóma sem geta haft áhrif á mögulega ígræðslu
  • meta þarf hæfni sjúklings til að taka þátt í langtíma meðferð eftir ígræðslu.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvenær getur sjúklingi verið hafnað á líffærabiðlista eftir nýra

A

Stundum er skilunarmeðferð betri kostur þar sem í uppvinnslu getur komið fram t.d. að sjúklingur sé með krabbamein, starfsemi hjartans sé skert eða hann sé með einhverskonar æðasjúkdóma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvenær getur sjúklingi verið hafnað á líffærabiðlista eftir lifur

A

Ef sjúklingur er í virkri neyslu áfengis eða fíkniefna kemur það í veg fyrir að hann sé samþykktur á biðlista eftir lifur ( fylgst með áfengisneyslu með B- peth mælingum)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað þarf sjúklingur stundum að gera áður en hann fer í hjartaígræðslu?

A

Meðan beðið er eftir hjartaígræðslu þar sjúklingur stundum að fá vélræna blóðrásaraðstoð ( td Heart- mate)
Fara í aðgerð til að setja t.d. heart mate fyrir hjartaígræðsluna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað getur gerst ef sjúklingur sem þarf nýtt lunga reykir?

A

Hann er ekki samþykktur á biðlista eftir lungum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvert er hlutverk hjúkrunarfræðins í undirbúningsferlinu?

A

Fræða
Styðja
Skipuleggja og skrá
Eftirlit

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvernig þarf hjúkrunarfræðingur að fræða í undirbúningsferlinu fyrir nýtt líffæri?

A
  • Hann þarf að fræða hvað ígræðsla er
  • Hvaða rannsóknir þarf að gera og hvernig undirbúningurinn er
  • Fræða um mögulegann ávinning/afleiðingar fyrir gjafa/þega
  • að ekki allir geta gefið og ekki allir geta þegið
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvernig þarf hjúkrunarfræðingur að sýna stuðning í undirbúningsferlinu fyrir nýtt líffæri?

A
  • með því að tala um ef það er ekki aðgerð hvaða aðrir kostir eru þá
  • Hafa fjölskylduna með í ferlinu
  • Og t.d. fá á hreint að nýrnagjafar séu tilbúnir að gefa annað nýrað sitt
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvernig þarf hjúkrunarfræðingur að skipuleggja og skrá í undirbúningsferlinu fyrir nýtt líffæri?

A
  • Þurfum að skipuleggja rannsóknir
  • Bóka tíma hjá mismunadi sérfræðingum
  • Halda utan um niðurstöður
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað þarf hjúkrunarfræðingur að hafa í huga þegar biðtíminn er í gangi eftir nýju líffæri?

A

Fylgjast með og styðja gjarfa, þega og fjölskyldur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvernig er biðin eftir líffæri?

A

Oft löng og erfið oft um ár sem fólk er að bíða. Sjúklingur er veikur og oft inná spítalanum og hefur áhyggjur á að deyja áður en líffæri finnst. Þau eru oft vonlaus og dapur. Þau geta ekki ferðast að vild og þurfa alltaf að vera með síma við hlið sér ástamt fylgdamanni ef kallið kemur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvað hvetjum við fólk til að gera á meðan þau bíða eftir líffæri?

A
  • Stunda reglulega líkamsrækt og lifa heilsusamlega
  • Borða vel –> góð næring skiptir máli
  • Fara í reglulegt eftirlit hjá tannnlækni vegna þess að meðferðin getur haft áhrif á tannholdið.
  • Fara eftir fyrirmælum t.d. vegna lyfjatöku og annara meðferða.
  • Mæta í reglubundið eftirlit og lifa og njóta
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hverjir geta verið líffæragjafar?

A

Geta bæði verið látinn líffaragjafi og lifandi
- Allir á ísl eru sjálfkrafa líffæragjafar, þeir sem eru andvígir því að gefa líffæri eftir að þeir deyja þurfa að skrá það sérstaklega

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hversvegna er fólk að gefa líffæri (lifandi)

A
  • Fólki finnst erfitt að horfa uppá veikindi náins ættingja/vinar
  • Umhyggja og vilja bæta lífsgæði þeirra
  • Hollusta í garð þega
  • Að gera skyldu sína, náungakærleikur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Afhverju lifrarpartur frá lifandi gjafa?

A
  • Umhyggja og vilji til að bæta lífsgæði
  • Ekki annar gjafi sem passar
  • Sjúklingur er í lífshættulegu ástandi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Afhverju nýra frá lifandi gjafa?

A
  • Líftæimi nýrans mögulega lengri
  • Ekki alltaf þörf á skilunarmeðferð fyrir aðgerð
  • Hægt að skipuleggja aðgerð fram í tíma
  • Aðgerð gerð á íslandi og styttri biðtími
  • Einstaklingar eru viljugir að gefa nýra
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hversu margir sem þurfa ígrætt nýra fá það frá lifandi gjafa?

A

Um það bil 70% þeirra sem þurfa ígrætt nýra fá nýra frá lifandi gjafa. Hlutfall lifandi nýragjafar hefur þó dregist saman á undanförnum árum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvað þarf heilbriðgisstarfsfólk að hafa í huga þegar það er lifandi gjafi

A
  • Að hann fái réttar og nægar upplýsingar, að hann þarf að geta hætt við hvernær sem er og að þetta sé gjöf án skilyrða. Þurfum að styðja hann að taka upplýsta ákvöðrun þar sem gjafinn getur ekki fengið nýrað t.d. til baka
26
Q

Hverjir geta gefið nýra?

A

Þarf að hafa límalega, andlega og félagslega getur og þarf að taka ákvörðun um það án þvingungar

27
Q

Hvernig virkar það ef það er látinn gjafi?

A

Þá kemur teymi frá gautaborg og sækir lífflæri oftast mögulega hægt að græða í íslending á biðlista.

28
Q

Skortur á líffærum í evrópu og bandaríkjunum?

A


- Evrópa: 25 þús ígrædd en 75 þús á biðlista
USA: 25 þúst ígrædd en 95 þús á biðlista

29
Q

Hvernig er biðlistinn eftir líffærum á íslendi í sept 2022

A

Það þurfa 13 nýra
Það þurfa 5 lifur
Það þurfa 2 hjarta
Það þarf 1 lungu

30
Q

Þurfa blóð og vefjaflokkar að passa hjá líffæra gjaf og þega?

A


A getur gefið A og AB og þegið frá A og O
B getur gefið B og AB og þegið frá B og O
AB getur gefið AB og þegið frá öllum
O getur gefið öllum en aðens þegið frá O

31
Q

Hvernig virka vefjaflokkarnir okkar?

A

Hver einstaklingur erfir annað parið af hverri HLA sameinda samsetningu frá hvoru foreldri. Þær HLA sameindir sem skipta mestu máli í virkjun ónæmissvars eru HLA-A, -B og -DR. Þessi þriggja sameinda samsetning er borin saman á milli mögulegs gjafa og þega. Þannig eru fjórðungs líkur á að alsystkini hafi allar HLA sameindirnar eins. Að sama skapi eru fjórðungslíkur á því að engin HLA sameind sé eins ef þau erfa sitt hvort parið frá hvoru foreldri.
Æskilegt er að reyna að halda mispörun (e.mismatch) á vefjaflokkum í lágmarki.
Margsinnis hefur verið sýnt fram á að minni líkur er á höfnun græðlings eftir því hve líkari HLA samsetningin er á milli gjafans og þegans

32
Q

Hverjir geta ekki gefið

A

-Þeir sem eru með aðra sjúkdóma eða eru ekki nógu hraustir
- Þeir sem erum með slæma andlega líðan
- Oftast ekki yngri en 20 ára
- Þurfa að eiga pening í það því þetta er stór aðgerð og þú ert frá vinnu í einhvern tíma..
- Þarft að hafa gott bakland.

33
Q

Hverjir sjá um viðtöl við nýrnagjafa

A

• Hjúkrunarfræðing
• Nýrnasérfræðing
• Þvagfæraskurðlækni
• Félagsráðgjafa
• Aðra sérfræðinga eftir þörfum

34
Q

Hvernig er undirbúningur/uppvinsla nýrnagjafa

A
  • Blóðrannsóknir / þvagrannsóknir
  • Röntgenrannsóknir
  • Ómskoðun – æðar – nýru – hjarta
  • Útskilnaðarhæfni nýrna (c-statin/ þvagsöfnun)
  • Hjartalínurit / áreynslupróf
35
Q

Hvernig er nýrnataka gerð og hverjar eru aukaverkenir nýrnagjafa?

A

Þetta er stór aðgerð sem er ýmist opin eða gerð í kviðsjár
Aukaverkanir
- Blæðing
- Sýking
- Verkir
- Blóðtappi
- Lungabólga
og svo geta komið langtima aukaverkanir eins og hækkaður blóðþrýstingur

36
Q

Hvernig er eftir lit með nýrnagjafa eftir aðgerð?

A

Reglubundið eftirlit eftir skurðaðgerð
- Andleg/líkamleg líðan
- Þvagútskilnaður
- Blóðþrýstingur
- verkir
- EFtirlit með skurðsári

Árlegt eftirlit
- Viðtal og skoðun
- Líkamleg og andleg líðan
- BÞ
- Blóð og þvagprufur

37
Q

Nýraþegi- Ígræðsluaðgerðin

A
  • Flestir sem þiggja líffæri frá látnum gjafa fara erlendis í ígræðsluaðgerð. Líffæraþegi er kallaður í aðgerð með mjög stuttum fyrirvara
  • Fylgdarmaður þarf einnig að vera tilbúinn
  • Erfitt ferðalag – utan og heim eftir aðgerð
  • Lengri sjúkrahúslega
38
Q

Eftir nýrnaígræðslu eftirlit

A
  • Fylgjast vel með lífsmörkum (bl.þr., púls, hiti)
  • Blæðing
    -Sýking; skurðsár, þvagleggur, æðaleggur
  • Verkir > skurðsvæði og aðgerð
  • Fylgikvillar rúmlegu; lungnabólga, blóðtappi
  • Meltingarstarfsem
39
Q

Einkenni höfnunnar á lifur

A

Hækkuð lifrarensím, eymsl yfir lifur, gula, dökkt þvag, síþreyta, vökvi í kvið, hiti

40
Q

Einkenni höfnunar á nýra?

A

Hækkað urea og kreatínin, minnkaður þvagútskinaður, þyngdaraukning, eymsl yfir nýragræðling, síþreyta, bjúgur á fótum,hiti

41
Q

Einkenni höfnunar á hjarta?

A

Óreglulegur hjartsláttur, hægur eða hraður hjartsláttur, lágþrýstingur, mæði, bjúgur á fótum, þyngdaraukning, síþreyta, hiti

42
Q

Einkenni höfnunar á lunga?

A

mæði, þreyta, hósti með uppgangi, breytingar á lit á sputum, breytingar á öndunarprófi, hiti

43
Q

Áhætta/kvartanir fyrstu vikur eftir ígræðslu

A

Algengast
- Sýkingar af völdum veiru og/eða baktería
- Höfnun á ígræddu líffæri
- Óþægindi frá skurðsvæði
- Áhyggjur og depurð
- Þrekleysi

44
Q

Lífæraþegar og þeir sem eru á biðlista eftir lífæri eru í aukinni hættu á margskonar sýkingum útaf hverju?

A

vegna ónæmisbælandi meðferðar og vegna þess að þeir eru með sjúkdóm ( lífærabilun) á lokastigi.
Það getur verið áskorun að greina sýkingar hjá líffæraþegum og mismunagreina td. ástæður hita. Sjúklingar geta td einnig fengið hita þegar líkaminn hafnar ígrædda líffærinu eða sem viðbrögð við ákveðnum lyfjum.
Þar sem að hópur líffæraþega fer sístækkandi eykst einnig í flóru tækifærisýkinga sem greinast hjá þessum hóp.
Leiðbeiningar hafa verið gefnar út til greiningar og meðferðar á sýkingum hjá líffæraþegum sem eru alm. samþykktar

45
Q

Lyfjameðferð skiptsit í fernt, í hvað?

A
  • Afnæmingarmeðferð
  • Innleiðingarmeðferð
  • VIðhaldsmeðferð
  • Höfnunarmeðferð
46
Q

Hvað er afnæmingarmeðferð

A

Afnæmingarmeðferð ( e. desensitizing) fyrir ígræðslu, þá er verið að minnka mótefni hjá sjúklingum með það að markmiði að sjúklingurinn hafni ekki líffærinu, eingöngu verið gert 1x á Íslandi er flókin meðferð og áhættusöm ( meðferð td.með blóðvökvaskiptum ( plasmapheresis), eculizumab( soliris) og rituximab ( rituxan))

47
Q

Hvað er innleiðingarmeðferð

A

Innleiðingarmeðferð ( e. induction therapy). Venjulega gerð á sjúklingum með auknar líkur á bráða-höfnun ( frumubundinni eða mótefnabundinni) en einnig hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi ( td hjá sjúklingum í skilunarmeðferð) sem geta ekki fengið strax kalsíneurín hindrandi lyf.
Gefið strax eftir ígræðslu, hindrar virkjun T- fruma hjá þeganum. Dæmi um lyf: Thymoglobulin (antihymocyte globulin) og Basiliximab (inerleukin-2 ).

48
Q

Hvað er viðhaldsmeðferð?

A

Viðhaldsmeðferð hefst eftir ígræðslu, venjulega er um 3 lyfjameðferð að ræða og fer meðferð eftir þörfum sjúklings, blóðprufur teknar reglulega áður en sjúklingur tekur lyfin til að meta lyfjaþéttni.

49
Q

Hvað er höfnunarmeðferð

A

Höfnunarmeðferð. Hún beinist að hvernig höfnun er ( frumubundin eða mótefnabundin höfnun) og fer eftir alvarleika hennar. Getur verið frá því að breyta viðhaldsmeðferð ( töflumeðferð) en stundum þarf að leggja inn sjúklinga til að gefa stera,mótefnalyf ( td, eculizumab( soliris) og rituximab ( rituxan)) eða immunglobuline einnig þurfa sjúklingar stöku sinnum á blóðvökvaskiptum að halda.

50
Q

Viðhaldsmeðferð á ónæmisbælandi lyfjum er nauðsynleg allt lífið hjá líffæraþegum , hvert er markmið meðfeðrinnar

A

• Markmiðið er að koma í veg fyrir höfnun, vegna HLA vefjaflokkasameinda (e. human leukocyte antigen)
• Líkaminn virkjar T-eitilfrumurnar sem útrýma nýjum mótefnavökum – lyfin hamla þetta
• Undantekning eru eineggja tvíburar sem þurfa ekki ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir ígræðslu

51
Q

Algengast er að þriggja lyfja blanda samanstenudr af

A

o Tacrolimus (kalsíneurín hindra)
o Mycophenolate mofetil (frumubælandi lyf)
o Prednisone ( barksteri)
o Stundum er einnig notað Cyclosporin ( kalseneurín hindri) eða Sirolimus /Evrolímus (mTor hemlar)

52
Q

Takrólímus (Prograf®, Advagraf®)

A

• Takrólímus (Prograf®, Advagraf®) og er margfalt kröftugra lyf en cýklósporín og veitir betri vörn gegn höfnun líffæris.
• Aukaverkanir geta verið blóðfituhækkun, háþrýstingur, sykursýki og meltingarfæravandamál

53
Q

Cýklósporín (Sandimmum®, Neoral®)

A

Cýklósporín (Sandimmum®, Neoral®) kom í upphafi níunda áratugarins og olli straumhvörfum í ónæmisbælingarmeðferð ígræðslusjúklinga. Hefur áhrif á virkni og vöxt T-eitilfrumna.
Cýklósporín getur valdið: blóðfituhækkun, háþrýsting, ofvexti tannholds, hægðartregðu, ofloðnu (e. hirsutism) og nýrnaskemmdum.

54
Q

Mýkófenólat mófetíl (Cellcept®, Myfortic®)

A

Mýkófenólat mófetíl (Cellcept®, Myfortic®) kom fram í upphafi tíunda áratugarins og hefur andefnaskipta virkni.
Getur valdið lækkun hvítra blóðkorna

55
Q

Barksterar

A
  • Barksterar (Prednisólón®) hafa sterk bólgueyðandi áhrif, en veikari ónæmisbælandi áhrif. Hvert ferlið er nákvæmlega er ekki að fullu skilið, en sterar hindra myndun á flestum þekktum frumuboðefnum (e. cytokine) og ýmsum yfirborðssameindum sem gegna hlutverki í ónæmiskerfinu.
  • Langtímanotkun barkstera getur valdið hvimleiðum aukaverkunum á borð við þyngdaraukningu, sykursýki, beinþynningu og háþrýsting. (Vilhjálmur Pálmason)
56
Q

• Azatíoprín (Imuran®, Imurel®).

A

Azatíoprín (Imuran®, Imurel®). Ónæmisbælingaráhrifin eru fremur ósértæk, en virka á T- og B-eitilfrumur.
Aukaverkanir lyfsins geta verið beinmergsbæling, brisbólga og lifrarbólga

57
Q

• Sírólímus (rapamýcín)

A

• Sírólímus (rapamýcín) varð hluti af ónæmisbælingarmeðferð í byrjun 21. aldar. Sírólímus hindrar virkni T og B-eitilfrumna
• Everólímus (Certican®) er sírólímus afleiða sem er einnig mTOR hindri. Lyfið er tiltölulega nýtt en árið 2010 var farið að nota það hjá nýraþegum. Vonir eru bundnar við þessa mTOR hindra þar sem fylgikvillar þeirra eru ekki nýrnaskemmdir líkt og er í tilfelli cýklósporíns.
• Sírólímus og Everólímus hindra eitilfrumu-myndun
• Aukaverkanir geta verið beinmergsbæling, bjúgmyndun, próteinmiga og lungnabólga

58
Q

Hvernig er mðeferð höfnunar

A

o Fyrst eru sterar gefnir. Þeir eru gefnir í æð eða í töfluformi (3-5 á dag eftir líffæri)
o Ef þetta virkar ekki er öflugra ónæmisbælandi lyf gefið í æð sem dreypi eða með spraut(ca 1 v).
o Við meðferð á höfnun bælist ónæmiskerfið meira og sýkingarhætta eykst
• Höfnunarmeðferð. Hún beinist að hvernig höfnun er ( frumubundin eða mótefnabundin höfnun) og fer eftir alvarleika hennar. Getur verið frá því að breyta viðhaldsmeðferð ( töflumeðferð) en stundum þarf að leggja inn sjúklinga til að gefa stera,mótefnalyf ( td, eculizumab( soliris) og rituximab ( rituxan)) eða immunglobuline einnig þurfa sjúklingar stöku sinnum á blóðvökvaskiptum að halda.

59
Q

Önnur lyf eftir ígræðslu
- Valcyte og súlfalyf

A

• Valcyte sem er veiruhamlandi lyf er gefið fyrirbyggjandi í 3 mánuði eftir ígræðslu vegna aukinnar hættu á sýkingu af völdum cýtómegalóveiru (CMV) hjá ónæmisbældum (ath gjafa m.t.t. CMV)
• Súlfalyf er einnig gefið í 3 mánuði eftir ígræðslu til að fyrirbyggja Pneumocystis sýkingu, sem er algeng tækifærissýking hjá ónæmisbældum.

60
Q

Fræðsla eftir ígræðslu

A

• Ónæmisbælandi lyfjameðferð – allt lífið
• Meðferðarheldni nauðsynleg
• Þekkja aukaverkanir lyfja
• Þekkja einkenni höfnunar
• Mæta í reglubundið eftirlit – allt lífið (ýmsir sérfræðingar)
• Sálfræðilegir þættir og stuðningur – ekki gleyma fjölskyldunni.
• Atvinnuþátttaka – ekki geta allir unnið
• Gott aðgengi að heilbrigisþjónustu nauðsynleg

61
Q

Hvað þarf að forðast efti rígræðslu

A

o hrátt kjöt/fisk/hrá egg/ógerilsneydda vöru
o smitsjúkdóma, flensu
o mannfagnaði fyrstu 3 (?) mánuði eftir ígræðslu
o sólböð, nota sólarvörn
o náttúrlyf, hómópata-remidíur
o ís úr ísvélum, opna matarbari, hlaðborð
o lifandi bóluefni
o Handþvottur mjög mikilvægur!
o Regluleg hreyfing nauðsynleg
o Kynlíf, ekki fyrirstaða eftir ígræðslu. Ath konur bíði með barneignir amk eitt ár og stundum ekki mælt með að konur gangi með barn eftir líffæraígræðslur. Þarf að skipuleggja mjög vel það getur þurft að breyta lyfjum.