Hjúkrun sjúklinga eftir aðgerðir á kvenlíffærum Flashcards
Hversu margar aðgerðir á ári eru gerðar á kvenlíffærum og brjóstum?
Um 2200 aðgerðir og 450 eru bráða.
Hver eru innri kvenlífærin
- Leg
- Eggjaleiðarar
- Eggjastokkar
- Legháls
- Leggöng
Hver eru ytri kvenlíffæri?
- Ytri og innri barmar
- Snípur
- Þvagrás
- Leggöng
- Endaþarmur
Eru sýkingar í leggöngum og ytri kynfærum algengar?
Já, þetta er oft eitthvað sem sjúklingur á erfitt með að segja frá og skammast sín oft fyrir.
Hvernig eru leggöngin varin?
- Leggöngin eru varin með sýrustigi (ph, sem á að vera 3,5-4,5) og lactobacillus acidophilus.
- Þekjan í leggöngum bregst við estrógeni sem framkallar glýkógenmyndun sem síðan brotnar niður í mjólkursýru og þá dregst úr estrógeni og sýruframleiðslu.
- Með snemmbærum tíðarhförum verður minnkað estrógen og vefurinn næmari fyrir smiti
Hvernig eru sýkingar í leggöngum og ytri kynfæri (einkenni)
þær einkennast oft af breyttri útferð, kláða og/eða verkjum
Nefndu dæmi um sýkingar í leggöngum/ytri kynfærum (4)
- Sýking í leggöngum (vaginitis)
- Sveppasýking (candidasis)
- Bakteríusýking: gardnerella vaginalis
- Trichomonas vaginalis
Hvernig lýsir sveppasýking sér?
- Einkennist af hvítleitri útferð sem er of þykk (oft líkt við kotasælu)
Hvernig lýsir gardnerella vaginalis (bakteríu sýking) sér?
- Einkennist af grárri- hvítri útferð eða gul-hvítri útferð
Hvernig lýsir trichomonas vaginalis sér?
- Einkennist af bólgu í slímhúð legganga, bruna og eða kláða, forðukenndri útferð sem er gul-hvít eða gul-græn
Útbreiðsla sýkinga í grindarholi kvenna sem sagt sýkingin getur komið vegna nokkra ástæðna nefndu þær (3)?
A) Sýking sem kemur inn um leggöng og fer í blóðrás í gegnum slímhúðina
B) Sýking sem kemur inn um leggöng og fer inn í eggjaliðaran og dreyfist þaðan
C) Sýking sem kemur frá blóðrás
Áhættuþættir sýkinga í kvenlíffærum
- Fjósemistími, snemmbær tíðarhvörf,lágt estrógen
- Meðganga eða neysla getnaðarvarna um munn
- Lélegt hreinlæti
- Þröngar flíkur og gerviefni
- Mikill þvottur eða skolun (stundum eru konur að þvo sér óeðlilega mikið að neðan með sterkum sápum sem getur haft áhrif á sýrustigið)
- Sýklalyf
- Ofnæmi
- Sykursýki
- Samfari eða munnmök við sýktan einstakling, HIV
Hvernig metum við sjúklinga með sýkingar í kvenlíffærum?
- Skoðum eins fljótt og hægt er þar sem þetta getur verið vont.
- Leiðbeinum sjúklingum að þvo sér ekki að neðan fyrir skoðun þar sem læknir/hjúkka áttar sig oft á því hvað um ræðir með lykt og útferðar lit.
- Þurfum síðan að spyrja um líkamlega og efafræðilega þætti, sálrænaþætti, nokun lyfja og kynferðislega virkni
Hvert er markmið í umönnun sjúklinga með sýkingar í kvenlíffærum?
- Draga úr óþægindum
- Draga úr kvíða sem tengjast einkennum
- Forvarnir gegn endursýkingu eða smiti með kynlífi
- Fræða sjúkling um aðferðir til að koma í veg fyrir sýkingar í leggöngum og eða ytri kynfærum og stjórna sjálfumönnun
Hvað er hægt að ráðlaga fólki með sýkingar í kvenlíffærum að gera til að hjálpa til við einkennin?
- Fara í bað
- Útskýra fyrir þeim orsök einkenni til að meðhöndla kvíða tengdan þessu
- Forðast það að skola alveg en gæti verið gott að skola rétt svo aðeins til að minnka lykt og útferð
- Fræða sjúkling um mikilvægi handþvotts, hreinlæti og allskonar þannig
Hvað viljum við sjá hjá sjúklingum þegar þau eru búin að vera á meðferð við sýkingum?
- Að þau séu að framkvæma neðanþvott samkvæmt fyrirmælum eins og passa að skola ekki
- Að kláðinn, lykktin og útferðin séu orðin eðlileg ( útfrð þunn, glær og ekki froðukennd)
- Að fólk sé að taka lyfin eins og á
- Að fólk sé í undirfötum sem anda
- Forðast óvarið kynlíf
Hvað er human pappillomavirus (HPV)
- Algengasti kynlífsborni sjúkdómurinn á meðal kynferðislega virkts ungs fólks
- Hægt að bólusetja fyrir þessu
- Þarf að hvetja þessar konur til að fara reglulega í krabbameinsskimun þar sem tengsl eru við veiruna og legháls ofvöxt og leghálskrabbamein
Hvað er Herpes týpa 2 sýking?
- Endurtekin vírussýking sem er ævilangt
- Þetta er kynsjúkdómur sem getur borist með snertingu sem getur smitast þegar sýkti einstaklingurinn er með einkenni
- þetta veldur sársaukafullum kláða og bruna í herpes sári
- Getur komið líka í augu og nef ekki bara munn og kynfæri
Hver er meðferð við HPV
- Það er staðbundin meðferð eða fjarlægt með skurðaðgerð
- Forvarnir eru bólusetning og leghálsstrok
Hver er meðferð við herpes 2
- Engin lækning
- Notum veirulyf eins og Zovirax og valterx til að draga úr einkennum
- Endurteknar sýkingar geta tengst streitu, sólbruna, tannviðgerðum, lélegum svefn og ónægri næringu
- Hætta fyrir nýb
Nefndu bólgusjúkdóma í grindarholi og hvað hafa þeir áhrif á?
- Gonorrheal og chlamydial eru algengar ástæður og í flestum tilfellum tengjast fleiri en einu líffæri. Bólgu sjúkdómar í grindarholi getur byrjað með leghálsbólgu sem hefur síðan áhrif á leg, eggjaleiðara, eggjastokka og æðakerfi í kviðarholi
Hvert er hjúkrunarmat bólgusjúkdómar í ggrindarholi?
- Legganga útferð
- Sársauki við kynlíf
- Verkur í neðra kviðarholi, getur komið eftir blæðingar og aukið hægðalosun
- Almenn einkenni eins og hiti, vanlíðan, leystaleysi, ógeðli, höfuðverkur
- Mikil eymsl við þreifingu í leghálsi
Hver er meðferð við bólgusjúkdómum í grindarholi
- Breiðvirk sýklalyf
- Meðhöndla kynlífsfélga til að koma í veg fyrir endurtekið smit
- Verkjalyf
- Næginleg hvíld og næring
- Fræða
Hversu mörg % af þeim sem lifa með HIV eru konur?
25%
Afhverju er gerð fræðsla fyrir aðgerð, í sjúkrahúslegu og fyrir heimferð?
- til að koma í veg fyrir fylgikvilla og flýta bata
- Til að gera konuna virkari í eigin meðferð
- Til að konan þekki leiðir til að eftir heilbrigði sitt
- Til að konan viti hvenær skal leita læknis
Þegar þú fræðir sjúkling þarf fræðslan að vera..?
- Skrifleg, munnleg og fræðsluefni á netinu
- Einstaklingsmiðuð
- Fjölskylda/aðstandendur með eftir þörfum
- Þarf að vera þverfagleg samvina
Hvað er aflögun í byggingu?
- Þegar það eru fistlar úr leggöngum eða sig á líffærum í grindarholi eins og blöðrusig, endaþarmssig, og smáþarmasig
Hver er meðferðin við aflögun í byggingu?
- Skurðaðgerð
- stuðningur við leggöng, grindarbotnsþjálfuun
Hverjar eru ástæður fyrir aflögun í byggingu?
- Grindarbotnsvöðvar, bandvefur og liðbönd í grindinni hafa slappast/slitnað þannig líffærin síga og starfsemin truflast
Hvernig slappast grindarbotninn?
- T.d fæðingar, rembingur áður en fullri útvíkkun er náð eða stórt barn
- Tíðarhvört, minni estrógen framleiðsla veldur atrophyskum vefjabreytingum og þynnri bandvef
- Meðfæddur veikleiki
- Þrýstingur v offitu, tumora, rembing v. hægðalosunar og fl