Hjúkrun eftir aðgerð á brjóstum Flashcards
Hverjir eru sjúklingahópar brjóstamiðstöðvar?
- Einstaklingar með krabbamein í brjóstum
- Einstaklingar með góðkynja sjúkdóma í brjóstum
- Einstaklingar með aukna áhættu á krabbameini í brjóstum
- Uppbyggingar á brjóstum
Hvert er algengasta krabbamein kvenna,hversu margir greinast á ári og hver er meðalaldur við greiningu?
- Brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna (1/9)
- 242 greinast á hverju ári á Íslandi af þeim eru 3 karlar.
- Meðalaldur við greiningu 62 ár hjá konum og 67 ár hjá körlum
Hversu mörg % brjóstakrabbameina skýrast af arfgengum genabreytingum?
<10%
Hver er aðalmeðferð brjóstakrabbameina og eru góðar lækningarlíkur?
Aðalmeðferðin er skurðaðgerð en sumar þurfa líka geislameðferð, lyfjameðferð og andhormónameðferð fer eftir tegund og dreifingu sjúkdómsins. Það eru góðar lækningalíkur
Hverjar eru algengustu ástæður afhverju sýni er tekið til greinginar.
Oft þegar kona er endurinnkölluð úr hópleit eða ef það finnst hnútur við þreifingu.
Eitt og eitt greinist fyrir tilviljun
Við grrun um krabbamein og greiningu tala fólk um margt sem hefur áhrif á þau, hvað kemur oft í huga fólks við greiningu eða grun
Grun: fólki finnst biðin verst, finnst þau vera í lausu lofti því þau vita ekkert hvað er í gangi
Greiningu: Þar sem krabbamein er rosa stórt og ógnandi orð þá er fólk í miklum tilfinningarússíbana, það er ótti og óvissa hvort þau lifi, hvernig er meðferð, fylgja verkir og hvað með fjölskyldu þannig hausinn fer svoldið að taka yfir.
Hvert er markmið brjóstamiðstöðvar
- Veita heildræna þjónustu með öflugri teymisvinnu fyrir einstaklinga með sjúkdóma í brjóstum
- Samþætta og stuðla að samfellu í þjónustu og auka þannig öryggi sjúklinga
- Auðvelda aðgengi einstaklinga með sjúkdóma í brjóstum að þjónustu
Hvað gerist í greiningarviðtalinu?
- Í greiningarviðtalinu er læknir og hjúkrunarfræðingur
- Mælst með að hafa aðstandendur með
- Þar er upplýst um krabbameinsgreiningu
- Spurt um heilsufarssögu og fjölskyldusögu
- Farið í brjóstasokðun
- Svarað spurningum ásamt því að ræða næstu skref
- Undirbúa aðgerð
- Kynna þjónustuna
Hvernig er hjúkrunarfræðingur tengiliður sjúklings?
Hann er tengiliður hans frá greiningu og stuðlar að samfellu og góðu aðgegni í þjónustu. Veitir einstaklingsmiðaðað þjónustu og veitir einstakling stuðning. Sér um fræðslu og eftirlit og er tengiliður konunnar í teymið
Hverjar eru aðgerðir vegna brjóstakrabbameins?
- Fleygskurður ( ef það er hægt þá er það ráðlagt)
- Brjóstnám (annaðhvort engin, tafarlaus eða síðbúin uppbygging)
- Aðgerð á holhandareitlum (varðeitilstaka, holhandarhreinsun)
- Því stærri aðgerð, þeim mun meiri hætta á fylgikvillum
Hvernig er fleygskurðaðgerð?
- Minnsta inngripið oft bara dagaðgerð eða ein nótt
- Fólk fær litla verki
- Geislameðferð í 1-3 vikur fer eftir tegund sjúkdóms, er gefin á hverjum virkum degi og hest 6-8 vikum eftir aðgerð, 4 vikum frá lyfjameðferð ef hún var gefin eftir aðgerð
- Maður sér oftast mjög lítið á brjóstinu
- Stundum gerður fleygskurður með minnkunartækni og heilbrigða brjóstið minnkað til samræmis
- Síðan er eftirlit hjá brjóstaskurðlækni ca 2 vikum eftir aðgerð
- Eftirlit hjá hjúkrunarfræðing eftir þðörum
- Fólk oftast frá í um 3 vikur
Hvernig er brjóstnám gert
- Þá er brjóstið alveg tekið, oft fljótur bati og ein nótt á spítala en getur verið erfitt fyrir konur að missa brjóst.
- Stundum þarf dren
- Yfirleitt ekki þörf á sterkjum verkjalyfjum
- Eftirlit hjúkrunarfræðingi ca 7 dögum eftir aðgerð og brjóstaskurðlækni 2-3 vikum eftir aðgerð
- ert frá vinnu í 3-4 vikur og færð sílíkonbrjóst í brjóstarhaldara 4 vikum eftir aðgerð ef allt grær vel (og ef þú villt)
Hvaða möguleikar eru fyrir uppbyggingu eftir brjóstnám?
Annaðhvort tafarlaus þá um leið og brjóstið er fjarlægt eða síðbúin, semsagt eftir að meðferð lýkur og 1 ár er frá geislameðferð.
Hverjar eru tegundir uppbygginga?
Púða uppbyggin (tafarlaus eða síðbúin)
- þá er tveggja þrepa algengust, byrjað á vefjaþengjara sem er síðan skipt úr fyrir púða, geislameðferð frábending
Eigin vefur
- Síðbúin
- Flipi tekin af kvið eða baki
Hvernig virkar vefjaþenjari
Hann er settur í púðibrjóstið og dælt saltvatni í hann, konan bíður síðan oft í 3 mánuði og þá er settur
Uppbygging kostir
o Tvö brjóst!
o Meiri lífsgæði?
o Losnar við að nota gervibrjóst í brjóstahaldara
o Brjóstaskora (fleygin föt)
o Symmetría
o Öruggari með útlit, t.d. í sundi
Uppbygging gallar
o Uppbyggingarferlið tekur tíma
o Meiri hætta á fylgikvillum (snemmbúnum og síðbúnum)
o Kalt brjóst og tilfinningalítið
o Munur á brjóstum
o Tekur tíma að kynnast nýju brjósti
o Lengri aðgerð og lengri lega
o Fleiri aðgerðir
Hverjar eru frábendingar fyrir uppbyggingu?
Reykingar (þarf að hætta reykja)
Líkamsþyngdarstuðull yfir 31-32
Undirliggjandi sjúkdómar eða verkjavandamál
Geilsameðferð
Mikill sjúkdómur og ýmsar meðferðir framundan
Mögulegir fylgikvillar brjóstaaðgerða
• Því stærri aðgerð, því meiri líkur á fylgikvillum
• Sýking, blæðing, verkir
• Drep í húð (skert blóðflæði) (púðauppbyggingar)
Mögulegir, síðbúnir fylgikvillar púðauppbygginga:
• Verkir
• Púði snýst
• Rof á púða
Upplýsingarsöfnun fyrir aðgerð
Hvernig eru viðbrögðin við greiningunni?
Hvaða aðferðum finnst henni besta að beita til að takast á við greininguna?
Hvaða sálræni stuðningur er til staðar og er notaður?
Hvernig eru félagslegar aðstæður? Börn, maki, tungumál, atvinna, búseta?
Er maki, fjölskyldumeðlimur eða vinur til staðar sem er styðjandi í ákvarðanatökuferli?
Hverjar eru fræðsluþarfir?
Einhvers konar vanlíðan til staðar?
Heilsufarssaga?
Algnegar hjúkrunargreiningar
- Ónóg þekking, tengt fyrirhugaðir skurðaðgerð
- Kvíði, tengt greiningu krabbameins
- Ótti, tengt fyrirhuguðum meðferðum og breytingu á líkamsmynd
- Hætta á varnarviðbrögðum eða árangurslausum aðlögunarleiðum, tengt greiningu brjóstakrabbameins og meðferðarúrræðum
- Erfiðleikar í ákvörðunartöku, tengt meðferðarmöguleikum
- Undirbúningur aðgerðar
Hjúkrunarmeðferð fyrir aðgerð
Fræðsla og upplýsingargjöd (hvers má vænta fyrir, í og eftir agðerð)
Minnka kvíða og ótta
Stuðla að ákvörðunargetu
Erfðaráðgjöf við brjóstakrabbameinsgreiningu
Konum sem greinast með brjóstakrabbamein undir 50 ára er ráðlagt að fara í blóðprufu til að athuga hvort þær eru með genabreytingu, t.d. BRCA breytingu, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini
Ef yfir fimmtugt fer það eftir fjölskyldusögu: Á hvaða aldri og hve margir hafa greinst með sjúkdóminn í fjölskyldunni
Öllum körlum með brjóstakrabbamein er ráðlagt að fara í blóðprufu
Hverjir eru valkostir arfbera þegar ekki er krabbamein
- Ábyrgðin og ákvörðunin er alltaf hjá þeim sem bera genabreytingu
- Engin ákvörðun er ,,sú rétta”
- Læknar og hjúkrunarfræðingar geta ,,aðeins” gefið upplýsingar og stuðning
Valkostir
• Gera ekki neitt (hópleit frá 40 ára)
• Eftirlit (myndgreiningareftirlit x2 á ári)
• Áhættuminnkandi aðgerð