Hjúkrun sjúklinga með þvagfærasjúkdóma Flashcards
Hvað er eðlileg blöðrurýmd?
300-500ml 4-7x á sólarhring.
Hversu mikið af þvagi getur maður safnað áður en maður fær þvagþörf?
- 150-500ml af þvagi geta safnst áður en maður fær þvagþörf en fólk í spreng er oft með 400-500ml
Hvað er residual þvag (restþvag)?
- Þegar þvag situr eftir í blöðru eftir að fólk er búið að pissa.
- Þetta er ef það er <75ml eftir
Þegar við fáum fólk með þvagleka þurfum við að taka upplýsingasöfnun, hvað spyrjum við?
- Hafa þvagvenjur breyst
- Spyrja hversu oft þau pissa og þannig
- Þurfum líka að skoða. vökvainntekt og útskilnað.
- Er bjúgur, ef já þá hvar
- Er sjúklingur á lyfi eins og furix
Hvað er polyuria?
Flóðmiga, útskilur meira en 3000ml á sólarhring
Hvað er Oliguria?
- Útskilur minna en 400ml á sólarhring
Hvaða upplýsingar þurfum við hjá fólki varðandi þvag?
- Hversu tíð þvaglát og hversu mikið
- Er sterk knýjandi þörf (jafnvel þvagmissir)
- Er bunubið eða erfitt að hefja þvaglát
- Er verkur/óþægindi við þvaglát
- Eru næturþvaglát
- Er þetta lítill útskilnaður
- Er blóð í þvagi
- Er þvagið illa lyktandi, skýjað, freyðandi,
Hvaða upplýsingar þurfum við um sýkingar og verki hjá fólki með þvagvandamál?
- Þurfum að fá fyrri sögu um þvagfærasýkingar,hita,skjálfta
- Er verkur, leiðniverkur eða staðbundinn
- Er verkur í bak, kvið, nára
- Þurfum lýsingu,styrk og leiðni í tengslum við þvaglát
- Eru einkenni frá meltingarvegi, ógleði, uppköst, niðurgangur og dl
Hversu mörg % landsmanna eru með þvagleka?
- 17% landsmanna yfir 40 ára
- Þetta er 2x algengara hjá konum
- Konur yfir 60 ára og búa heima eru um 20-40% með þvagleka
- Konur á stofnunum 40-80%
- ÞETTA er ekki eðlilegur fylgikvilli öldrunar.
Hvernig flokkum við þvagleka
-Þ vagleki - ósjálfrátt viðbragð (reflex incontinence)
- Ósjálfráður þvagmissir vegna tauga/ mænuskaða
- Álagsþvagleki (stress)
- Bráðaþvagleki (urge)
- Stöðugur þvagleki, stundum yfirflæði (overflow)
- Starfrænn (functional). Truflun á vitsmunum, skynjun, hreyf.
Hvernig er mat og meðferð þvagleka?
- Nauðsynlegt að greina, nota þvaglátaskrá dæmi í 2 daga til að meta og greina.
- Skrá tíma og magn þvaláta, vökvainntekt og þvagmissi
- Skoða breytingar á atferli, kaffi og vökvainntekt og fl.
- Mikilvægt að gera grindarbotnsæfingar og jafnvel skoða lyf og skurðaðgerðir
Hverjir eru áhættuþættir fyrir þvagleka?
- Aldur: eldra fólk er í áhættu á ófullkomnri blöðrutæmingu og þvagfærasýkingu
- Konur: Sem hafa fætt vaginalt og konur á breytingarskeiði
- Fólk með sykursýki
- Taugasjúkdómar eins og MS og parkinsons
- Sum lyf (þvagræsi lyf og róandi)
hvað þurfum við að hafa í hug fyrir samskipti hvað varðar þvagleka?
- Þurfum að skoða aðeins orðalag okkar, hvernig við tölum um þvagleka við fólk þar sem þetta fólk finnst þetta oft vandræðalegt og félaglega einangrar sig þar sem það er hrædd um að missa þvag í almenningi
Hvaða rannsóknir gerum við á þvagfærum/þvagkerfi
- Almenn og smársjárskoðun þvags (almenn og míkró)
- Þvagtest (stix): Nítröt eða leukocyte esterasi
- RNT:: ræktun, næmi, talning
Hvað segja þessi blóðpróf okkur
s.kreatínín
s.urea
s.kalíum
s. natríum
Hvít blóðkorn og CRP
- s.kreatínín: hædni nýrna til að útskilja kreatinín
- s.urea: hæfni nýrna til að útskilja nitrogen úrgansefni
- s.kalíum: hækkar við nýrnasjúk´dom, stíflur
- s. natríum: hæfni nýrna til að varðveita/útskilja salt
- Hvít blóðkorna og CRP: hækkar mest og fyrst við bólgur, bakteríur, sýkingar, illkynja æcli, necrosu og stórar aðgerðir
Hvað er PSA: prostate specific antigen?
Prótein sem er framleitt í prostasta
- Gefur stundum til kynna blöðruhálskrabbamein
- Þetta hækkar samt við aldur, bólgur, og samfarir einnig
Hvað þurfum við að gera þegar við erum að fara að gera rannsókn?
- Þurfum að kynna okkur undirbúning fyrir hverja rannsókn og fræða sjúkling samkvæmt því
- Þurfum að athuga föstu, gjöf skuggaefnis og kreatininmælingar,ofnæmi, glucopahe
- Allar rannsóknir geta verið sársaukafullar ef undirliggjandi sjúkdómur.
Hvernig er rannsóknin blöðrusleglun gerð?
- Hún er gerð í staðdeyfingu eða léttri svæfingu
Hvað gerum við fyrir blöðruspeglun
- Þurfum að fræða sjúkling vegna kvíða og vinna með ótta reyna fá sjúkling til að slaka, skoða hvort hann hefur farið áður
Hvernig er eftirmeðferð eftir blöðruspeglun?
o Verkir; verkjalyfjagjöf
o Breyting á þvaglátum: blæðing, retentio, sviði
o Hætta á sýkingu
o Eftirlit með hita og útliti þvags
o Fræðsla – viðhverju á að búast t.d. blóð í þvagi
Hverjir eru áhættuþættir sýkinga í þvagvegum?
- Stíflur, hindranir, –> bakteríur hafa meiri tíma til að fjölga sér
- Steinar, æxli, stækkaður blöðruhálskirtill, meðfæddar og áunnar þrengingar
- Skertar varnir
- inngrip í þvagfæri (aðgerðir eða þvagleggir)
- Frekar konur en karlar fram til 50 ára (stutt þvagrás, virkt kynlíf, menopause, veikluð slímhúð, meðganga)
Hvað er pyelonephritis?
- sýking og bólga í pelvis nýrans og parenchimi - oft e. einkennalausa sýkingu.
- Geta verið sömu einkenni og cystitis (blöðrubólgu). Auk þess hærri hiti, verkir í baki, höfuðverkur, hrollur /skjálfti, oft ógleði og uppköst.
- Endurteknar sýkingar geta leitt til nýrnabilunar