Hjúkrun bæklunarsjúklinga Flashcards
Hvað er stoðkerfið mikið af heildarþunga líkamans og af hverju samanstendur þar?
- Yfir 50% af heildarþunga líkamans
- Samanstendur af 206 beinum (hjá fullorðnum), brjóski,liðum,liððböndum,sinum og vöðvum.
Hverjar eru fjórar tegundir beina og í hvaða tvær gerðir skiptast bein?
- Löng,stutt,flöt og óregluleg bein
- skiptast í tvær gerðir: frauðbein og þétt bein
Hvað eru bein?
Bandvefur sem að er í endurnýjun og vexti allt lífið, ferlið er hraðara þegar við erum yngri og hægist síðan á ferlinu.
Stoðkerfið samanstendur af meira en bara beinum hvað er líka í stoðkerfinu?
- Beinagrindavöðvar
- Brjósk
- Liðir
- Liðbönd
- Sinar
- Brusur
Hvað er brjósk og liðir?
Brjósk: æðalaus vefur sem er sterkur og hreyfanlegur
Liðir: sumir eru hreyfanlegir aðrir ekki
Hvað eru liðbönd, sinar og brusur?
Liðbönd: þau tengja bein í bein og auka stöðugleika í liðum
Sinar: tengja bein í vöðva, synoviumhimna umlykur sinar og smir þær
Brusur: bandvefspokar með synovialhimnu- demparar á álagspunktum
Hver eru fimm hlutverk beina?
- Stuðningur
- Vernd
- Hreyfing
- Hemotopoieses: framleiðsla rauða blóðkorna í merg ákveðinna beina
Mineral homeostasis: um 99% af kalki er geymt í beinum, önnur steinefni í beinum eru carbonat og magnesium.
Hvenær eru beinmassi mestur?
Hann er mestur um 35 ára aldurinn síðan byrjum við að tapa meinmassa, þess vegna er mikilvægt að byggja upp góðan beinmassa. Gerum það með D-vítamíní, kalki og þungberandi hreyfingu.
Hvenær gerist beintap hjá konum?
Það eykst hratt eftir tíðarhvörf þess vegna eru beinbrot algengari hjá konum á eldri árum.
Hvað er beinþynning?
Í beinþynningu rýrnar millifrumuefnið og beinin verða stökk og brothætt. Þetta gerist seinna á ævinni hjá körlum
Hver er algengasta ástæðan fyrir bráðainnlögn á bæklun?
Beinþynningarbrot
Hverjar eru frumugerðir beina?
- Osteoblastar eða beinmyndandi frumur
- Osteocytar eða beinætur
- Beinmyndunarfrumur og beinætur vinna saman að viðhaldi beina og beinin endurnýjast á nokkrum vikum
Hvernig er beingróandi?
- Byrjar á hemotoma: bein er æðaríkurvefur, mar verður við brotastað og límir beinenda saman
- Þá næta fibroblastar og mynda fibrin strúktúr (fibrun meshwork)
- Osteoblastar styrkja síðan fibrin vefinn, æðanýmyndun veður og procallus myndast (collagen og kalt)
- Síðan er collus: nýtt bein er myndað
- Næst remodelling: þá er nýja beinið fínpússað
- Og að lokum koma osteoclastar að fjarlægja dautt bein
Hverji eru letjandi þættir beingróanda?
- Beinendar ná ekki saman
- Það er mikil bólga
- Beintap
- Spelkun ekki nægjilega - hreyfing á broti
- Sýking
- Drep í beini
- Blóðleysi
- Efnaskipti og innkirtlasjúkdómar
- Lélegt næringarástand (kalt, d-vít, prótein)
- Lyfjanotkun (t.d. sterar, NASID lyf)
Hverjar eru skipulögðu aðgerðirnar á bæklun og hverjar eru algengastar?
- Liðskipti á mjöðm: algegnast
- Liðskipti á hné - algegnast
- Liðskipti á öxl
- Hryggspenging
- Osteotomia (ef fólk er kiðfætt eða hjólbeinótt
- Arhrodesa ( fólk með skaða á ökla)
- Tumprar, sarcoma,osteosarcoma
- Teinatökur
- Aputering
Flýtibati í bæklun markmið?
- Skjótur bati, snemmbúin útskrift, færri fylgikvillar og betri útkoma fyrir sjúkling.
Hvað þarf að gera til að ná flýtibata
- Það þarf að vera samvinna fagstétta
- Góður undirbúningur fyrir aðgerð og uppvinnsla
- Sjúklingafræðsla og þáttaka sjúklings
- Markviss verkjameðferð
- Sjúklingur vita hvres er að vænt af þeim
- Markviss sjúkraþjálfun
- Útskrift ákverin fyrir aðgerð
Hver er helsta ábending fyrir liðskiptaaðgerðum?
Það eru slit sem valda verkjum og hreyfiskerðingu (slitgigt) alltaf heill gerviliður, total prótesa)
Hvað er slit í liðnum (slitgigt)
Brjóskið í liðnum þynnist og eyðist, ef ekkert er að gert verður að lokum bein í bein. Liðpokinn bólgnar og vökvi í liðnum eykst með þeim afleiðingum að liðurinn þykknar. Bein nýmyndun verður og bein þykknar.
Hvað er heill gerviliður í mjöðm?
Þá er sett kúla og stammi í lærið og á móti er sett bolli afþví að allt brjósk er farið
Hvaða hreyfitakmarkanir þarf að hafa í huga eftir liðskipti í mjöðm og afhverju þarf að passa sig?
Það þarf að passa sig vegna þess að það er hætt á að fólk farið úr lið, þannig við verðum að fara eftir leiðbeiningum allt upp í 3 mánuðum eftir á
- Meigum ekki inrótera aðgerðafæti
- ekki beygja meira ern 90° í mjöðm
- ekki krossleggja fætur
- sjúklingar útskrifast síðan með hjálpartæki
Hvernig er liðhlaup í mjöðm eftir liðskiptaaðgerðir? (ss. einstaklingur fer úr lið)?
Það eru mjúkvefir sem halda við mjaðmaliðinn og þeir eru laskaðir eftir aðgerðina og þá er hætt að kúlan fari úr skálinni við ákveðnar hreyfingar
Hver eru einkenni liðhlaups og hvenær minnkar hættan á liðhlaupi?
- Einkenni liðhlaups: miklir verkir, fótur er styttri og innróteraður, geta ekki notað fótinn.
- Hættan á þessu minnkar eftir ca. 3 mánuði en aðgát þarf áfram við ákveðnar hreyfingar alla ævi.
Hvað er gert við liðhlaupi í mjöðm?
- Kippt í liðinn í slævingu, stundum á skurðstofu
- Stundum er fótur settur í gifs frá ökkla upp á læri til að hindra hreyfingu og stundmu spelka í sama tilgangi
- stundum þarf aðra aðgerð.
Hvenær er settur gerivliður í hné?
Þegar það er slit í lið (slitgigt) og eru komnir verkir og hreyfiskerðing. Oft er ofþyngd eða áverki sem veldur þessu og jafnvel mikil íþróttaiðkunn.
Hvernig er eftir þessa aðgerð (gervilið í hné)
Það eru slæmir post op verkir meiri en í mjöðminni vegna þess að þetta er stór og mikil aðgerð. Það er ekki jafn öruggur árangur og eftir mjaðmaaðgerð en engar hreyfitakmarkannir eru.
Hvað er hryggspenging og afhverju er hún gerð?
- Þá eru hryggjaliðir festir saman til að hindra hreyfingu
- Gert til að verkjastilla
- Til að stebilisera
- Hér eru sérstök fyrirmæli við hreyfingu má ekki beygja hrygginn
Hvað er osteotomia?
Þetta er gert til að rétt stöðu beins, þá er fleygur tekinn úr beini og beinið sett í rétta stöðu, stundum þarf að nota ytri festingu að auki. Fólk sent heim með skrúflykil og á að strekkja reglulega.
Hver eru algeng bráðatilfelli á bæklun?
- Mjaðmabrot og lærleggsbrot
- ökklabrot
-sköflungsbrot
-upphandleggsbrot
-Úlnliðsbrot
-Hryggsúlubrot
-Fjöláverki