Klínísk hjúkrun aðgerðasjúklinga Flashcards
Hvaðan kemur orðið surgery og hvað þýðir kheirurgos?
Surgery: kemur úr gríska
Kheirurgos: þýðir lækna með höndum
Hver var Hippocrates? og hvernig hreinsaði hann sár?
Hann var faðir skurðlækninga og notaði vín og soðið vatn til að hreinsa sár
Hvaða ár þróast aðstæður frá því að aðgerðir voru framkvææmdar heima í að þær voru færðar á skurðstofu?
1900-1930
Hvert var hlutverk hjúkrunarfræðinga fyrst um sinn fyrir aðgerðina?
Undibúa umhverfið fyrir aðgerðina og vera stuðningur fyrir sjúklinginn. seinna áttu þau að vera til staðar fyrir skurðlækninn
Hvað er AORN hugtakalíkan?
Þetta er líkan sem samtök ameríska skurðhjúkrunarfræðinga settu fram. Fyrstu þrír þættir hringsinst endurspegla hugtök sem tengjast viðfangsefnum skurðhjúkrunar og eru hjúkrunargreiningar, meðferðir og útkoma sjúklings. Fjórði þátturinn tengist heilbrigðiskerfinu
AORN líkanið er notað til að ?
Endurspegla samband hjúrkunrar og bestu mögulega útkomu sjúkling. Sjúklingurinn á okkar þjónustu og í raun okkur þar sem við erum að vinna fyrir hann. Við erum síðan málsvarar sjúklings og reynum alltaf að koma honum heilbrigðum úr aðgerð
Hver var florence nightingale?
Hún tengist hreinlæti og aðbúnað sjúklinga og var uppi á árunum 1820-1910
Hver var Louis Pasteur?
Kom með kenningar um örveirur og var uppi á árunum 1822-1895
Hver var Ignaz semmelweis?
Hann fann upp að við þyrftum að þrífa á okkkur hendurnar og sótthreinsa þær fyrir verkin og var uppi á árunum 1818-1865
Hver var Joseph Lister?
Hann er faðir aseptískrar tækni - hann lagði til að verkfæri væru sótthreinsuð fyrir skurðaðgerð og var uppi á árunum 1827-1912
Hvenær var þekking þessa merku einstaklinga viðurkennd?
Ekki fyrr en um 1880 sem þekking þeirra var viðurkennd og það var byrjað að vinna eftir þeim
Er unnið í teymum á skurðstofunni?
Já það er aukið öryggi sjúklinga í skurðaðgerð ef það er unni í teymi, það er skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar og skurð og svæfingarlæknar.
Það byggir allt á því að teymið vinnur saman og það tekur langan tíma að þjálfa gott teymi
Hverjir eru meðlimir skurðteymis?
- Skurðhjúkrunarfræðingar oft 2
- Aðgerðarhjúkrunarfræðingur (skurðhjúkrun)
- Skurðlæknir
- Deildarlæknir á skurðdeild
- Svæfingarhjúkrunarfræðingur (stundum 2)
- Svæfingarlæknir
- Deildarlæknir á svæfingu
Hvert er hlutverk aðgerðahjúkrunarfræðinga?
- Að undirbúa skurðstofu fyrir skurðaðgerð
- Aðstoða við aðgerðir
- Bera ábyrgð á að viðhalda aðgerðasvæðingu dauðhreinsuðu (sterilu)
- Þeir sjá um öryggisþætti á skurðstofu eins og talningu og notkun tækja
- Frágang eftir aðgerðir og lok aðgerðar öryggisatriði
- Þrif áhalda og dauðhreinsun á áhöldum (oft starfsmenn sem gera það en við þurfum stundum að gera það)
Hvert er hlutverk umsjónarhjúkrunarfræðings á skurðstofu?
- Hann tekur á móti sjúklingum á skurðstofu
- Sýnir stuðning og virðingu
- Hann undirbýr sjúkling á skurðarborði
- Fær sjúkling í þá legu sem þarf fyrir viðkomandi aðgerð
- Passar varnir gegn áverka á húð og taugar
- Hjálpar til í undirbúning skurðsvæðis fyrir aðgerð
- Er til staða fyrir aðgerðarhjúkrunarfræðinginn, sér um skráningu og fylgir síðan sjúkling á vöktun og gefur rapport