Blóðrásatruflanir Flashcards
Helstu áhættuþættir fyrir slagæðasjúkdóma
- Reykingar- nikótín notkun
- Háþrýstingur
- Háar blóðfitur
- Sykursýki
- Offita
- Streita
- Kyrrseta
- Karlmenn>Konur - Farið að breytast.
- Hækkandi aldur
- Ættarsaga um æðakölkun
Hvað er atherosclerosis?
Þegar æðaveggurinn verður þykkur og stökkur og skellur myndast innan æðavegginn,
Sjúkdómar í útlægum slagæðum eru oftast í hvaða slagæðum?
- Iliaca, femoralis eða popliteal slagæðum
Ef vefir fá ekki fullnægjandi súrefni og næringarefni vegna skerts blóðflæðis hvað getur gerst
Það getur komið drep í viðkomandi líkamspart.
Einkennin eru í beinu sambandi við alvarleika þrenginga
Hver eru einkenni útlægra slagæðasjúkdóma?
- Intermitten claudication (heltiköst)
- Hvíldarverkir
- Dofi og tilfinningaleysi
- Þunn, glansandi og hárlaus húð
- Svöl húð
- Þykkar hæðóttar táneglur
- Húðin verður fölgrá þegar fætur eru hækkaðir yfir hjartastað en dimmrauðir eftir að fætur eru lækkaðir
- Daufir eða engir púlsar (nota doppler)
- Sáramyndun og jafnvel drep þegar sjúkdómurinn ágerist, byrjar yfirleitt á tám
- Ankle- brachial index: <0,9
- Minnkuð hreyfigeta
Hver er munurinn á heltiverkjum og hvíldarverkjum?
Heltiverkur: Þetta er oft mjög vangreint/misgreint.
- Kemur oft fyrr í sjúkdómagerðinni og sést oft þegar fólk þarf að stoppa á um 15mín fresti vegna verkja.
- Kemur verkur/krampi við göngu sem hættir síðan 1-2 mínútum eftir að sjúklingur stoppar
Hvíldarverkur:
- Kemur yfirleitt að nóttu til, skánar við að láta fótinn hanga
- Fólk getur oft ekki haft hann beinan, þetta geta verið veruðlega slæmir verki og er erfitt að meðhöndla.
Drep í tám, hvernig gerist það? og hvað gerum við
Það getur gerst án áverka eða með áverka og sárið gróar ekki. Þurfum að reyna bara að meðhöndla þrýstinginn, setja bara þurrar umbúðir, viljum hjálpa þessu að þorna.
Hvernig er upplýsingarsöfnun sjúklinga með útlæga slagæðasjúkdóma
Spurjum um verki: eru verkir í hvíld eða við göngu
Spurjum um reykingar: hversu mörg pakkaár
Hreyfingu: Getur einstaklingur gengið
Er þetta að hafa áhrif á daglegt líf eins og svefn og kyngetu
Hvernig gerum við líkamsmat hjá sjúklingum með útlæga slagæðasjúkdóma?
- Húð: meta lit, hita, púlsa,skyn,sár,hár,bjúg og háræðafyllingu
- Mælum öklaþrýsting
- Metum púlsa (notum doppler ef þarf) - alltaf bera saman fætur.
Hvaða púlsa erum við að meta
- Popliteal púls- hnésbót
- Dorsalis pedis púls- ofan á rist
- Tibialis posterior púls- innan á ökkla
– Meta báða fætur
Hvernig er ökkla/upphandleggs þrýstingur?
Þetta er ABI: systoliskur öklaþrýstingur/ systoliskur upphandleggsþrýstingur
* >1.3 er óeðlilegt, kalkmyndun, sykursýki?
* 0.9-1.3 er eðlilegt
* 0,9 og lægra – claudicatio, útæðavandi?
* 0,5 og lægra - hvíldarverkir (krítísk ischemia)
* 0,4 og lægra - hætta á gagnreni – drepmyndun í útlimum
- reynum að hafa mansettuna eins neðarlega og hægt er
Hvenær má ekki vefja fólk, setja vafninga um fótlegg eins og vegna bjúgmyndana
Má ekki vefja hjá fólki með slagæðavanda, ef við sjáum mjög lága tölu á ABI
Hver er meðferðin við slagæðavandamálum?
- Lyfjagjafir- blóðþynning, blóðfitulækkandi lyf, blóðþrýstingslækkandi lyf
- Hreyfing- hvetur til nýmyndunnar á smáæðum
- Einnig reykingar, þetta tvennt er lífstílabreytingar sem hægt er að grípa inn í, en fólk oft með verki þannig erfiðara að fá fólkið til að hreyfa sig.
- Æðaþræðing og innæðaaðgerð
- Skurðaðgerð
Hvernig er æðaþræðing?
Það er aðalega gert til greiningar á æðaþrenginum
Hægt að gera innæðaaðgerð t.d. blásningu þá er settur belgur í æðina og hún blásin út eða stent.
um 300 manns fara í æðaþrengingar á ári
Hvernig er undirbúningur fyrir rannsókn hjá sjúklingum sem fara í æðaþrengingu
– Mikil áhersla lögð á nauðsyn rúmlegu
– Rakstur í báðum nárum
– Fastandi í 4 klst fyrir rannsókn
– Grænn æðaleggur
– Gefa vökva, passa að fólk sé ekki þurrt
Hvaða varúðarráðstafannir þarf að hafa í huga vegna blæðingarhættu eftir æðaþrengingu?
- Þurfum að hafa nákvæmt eftirlit með lífsmörkum og stungustað á 15 mín fresti fyrstu 60 mín og á 30 mín fresti þar til þrýsting er aflétt
- Sjúklingur þarf að vera rúmlega með þrýsti- umbúðir í amk 6 klst, flöt lega í sólarhring ef mikið inngrip og kunna viðbrögð við sturtblæðingu - slagæðablæðingu dæmi um það er þegar blóðþrýstingingur hrapar og púls flýgur upp
Hvað þarf að hafa í huga varðandi eftirlit með þvagútskilnaði og þrýstingsvarnir hjá sjúklingum eftir æðaþræðingu?
- Þurfum að setja upp þvaglegg hjá þeim sem hafa sögu um þvagtregðu
- Tappa af sjúklingum sem geta ekki losað þvag eftir rannsóknina
- Varðandi þrýstingssár þá þarf að hafa góðar dýnur og verja hæla, viljum ekki fá þrýstingssár á þessari legu.