15_Hjartasjúkdómar (hjartabilun og lokusjúkdómar) Flashcards
Skilgreiningin á hjartabilun?
Þegar hjartað dælir ekki nægjanlegu blóðmagni til að sjá vefjum líkamans fyrir næringarefnum og súrefni
Hvað er systolísk vanstarfsemi?
Ekki næg samdráttarhæfni í hjartavöðvanum
Hvað veldur systolískri vanstarfsemi?
Blóðþurrðarsjúkdómar og hypertrophia
Hvað er diastolísk vanstarfsemi?
Ekki næg slökun á hjartavöðvanum (þ.a. sleglarnir fyllast ekki nægilega)
Hvar í æðakerfinu eykst þrýstingur mest vegna hjartabilunar?
Í bláæðunum
Hvað er hjarta Dilation?
Þegar rýmið í sleglinum stækkar
Hvað er hypertrophy?
Þegar veggþykkt slegilsins þykknar
Hægri hjartabilun er venjulega afleiðing af vinstri hjartabilun en einangruð hægri hjartabilun stafar af..? (3)
1) Lungnaháþrýstingi (Cor pulmonale)
2) Lokusjúkdómum (þ.e. í pulmonal og tricuspid)
3) Meðfæddum hjartasjúkdómum
Hvað veldur Nutmeg liver?
Hægri hjartabilun
Hægri hjartabilun veldur hypertension í portal bláæðakerfunum. Hverjar eru afleiðingarnar af því? (3)
1) Stækkun á milta (Splenomegaly)
2) Bjúgur í görnum, sem veldur minna frásogi næringarefna
3) Ascites (Vökvasöfnun í lífhimnu/peritoneum)
Hjartalokusjúkdómar koma í tveimur myndum, hverjum?
Stenosis og Insufficiency.
Þrengsli og bakflæði
Hvað veldur hjartaloku-stenosis? (2)
Alltaf krónískir sjúkdómar.
1) Kölkun
2) Örvefsmyndun
Hvar er meisemdin ef maður fær hjartaloku-stenosis?
Í lokunni sjálfri
Hvað þýðir það ef bakflæði er í hjartaloku?
Að hjartalokan lokast ekki að fullu.
Hvar er meinsemdin ef maður fær hjartaloku bakflæði (insufficiency)? (2)
1) Í lokunni sjálfri
2) Í stoðvefjum lokunnar
Hvað eru Papillary vöðvar?
Vöðvar í sleglunum sem toga í hjartalokurnar