15_Hjartasjúkdómar (hjartabilun og lokusjúkdómar) Flashcards
Skilgreiningin á hjartabilun?
Þegar hjartað dælir ekki nægjanlegu blóðmagni til að sjá vefjum líkamans fyrir næringarefnum og súrefni
Hvað er systolísk vanstarfsemi?
Ekki næg samdráttarhæfni í hjartavöðvanum
Hvað veldur systolískri vanstarfsemi?
Blóðþurrðarsjúkdómar og hypertrophia
Hvað er diastolísk vanstarfsemi?
Ekki næg slökun á hjartavöðvanum (þ.a. sleglarnir fyllast ekki nægilega)
Hvar í æðakerfinu eykst þrýstingur mest vegna hjartabilunar?
Í bláæðunum
Hvað er hjarta Dilation?
Þegar rýmið í sleglinum stækkar
Hvað er hypertrophy?
Þegar veggþykkt slegilsins þykknar
Hægri hjartabilun er venjulega afleiðing af vinstri hjartabilun en einangruð hægri hjartabilun stafar af..? (3)
1) Lungnaháþrýstingi (Cor pulmonale)
2) Lokusjúkdómum (þ.e. í pulmonal og tricuspid)
3) Meðfæddum hjartasjúkdómum
Hvað veldur Nutmeg liver?
Hægri hjartabilun
Hægri hjartabilun veldur hypertension í portal bláæðakerfunum. Hverjar eru afleiðingarnar af því? (3)
1) Stækkun á milta (Splenomegaly)
2) Bjúgur í görnum, sem veldur minna frásogi næringarefna
3) Ascites (Vökvasöfnun í lífhimnu/peritoneum)
Hjartalokusjúkdómar koma í tveimur myndum, hverjum?
Stenosis og Insufficiency.
Þrengsli og bakflæði
Hvað veldur hjartaloku-stenosis? (2)
Alltaf krónískir sjúkdómar.
1) Kölkun
2) Örvefsmyndun
Hvar er meisemdin ef maður fær hjartaloku-stenosis?
Í lokunni sjálfri
Hvað þýðir það ef bakflæði er í hjartaloku?
Að hjartalokan lokast ekki að fullu.
Hvar er meinsemdin ef maður fær hjartaloku bakflæði (insufficiency)? (2)
1) Í lokunni sjálfri
2) Í stoðvefjum lokunnar
Hvað eru Papillary vöðvar?
Vöðvar í sleglunum sem toga í hjartalokurnar
Hvað eru Chorda tendineae?
Sinarnar á milli papillary vöðvanna og hjartalokanna
Hvernig hjartalokukvilla valda sjúkdómar í Papillary vöðvum og Chorda tendineae?
Bakflæði (Insufficiency)
Hvernig getur hjartalokubakflæði (insufficiency) gerst brátt?
Með rofi á papillary vöðva
Hver er algengasta orsök stenosis (þrengsli) í aortulokunni?
Kölkun
Hver er orsök kölkunar í aortuloku?
Slit vegna gamals aldurs (80-90 ára)
Hverjar eru afleiðingar Calcific aortic stenosis? (3)
1) Ischemia -> Angina
2) Hjartabilun
3) Syncope (yfirlið)
Hvað heita lokurnar fjórar í hjartanu?
1) Þríblöðkulokan
2) Míturlokan
3) Ósæðarlokan
4) Lungnaslagæðarlokan
Hvar er þríblöðkulokan?
Milli hægri gáttar og hægra hvolfs
Hvar er míturlokan?
Milli vinstri gáttar og vinstra hvolfs
Hvaða lokur hafa þrjár blöðkur og hvaða lokur hafa tvær blöðkur?
Míturlokan hefur tvær blöðkur.
Þríblöðkulokan, Aortulokan og Lungnaslagæðarlokan hafa þrjár blöðkur.
Hvaða lokur eru kallaðar Semiluniar lokur (Hálfmána)?
Aortulokan og lungnaslagæðarlokan
Hvaða meðfædda sjúkdóm í aortulokunni þarf að kunna?
Bicuspid aortuloka (2 blöðkur í stað 3)
Hvað er Myxomatous mitral valve?
Prolapse í mitralvalve
Hvort veldur Myxomatous mitral valve þrengslum eða bakflæði?
Bakflæði
Hvað er Rheumatic valvular disease?
Hluti af rheumatic fever og er bólga í öllum hlutum hjartans
Hvað er Rheumatic fever?
Gigtsótt. Kemur eftir 2-3 vikur af streptókokka sýkingu (pyogenes).
Hvers vegna fær maður Rheumatic fever af streptókokka sýkingu?
Það verður cross-reaction milli streptococca antigena og próteina í hjarta og fleiri líffæra.
(Cross-reaction=Ef óæmiskerfið sér ekki mun á líkum próteinum)
Hver er eini sjúkdómurinn sem veldur þrengslum í míturlokunni?
Rheumatic valvular disease
Hvaða hluta hjartans ræðst Rheumatic valvular disease lang oftast á?
Míturlokuna
Hvað eru Aschoff bodies?
Hnútar í hjartavöðvanum vegna bólgu vegna Rheumatic fever.
Hverju veldur Krónísk gigtsýki?
Bæði stenosis og insufficiency í hjartalokum
Hvers vegna fær maður endocarditis?
Langoftast út af bakteríum
Hvar í hjartanu kemur endocarditis oftast fyrir?
Oftast í hjartalokunum (sem eru klæddar endocardium)
Vegetation er útbungun á endothelinu vegna endocarditis. Er líka hægt að fá vegetationir án sýkingar?
Já, kemur vegna aukinnar storkuhneigð