Spurningar úr prófum Flashcards
Við skráningu rafrits er merkið sem mælt er magnað upp. Mögnunin er meiri við skráningu rafvirkni heila heldur en í vöðva.
Satt eða ósatt?
Satt
Gel (leiðnikrem) er alltaf sett á rafskautin þegar notuð er raferting. Hvað er það í gelinu sem skiptir mestu máli í tengslum við rafertinguna? Fitusameindir Vatn NaCl CaCl2 Hreinsiefni
NaCl
Hvaða einingar eru notaðar við eftirfarandi 1) tíðni (frequency) og 2) sveifluvídd (amplitude) þegar heilarit er skráð?
1) Hz og 2) microV
10/20 kerfið er notað við ísetningu elektróða til heilarafrits. Hver eftirfarandi fullyrðinga á EKKI við rök að styðjast?
a) Það eykur líkur á að samræmis sé gætt - við samanburð á heilaritsmælingum á einstaklingum.
b) Til staðsetningar á elektróðum er stuðst við hlutföll á höfuðlengd.
c) Nafngift staðsetningar (td. C4 eða O1) tekur mið af svæðum á heilaberkinum
d) Oddatölur í nafngift tákna að þær elektróður mæli vinstra megin
e) 10/20 táknar að 10 elektróður liggja þversum og 20 langsum
E! meikar ekki sens :)
Vöðvarafrit er skráning á spennubreytingu við yfirborð húðar, sem verður vegna þess að…
boðspennur í undirliggjandi VÖÐVAFRUMUM valda spennumun eftir yfirborði vöðvafrumanna
Til að fá samdrátt í litlafingurvöðva, þurfti lágmarksstyrk af rafspennu í taugina. Hvað gerðist við þá rafspennu?
Nokkrir af hreyfitaugasímum í miðtauginni (median) mynduðu boðspennur
Leiðsluhraði taugaboðs er
Hvað mestur ef taugasími er sver og með mýelínslíðri utanum
Heilaritið er tekið af einstaklingi í vöku. Heilabylgjurnar eru tíðnigreindar í delta, theta, beta og alpha tíðnisvið. Skyndilega kemur fram gríðarleg aukning í sveifluvídd/útslagi bylgnanna í delta tíðninni en ekki í öðrum. Hverjar eru skýringarnar á þessu?
Truflanir vegna augnhreyfinga (rúlla til hægri og vinstri)