Blóðrásin Flashcards
Í hvaða dýrum er blóðrásin lokuð?
Hryggdýrum
Hvar er hjartað í hryggdýrum?
Hjartað er kviðlægt í öllum hryggdýrum
Hvaða tvær hringrásir eru í blóðrásinni?
Litla hringrás - lungnahringrás og stóra hringrás - meginhringrás
Hvar liggur litla hringrás?
Litla hringrásin - lungnahringrásin - liggur um lungun, blóð tekur upp súrefni og skilar frá sér koltvíoxíði
Hvar liggur stóra hringrás?
- meginhringrásin - Liggur um alla hluta líkamans. Blóð flytur
næringarefni um allan líkamann, skilar frá sér súrefni og tekur upp koltvíoxíð.
Hvernig er hjarta (í grófum dráttum) skipt?
Hægri og vinstri gáttir, og sleglar
Hvor slegillinn er stærri?
Vinstri
Hvernig eru hjartalokurnar?
Tvíblöðkuloka – milli vinstri gáttar og vinstra hvolfs og Þríblökuloka – milli hægri gáttar og hægra hvolfs og Hálfmánalokur (semilunar) – milli vinstra hvolfs og ósæðar [súrefnisríkt blóð] og hægra hvolfs og lungnaslagæðar [súrefnissnautt blóð]
Í hvað skiptist blóð?
Rauðkorn
• Hvítkorn
• Blóðflögur
… og vatn
Hvað eru rauðkorn?
Þunnar og kringlóttar frumur. Kjarnlausar og
þynnstar um miðjuna úr hemóglóbíni
Hvað eru hvítkorn?
- Stærri en rauðkornin
- Hafa kjarna
- Varnarkerfi
- Ekki einskorðuð við blóðið
Hvað eru blóðflögur?
- Minnstu blóðkornin
- Kjarnlausar
- Gefa frá sér þrombókínasa sem tekur þátt í
storknun blóðs
Hvað orsakar blóðleysi?
Járnskortur algengur, líka vegna tíða hjá konum - skortur á blóðrauða
Hvaða þrír meginflokkar eru af prótínum í blóði?
Albúmín: Binda vökva í æðum.
• Glóbúlín: Ýmis eru ensím, önnur taka þátt í ónæmisviðbrögðum.
• Fíbrínógen: Tekur þátt í storknun blóðs
Hvað gefa blóðflögur frá sér sem tekur þátt í storknun blóðs?
Þrombókínasa