Hlutapróf 2 - Lífeðlisfræði 1 Flashcards
Hvað kallast hópur frumubola?
Ganglia
Hvað er ganglia?
Hópur frumubola
Hvað kallast boð sem koma beint frá mænu?
Spinal reflexes, þau fara ekki upp til heila - síuð út
Hvað er cerebrum?
Hvelaheili
Hvað er Diencephalon?
Milliheili
Hvað er Midbrain?
Miðheili
Hvað er Cerebellum?
Litli heili/Hnykill
Hvað tengir pons (brú) saman?
Ponsinn tengir saman hvelaheila, mænukylfu og litla heila.
Hvað er í miðtaugakerfinu?
Heili og mæna
Hvað er í úttagakerfinu
skyntaugafrumur (sem eru aðlægar) og hreyfitaugafrumur (sem eru frálægar mænu) og svo iðrataugakerfið
Hvað fellur undir hreyfitaugakerfið?
Viljastýrða - sómatíska
ósjálfráða - autonome (átónómíska)
Hvað er grátt efni?
Frumubolir, griplur og taugaendar - í heila og mænu. Hvítt efni er taugasímar með mýelinslíðri.
Hvað er heilinn þungur?
1,2 - 1,4 kg - ca. 2% líkamsþyngdar
Hversu mikils súrefnis og glúkósa krefst heilinn?
ca. 20% af O2 og glúkósa þörf líkamans
Hvaða varnir eru um heilann og mænuna?
Bein (höfuðkúpa/hryggsúla), þrjár himnur - dura mater, arachnoid membrane og pia mater - og svo heila- og mænuvökvi (CSF) milli tveggja innri himna
Hvað heita himnurnar í heilanum/mænunni?
Dura mater
Arachnoid membrane (köngulóar…)
Pia mater
Til hvers er heila- og mænuvökvinn?
Hann ver taugarnar, svolítið eins og flotholt eða höggdeyfir (sbr. tófú í krukku)
Af hverju er heila- og mænuvökva seytt, og hverni er hann tekinn til baka?
Honum er seytt af þekjufrumum í heilaholin og berst á ný í blóð gegnum himnutotur (vatnshöfuð ef það virkar ekki)
Hvernig er efnasamsetning heila- og mænuvökva ólík blóðvökva?
Minna af K+, lítið af próteinum, engin blóðkorn, minna sýrustig og minna magn glúkósa
Hvar er heila- og mænuvökvi?
Hann berst í bil á milli tveggja innri heila himnanna (subarachnoid space) — í raun inná milli “möskvanna” í kóngulóarvefnum sem arachnoid membrane myndar
Hvað gerir blood-brain barrier?
Passar að aðeins það sem á að komast komist eitthvert í heilanum. Takmarkar mjög mikið flutning efna úr blóinu og ver þannig heilann fyrir miklum sveiflum í styrk.
Hvað kemst í gegnum blood-brain barrier?
td. sterar og önnur fituleysanleg efni, og svo lofttegundir.
td. alkóhól, nikotín…
Í hvaða liði er mænunni skipt?
Hálsliði, brjóstliði, lendarliði og mjaðmarliði
Hvaða taugafrumur eru baklægar (dorsalt)?
Skyntaugafrumur
Hvaða taugafrumur eru kviðlægar (ventral)?
Hreyfitaugafrumur
Hvað eru mörg pör af mænu taugafrumum?
31