Ónæmiskerfið og þveiti Flashcards
Í hvað skiptist ónæmiskerfið?
Náttúrulegat og áunnið
Hvað er náttúrulega ónæmiskerfið?
átfrumur og ýmsar virkar sameindir sem ráðast á
fjölda sýkla
Hvað er áunna ónæmiskerfið?
• B eitil frumur seyta mótefnum -Miðla vessabundnu ónæmi
• T eitilfrumur komast í snertingu við aðrar frumur
-Miðla frumubundnu ónæmi -,,Innra eftirlit”
Hvað er þveiti?
Þveiti er hvert það ferli sem miðar að því að losa líkamann við óæskileg efni sem verða til við efnaskipti frumnanna
Hver eru þveitislíffærin?
Lifur, nýru og húð
Hver er stærsti kirtill í líkama spendýrs?
Lifur (1,5 kg)
Lifur:
• Staðsett hægra megin í kviðarholi fyrir
neðan þind
• Blóðrík
• Gallblaðran liggur undir lifrinni
• Inn í lifrina liggur tvöföld blóðrás: lifrarslagæð og portæð
Hver eru helstu hlutverk lifrarinnar?
- Heldur styrk glúkósa í blóði réttum
- Geymir forðanæringu (glýkógen, 300-400g)
- Framleiðir gall
- Býr til mörg prótein (m.a. flest prótein blóðvökvans)
- Myndar þvagefni
- Hreinsar ýmis efni úr blóði og gerir óvirk. Etanól brennur aðeins í lifrinni
- Forðabúr fituleysinna vítamína (ADEK)
Gall:
- Framleitt af lifur
- Sundrar fitu
- Seytt út í skeifugörn
Nýru:
- Tempra salt- og vökvajafnvægi líkamans • Losa líkamann við niturúrgang
- Liggja baklægt í kviðarholi
- 200-300g
- Í hvíld streymir um fimmtungur blóðsins til nýrna (~1 L/mín)
Nýrungur:
- Starfseining nýrna
- Nýrahylki (Bowmann ́s capsule) er á öðrum enda nýrungs
- Inn í hylkið gengur slagæðlingur og myndar æðahnoðra
- Niður úr hylkinu gengur nýrapípla (skiptist í þrennt: nærpípla, sveigpípla, fjarpípla)
- Píplur margra nýrunga sameinast svo í safnrásum sem opnast inn í nýrnaskjóðu
Hvernig gegna nýrun mikilvægu hlutverki í stjórnun blóðþrýstings?
Natríum bindur vatn í blóðvökva og eykur þannig rúmmál blóðs sem veldur hækkuðum blóðþrýsting