Spurningar úr áfangaprófi 4 Flashcards
Fjöldi mismunandi lyktartegunda, sem heilbrigð manneskja greint á milli er:
Meira en 1000
Hvað af eftirtöldu inniheldur heyrnarhárfrumurnar (auditory hair cells):
Corti Líffærið (organ of Corti)
Hverjir eftirfarandi skynnemar eru næmir á hita?
Naktir taugaendar (free nerve endings)
Þeim mun stærra skynjunarsvæði (receptive field)
Þeim mun erfiðara er að greina nákvæmlega upptök áreitisins
Hver eftirtalinna skynnema flokkast EKKI til líkamsskyns (somatic sensation)
Lyktarfruma
Í miðjudæld (central fovea) augans er sjónin skörpust, af því að:
Þar eru einungis keilur, sem hver um sig tengist tvískauta (bipolar) frumu sem tengist síðan einni hnoðfrumu (ganglion-frumu)
Einstaklingur starir lengi á grænan flöt. Þegar hann síðan horfir á hvítan flöt birtist rauð eftirmynd. Það er vegna þess að:
Græna litarefnið brotnar niður í keilum sem græna áreitið fellur á
Vöðvaspólur:
- Eru í beinagrindavöðvum
- Eru ummyndaðar vöðvafrumur, svokallaðar intrafusal frumur
- Er stjórnað af gamma hreyfitaugafrumum
- Verja vöðvaskemmdir vegna of mikillar lengingar
Staðdeyfilyf lina sársaka með því að:
Hemja boðflutning í sársaukataugafrumum með því að blokka Na+ ganga.
Stefna hringhreyfinga skynjast best með
Bogagöngum
Greining á hátíðni- og lágtíðnihljóðum byggir á því að:
Hátíðnihljóð valda meiri hreyfingu á grunnhimnunni(basilar membrane) næst miðeyra, en lágtíðnihljóð fjær.
Þegar ljós fellur á auga:
Hækkar himnuspennan í ljósnemunum (photoreceptors) og losun boðefnisins glutamate minnkar.
Skynnemar í skjóðu (utricle) og posa (saccule) ertast:
Þegar stöðusteinarnir (otolith) renna til vegna þyngdaraflsins og beygja burstahárin (stereocilia) á hárfrumunum.
Í heyrnarmælingum vísar mælieiningin Hertz (Hz) til:
Tónhæðar, þ.e. tíðni hljóðs.
Hvað af eftirtöldu á við um skyngreiningu (secsory coding):
- Tegundagreining skynáreita byggir á sérhæfingu skynnemanna.
- Styrkur áreitisins ákvarðar tíðni boðspenna í aðlægu taugabrautunum.
Hver eftirtalinna fullyrðinga um aðlögun (adaptation) skynnema er rétt?
Hröð aðlögun leiðir til þess að skynneminn svarar einungis þegar áretir byrjar og þegar það hættir (ON/OFF svar)
Skynjun tónhæðar, þ.e. tíðni hljóðsins ræðst af:
Staðsetningu hárfrumanna sem titrar í innra eyranu.
Hver eftirfarandi fullyrðinga um ljósop/sjáaldur (pupil) augans er ekki rétt?
Hæfileiki til að breyta því minnkar með aldri
Endorphin og enkephalin:
Eru innri boðefni sem draga úr sársauka.
Skært ljós sem beint er í auga veldur ósjálfráðu (autonome) taugaviðbragði sem leiðir til minnkunnar ljósops augans, vegna:
Samdráttar hringvöðva (circular muscles) í lithimnunni (parasympatískt)
Vöðvaspóla (muscle spindle) mælir _________ í beinagrindavöðvum:
Lengd
Hvaða heilasvæði tilheyrir sjónskynbörkur (visual cortex):
Hnakkablaði (occupital lobe)
Hvað af eftirtöldu telst til hlutverka smábeinanna í miðeyranu?
þau magna upp titring af völdum hljóðbylgna
Hvernig skynjar jafnvægisskerfið hreyfingu sem verður þegar skyndilega er litið um öxl, höfðinu t.d. snúið til hægri?
Vegna tregðu helst vökvinn(endolymph) í bogagöngunum (semicircular canals) nokkuð kyrr við snúninginn, sem veldur því að hár (stereocilia) hárfrumanna sem liggja upp í hlauphvolf (cupula) sveigjast