Magi, tíðir og vöðvar Flashcards
Hvað gerir maginn?
- Blandar fæðuna saman við magasafa með kröftugum bylgjuhreyfingum
- Saltsýra (HCl) mynduð. Lágt pH
- Myndast efni sem gera líkamanum kleift að taka upp B12vítamín (intrinsic factor)
- Melting prótína hefst í maga
Herju er seitt í skeifugörn
Galli frá lifur og brissafa
Hvað gerist í görnum?
Melting og upptaka næringarefna fer aðallega fram í görnum
Í hvað skiptast vöðvarnir?
- Rákóttir vöðvar
- Sléttir vöðvar
- hjartavöðvi
Rákóttir vöðvar:
- Tengjast nær alltaf beinagrindinni með sinum
- Stundum nefndir beinagrindarvöðvar
- Viljastýrðir
Vöðvaþræðir:
- Eru frumurnar í rákóttum vöðva
- Óvenjustórar frumur
- Margkjarna
- Alltaf samsíða innan sama vöðvabúnts
- Kjarnar liggja út við himnuna sem umlykur þráðinn
- Vöðvaþráðum er haldið saman af bandvef
- Vöðvaþráður = vöðvafruma
Vöðvatrefjar:
- Vöðvaþráður (fruma) inniheldur knippi af minni þráðum sem kallast vöðvatrefjar
- Knippi af vöðvatrefjum mynda regluleg bönd (þverrákir)
Hvað er utan um vöðvarefjar?
Frymisnet og þverpíplur.
orð um samdráttareiningu í rákóttum vöðva:
aktín, mýósín, H-zone, z-line og A band
Hvað mynda aktín og mýósín?
Aktínið myndar grönnu strengina í samdráttareiningunni og Mýósínið myndar þykku strengina
Afhverju getur aktín ekki bundist mýósíni?
Trópómýósín- sameindin hylur mýósínbindistaðina á aktíninu
Sléttir vöðvar:
- Úr spólulaga vöðvafrumum sem hafa einn kjarna
- Ekki þverrákir
- Kalsíum kemur utan frá (óþroskað vöðvafrymisnet)
Hjartavöðvi:
• Frumur minni en rákóttir vöðvaþræðir • Frumurnar eru greinóttar og með einn kjarna • Hafa þverrákir • Þroskað vöðvafrymisnet er í frumunum
Hversu langur er tíðahringurinn?
28 dagar
Hvað gerist í tíðahring í stuttu máli?
Við tíðir eyðist slíma legsins og hverfur út um leggöng með blóði