Sár sem ekki gróa Flashcards
Hvað þarf til þess að sár geti gróið?
Gott blóðstreymi að sárbeði
Raki og hlýja í sárbeði
Hreint sár (ekki dauður vefur eða sýking)
Hvað eru bráðasár? Nefndu dæmi:
Bráðasár koma fljótt og gróa yfirleitt fljótt.
Myndast vegna utanaðkomandi áverka með eða án tilgangs.
Dæmi:
skurðsár
slysasár
áverkar
brunasár
Hvað eru langvinn sár?
Sár sem myndast vegna sjúkdóma eða heilsubrests.
Lengi í bólgufasa.
Geta verið bráðasár til að byrja með en verða að langvinnum sárum vegna þess að eitthvað fer úrskeiðis í sárgræðsluferlinu.
Nefndu dæmi um langvinn sár
Þrýstingssár
Fótasár
Skurðsár sem sýkjast
Skurðsár sem gliðna
Í hverju felst árangursrík sárameðferð?
Heilsufarssaga
Greina undirliggjandi orsök sára
Greina þætti sem tefja sárgræðslu
Skoða sárið sjálft og meta
Nefndu einstaklingstengda þætti sem geta haft áhrif á sárgræðslu
Sjúkdómar
Næring
Lyf/meðferð
Sálfélagslegir þættir
Hreyfigeta
Aldur
Verkir
Reykingar
O2/Blóðflæði
Nefndu staðbundna þætti sem geta haft áhrif á sárgræðslu
Rakastig
Bakteríur
Þrýstingur
Áverkar
Bjúgur
Hitastig
Drep
Hverjir eru 3 fasar sárgræðsluferlisins?
Bólgufasi
Frumufjölgunarfasi
Þroskafasi
Hvað varir bólgufasinn lengi og hvað gerist í honum?
3-6 dagar í bráðasárum
Lengi lengi í langvinnum sárum
Svörun æðakerfisins
Storknun
Bólgusvörun
Niðurbrot/hreinsun
Hvað varir frumufjölgunarfasinn lengi og hvað gerist í honum?
3-21 dagur, lengur í stórum langvinnum sárum
Nýmyndun bandvefs (ör)
Samdráttur í sári
Hvað varir þroskafasinn lengi og hvað gerist í honum?
Varir allt að 2 ár
Þekjun
Styrking örvefjar
Í hverju felst Wound Bed Preperation?
Snýst um að meta og greina ástandið á staðlaðan skipulagðan hátt
Snýst um að ná tökum á þeim þáttum sem geta hindrað sárgræðslu og gera aðstæður þannig hagstæðar
TIMES módelið dregur fram þá þætti sem þarf að skoða
Hvernig er TIMES módelið?
T: tissue
I: infection/inflammation
M: moisture
E: edge of wound
S: surrounding skin
Hvað þarf að hafa í huga þegar við metum sár?
Staðsetning
Stærð (lengd, breidd og dýpt)
Sárbotninn (litur og ástand vefja)
Útferð/vessi
Merki um sýkingu
Sárkantur
Húðin í kringum sárið
Hvað er verið að fjarlægja við hreinsun sára?
Dauðan vef
Bakteríur
Óhreinindi
Aðskotahluti