Ógleði og uppköst, cancer cachexia, aðstandendur krabbameinssjúklinga Flashcards
Hvort er algengara, veldur meiri vandlíðan og er erfiðara að meðhöndla: ógleði eða uppköst?
Ógleði!
Hverjar eru orsakir ógleði/uppkasta hjá krabbameinssjúklingum?
Krabbameinslyf
Geislameðferð
Krabbameinsskurðaðgerð
Krabbamein
Hverjar eru afleiðingar ógleði/uppkasta hjá krabbameinssjúklingum?
Vökva- og elektrólýtatruflanir
Þurrkur
Lystarleysi
Þyngdartap
Kvíðaógleði
Hægðatregða
Innlagnir
Seinkar meðferð
Hvernig eru skilgreiningarnar á krabbameinslyfjatengdri ógleði?
Bráð: 0-24 klst frá lyfjagjöf
Síðkomin: eftir 24 klst frá lyfjagjöf
Fyrirfram: skilyrt svörun/fyrri reynsla
Gegnumbrots einkenni: innan 4 daga
Erfið/óviðráðanleg: þrátt fyrir föst lyf og pn lyf
Hvernig er best að koma í veg fyrir fyrirfram (anticipatory) ógleði?
Með því að veita sem besta mögulegu velgjuvarnarmeðferð frá upphafi.
Atferlismeðferð
Benzódíazepín lyf
Hvað er cancer cachexia?
Kröm
Hve há % krabbameinssjúklinga eru með cancer anorexia (lystarleysi) við greiningu?
40%
Hvað getur cancer anorexia valdið?
Þyngdartapi
Vöðvarýrnun
Vannæringu
Cachexiu
Hvað er oft fyrst einkennið um krabbamein?
Þyngdartap
Hjá hvaða krabbameinum er þyngdartap algengast?
Krabbameinum í meltingarvegi og lungnakrabbameinum
Hvernig lýsir cancer cachexia sér?
Sambland af:
lystarleysi
minnkaðri fæðuinntekt
ósjálfráðu þyngdartapi
óeðlilegum orku- og efnaskiptum
Hvað einkennist cancer cachexia af?
Einkennist af viðvarandi og stöðugri vöðvarýrnun
Í hvaða 3 stig skiptist cancer cachexia í?
Pre-cachexia
Cachexia
Refractory cachexia
Hverjar eru afleiðingar cachexiu?
- Auknar líkur á fylgikvillum tengdum meðferð
- Verri svörun við meðferð
- Styttir lífslíkur
- Lengri sjúkrahúslega
- Skerðing á lífsgæðum (QOL)
Hver er meðferðin við anorexiu-cachexiu?
- Auka fæðuinntöku
- Minnka orkunotkun
Hverjir eru “the hidden patient”
Aðstandendur
Hverjar eru þarfir aðstandenda sjúklinga með krabbamein?
Tilfinningalegar
Félagslegar
Vitsmunalegar
Andlegar
Praktískar
Líkamlegar
Óánægja aðstandenda beinist oft að:
Ónógri þátttöku
Lélegum samskiptum
Skorti á upplýsingum
Skorti á tilfinningalegum stuðningi
Útskriftum sjúklinga
Hvaða módel eru viðurkennd af ICN sem eitt af leiðandi módelum fyrir fjölskylduhjúkrun?
CFAM (Calgary Family Assessment Model)
CFIM (Calgary Family Intervention Model)
Hvaða tæki notar CFAM módelið?
Samtal
Fjölskyldutré (genogram)
Tengslakort (ecomap)
Hvað kallast styttri útgáfa CFAM módelsins?
- mínútna samtalið
Hver eru 5 lykilatriði 15. mínútna samtalsins?
- Framkoma
- Meðferðarsamtal
- Fjölskyldutré og tengslakort
- Meðferðarspurningar
- Benda á styrkleika