Krabbameinsverkir Flashcards
Hverjir eru 3 meginflokkar krabbameinsverkja?
- Bráðir verkir
- Langvinnir verkir
- Taugaverkir
Hvað eru langvinnir verkir?
Verkir sem vara lengur en 3-6 mánuði
Hversu há % krabbameinssjúklinga upplifa verki í kjölfar læknandi meðferðar?
39%
Hversu há % krabbameinssjúklinga með langt genginn sjúkdóm upplifa verki?
66%
Hver eru markmið verkjameðferðar hjá krabbameinssjúklingum?
- Fyrirbygging
- Ákvarða markmið sjúklings og fjölskyldu
- Minnka verki
- Fyrirbyggja/meðhöndla aukaverkanir verkjameðferðar
- Stuðla að öryggi og virkni sjúklings
- Bæta lífsgæði
Hvað eru stoðlyf?
Lyf sem eru ekki eiginleg verkjalyf en hafa samt verkjastillandi áhrif
Hvernig er árangur verkjameðferðar metinn reglulega?
- Nota viðurkennda kvarða til að meta styrk verkja
- Meta a.m.k. daglega á legudeildum
- Sjúklingur met eigin verki ef getur
Hvaða þættir minnka verkjaþol?
- Vanlíðan
- Svefnleysi
- Þreyta
- Kvíði og ótti
- Reiði
- Leiði, depurð og þunglyndi
- Félagsleg einangrun
- Einmanaleiki
Hvaða þættir auka verkjaþol?
- Góð einkennameðferð
- Góður svefn
- Hvíld og/eða sjúkraþjálfun
- Slökunarmeðferð
- Fræðsla og stuðningur
- Skilningur og smahyggð
- Afþreying, félagsskapur
- Andleg vellíðan
- Skilningur
Hver er áreiðanlegast mælikvarðinn á verki?
Eigið mat einstaklingsins á verkjunum
Hvernig er verkjastigi WHO?
- þrep:
Verkir 1-2
Parasetamól og/eða NSAID
+/- stoðlyf - þrep:
Verkir 3-6
Parasetamól og/eða NSAID
+ veikir ópíóðar
+/- stoðlyf - þrep:
Verkir 7-10
Parasetamól og/eða NSAID
+ sterkir ópíóðar
+/- stoðlyf
Við hverju eru NSAID lyf notuð í krabbameini?
NSAID lyf eru notuð við meinvörpum í beinum
NSAID lyf minnka þörf fyrir _______ ef þau eru gefin samhliða
ópíóíða
Hjá hvaða sjúklingum þarf að gæta varúðar með notkun NSAID lyfja?
Hjá sjúklingum með blóðflögufæð og skerta nýrnastarfsemi
Hvaða lyf þolist yfirleitt vel en þarf að gæta varúðar vegna hættu á ofskömmtun?
Parasetamól
Hverjar eru gjafaleiðir ópíóíða?
- Um munn
- Undir húð með lyfjadælu
- Verkjaplástur
Hvenær eru fentanýl plástrar notaðir?
- Ef sjúklingur getur ekki kyngt
- Ef illvíg hægðatregða
- Ef sjúklingar eru vanir ópíóíðum
Hvað eru gegnumbrotsverkir?
Verkir sem koma í gegnum grunnmeðferðina sem sjúklingurinn er á
Hvernig lyf notuð við þegar við gefum lyf eftir þörfum?
Hvernig er gjafaleiðin?
Hvernig er skammtastærðin?
- Alltaf notuð stuttverkandi lyf
- IV, SC, PO, buccal, intranasal
- 1/6 af sólarhringsskammti
Hvenær þarf að hækka grunnskammt lyfja?
Ef pn skammtar eru ≥3 á dag
Hvenær metum við verkun ópíóða eftir
- PO eða PR gjöf?
- SC gjöf?
- IV gjöf?
- 60 mínútur eftir PO eða PR gjöf
- 30 mínútur eftir gjöf SC
- 15 mínútur eftir gjöf IV
Hvaða stoðlyf notum við fyrir sjúklinga með beinmeinvörp?
Bisfosfónöt
Hvaða 2 stoðlyf notum við við taugaverkjum?
Þríhyrningslaga þunglyndislyf eða stera
Nefndu aðrar verkjameðferðir en verkjalyf
- Skurðaðgerð
- Geislameðferð
- Sjúkraþjálfun og endurhæfing
- Slökun
- Tónlist
- Sálfélagslegur stuðningur
Hvað er samþætt (multimodal) meðferð?
- Fleiri en ein tegund lyfja notuð saman
- Aðrar aðferðir en lyf samhliða lyfjagjöf
Hverjar eru algengar aukaverkanir verkjalyfja?
- Magabólgur/-sár v/NSAID
- Hægðatregða v/ópíóíða
- Munnþurrkur
- Ógleði/uppköst
Hverjar eru sjaldgæfar aukaverkanir verkjalyfja?
- Höfgi/syfja
- Kláði
- Rugl/kippir/ofurnæmi
Hverjir eru helst í hættu á að fá öndunarslævingu af völdum ópíóíða?
- Sjúklingar sem ekki eru vanir ópíóíðum
- Aldraðir
- Lungnasjúklingar/kæfisvefn
- Fólk á slævandi lyfjum
Hverjar eru orsakir öndunarslævingar hjá sjúklingum með langvinna krabbameinsverki?
- Of hröð hækkun ópíóíða
- Skert nýrnastarfsemi og lyfin hlaðast upp
- Óvissa um jafngildisskammt
- Of stór skammtur af ópíóíðum
Í hverju felst eftirlit með sjúklingum sem fá ópíóíða?
- Meta meðvitundarástand (POSS kvarði)
- Meta öndunartíðni og dýpt
Hvernig er POSS kvarðinn?
0= vakandi/skýr
1= syfjaður/auðvelt að vekja
2= sljór/auðvelt að vekja
3= erfitt að vekja
S= sofandi
Hver eru einkenni öndunarslævingar?
- Skert meðvitund
- Öndun <8/mín