Parkinsonsjúklingar Flashcards
Hver eru aðaleinkenni parkinsonsjúkdómsins?
- Hægar hreyfingar
- Vöðvastirðleiki
- Skjálfti/titringur
Lyfjatengdar aukaverkanir í hreyfifærni sjást hjá __% eftir __ára sjúkdóm og __% eftir __ ára dópamín-meðferð
Lyfjatengdar aukaverkanir í hreyfifærni sjást hjá 50% eftir 5 ára sjúkdóm og 80% eftir 10 ára dópamín-meðferð
Hvað eru ofhreyfingar (dyskinesia)
Óeðlilegar ósjálfráðar hreyfingar
Hvernig minnkum við lyfjatengd hreyfieinkenni?
- Gefa lyfin með reglulegu millibili
- Haga máltíðum eftir lyfjagjöfum
- Meðhöndla hægðatregðu
Hvernig er sérhæfð lyfjameðferð við parkinson gefin?
Gefið með sírennsli beint í smágrini í gegnum PEG-J lyfjadælu.
Hver eru önnur einkenni í PS?
Skynfæri: verkir, dofi, skyntruflanir
Sjálvirka taugakerfið: réttstöðulágþrýstingur, sviti, slef, hægðatregða, tíð þvaglát
Hegðun: þunglyndi, kvíði, áráttuhegðun
Svefntruflanir
Hver eru einkenni Parkinsonism-hyperpyrexia syndrome
og af hverju orsakast það?
Einkenni:
- Mikill vöðvastirðleiki
- Rugl
- Minnkuð meðvitund
- Hiti >38,5°C
- Mikill sviti
- Óstöðugur blþr
- Hraður púls
Orsök:
- Parkinsonlyfjagjöf skyndilega hætt.
- Notkun geðrofs-/róandi lyfja
Hvað er mikilvægt að gera fyrir skurðaðgerð hjá parkinsonsjúklingum?
Hefja og viðhalda lyfjagjöfum/lyfjatímum. Það má gefa PS lyf um munn allt að 20 mín. fyrir innleiðingu svæfingar
Nefndu 5 helstu parkinsonlyfin:
- Lyf sem innihalda Levódópa
- COMT-hemlar
- MAO-B-hemlar
- Dópamín samherjar (agónistar)
- NMDA-hemlar