Hjúkrun sjúklinga með lungnasjúkdóma Flashcards
Hverjir eru helstu bráðu lungnasjúkdómarnir?
Respiratory depression/hypoventilation
Berkjubólga (bronchitis)
Lungnabólga
ARDS (acute respiratory distress syndrome)
Hvað gerist í shunt?
Blóð streymir framhjá alveoli en loftskipti verða ekki.
Hver er orsök shunt?
Hindrun á loftflæði í alveoli.
T.d. lungnabólga, slím, samfall, æxli
Hvað gerist í “dead space”?
Loft er í alveoli en það er hindrun á blóðflæði og því verða ekki loftskipti.
Hvernig áverka er hægt að fá á lungu og brjósthol?
Högg (blunt trauma)
Lungnamar
Rifbrot og sternumbrot
Flail chest
Pneumothorax
Nefndu langvinna lungnasjúkdóma:
COPD/LLT
Astmi
Lungnaháþrýstingur
Hverjar eru helstu orsakir COPD/LLT?
Reykingar
Óbeinar reykingar
Loftmengun
Fyrir hvað stendur GOLD og hvernig er GOLD stigunin?
Global Initiative for chronic Obstructive Lung Disease.
GOLD stig I: mild - FEV1 ≥ 80%
GOLD stig II: meðal - FEV1 50-80%
GOLD stig III: mikil - FEV1 30-50%
GOLD stig IV: mjög mikil - FEV1 <30%
Hverjar eru orsakir kæfisvefns?
Offita
Þrengsli í nefi
Stórir hálskirtlar
Hver eru einkenni kæfisvefns?
Órólegur svefn
Hrotur
Nætursviti
Dagsyfja
Höfuðverkur
Kvíði og þunglyndi
Einbeitingarskortur
Hver eru einkenni súrefnisskorts?
Blámi
Hraður hjartsláttur
Hröð grunn öndun
Andþyngsli
Svimatilfinning
Vaxandi óróleiki
Nasavængjablakt
Hvaða rannsóknir nýtum við okkur þegar kemur að lungnasjúkdómum?
Blóðprufur
Blóðræktun
Rtg lungu
TS
Öndunarpróf/spirometria
Berkjuspeglun
Svefnrannsókn
Hjartalínurit
Hjartaómun
Hvaða sjúklingar eru í hættu á að fá bráða öndunarbilun?
- Sjúklingar með langvinna teppusjúkdóma í lungum
- Sjúklingar með taugasjúkdóma eða aflögun á brjóstkassa
- Sjúklingar með lungnabólgu
Hvernig lýsa týpa 1 og 2 sér í bráðri öndunarbilun?
Týpa 1:
- pO2 <60 mmHg
- Hypoxisk öndunarbilun
Týpa 2:
- pCO2 >45 mmHg
- Hypercapnisk öndunarbilun
Nefndu það sem orsakar bráða öndunarbilun
- Lokun eða þrenging í berkjum/alveoli eða truflun á blóðflæði til alveoli
- Uppsöfnun koltvísýrings
- Lungnabólga
- ARDS