Krabbameinssjúklingar - beinmergsbæling, slímhúðarbólga, þreyta, kynheilsa Flashcards
Hvaða aukaverkun krabbameinslyfjameðferðar er mest lífsógnandi?
Beinmergsbæling (myelosuppression)
Hvað er Leucopenia/neutropenia og hvaða hættur hefur það í för með sér?
Fækkun á hvítum blóðkornum/neutrophilum.
Hætta á sýkingum og sepsis.
Hvað er anemia/erythrocytopenia og hvaða hættu hefur það í för með sér?
Fækkun á rauðum blóðkornum (anemískur). Hætta á einkennum og afleiðingum blóðleysis.
Hvað er thrombocytopenia og hvaða hættu hefur það í för með sér?
Fækkun á blóðflögum. Hætta á blæðingum.
Hvað er það sem orsakar beinmergsbælingu?
- Frumubælandi lyf
- Háskammtameðferð
- Geislameðferð
- Krabbameinið
- Aldur
- Ýmis lyf
Hver er algengasta skammtatakmarkandi aukaverkun krabbameinslyfja?
beinmergsbæling (sérstaklega neutropenia og thrombocytopenia)
Hvenær kemur neutropenia oft fram og hvað varir hún lengi?
7-14 dögum eftir krabbameinslyfjagjöf. Varir oft í 7-10 daga.
Hvenær eru hætta á sýkingu mjög aukin í neutropeniu?
Þegar neutrophilar eru ≤ 0,5 eða <1,0 og á niðurleið.
Hvert er helsta einkenni neutropeniu? Hvaða önnur einkenni geta verið til staðar?
Hiti er oftast eina merkið um sýkingu.
Almenn einkenni sýkingar geta verið til staðar án hita: hrollur, vöðva- og liðverkir, ógleði, mæði, lágþrýstingur, hraður púls, minnkuð þvaglát, rugl/óráð.
Hvað skiptir máli að gera ef sjúklingur með neutropeniu kemur á spítala með hita?
Gefa sýklalyf iv innan klst. Ekki bíða eftir niðurstöðum rannsókna eða sýnatöku.
Hvað skiptir máli varðandi umhverfi sjúklinga með neutropeniu á spítala?
- Varnareinangrun
- Einbýli með WC og sturtu
- Hreinlæti og handþvottur
- Forðast sýkta og fjölmenni
- Spritta snertifleti daglega
- Takmarka heimsóknir
- Nota maska utan herbergis
- Engin blóm/mold/staðið vatn
- Bakteríufilter í blöndunartækjum
- Örveruskert fæði
Hvað er örveruskert fæði?
Almennt fæði en öllu sem er hrátt er sleppt (t.d. hrátt grænmeti, hrá egg, hrátt kjöt/fiskur, hnetur, mjúkir ostar, ís úr vél).
Í hverju felst daglegt eftirlit og hjúkrunarmeðferð hjá sjúklingum í varnareinangrun á legudeild?
- Mæla lífsmörk reglulega
- Mæla blóðstatus daglega
- Rækta við hitahækkun
- Passa upp á hreinlæti
- Obs húð og slímhúð
- Góð munn- og tannhirða oft á dag
- Öndunaræfingar
- Hreyfing
- Obs næringu
- Fræðsla
- ESAS einkennamat
- Afþreying og sálfélagslegur stuðningur
- Lyfjagjafir
Hvað er bacteremia?
Sýking í blóði
Fyrir hvað stendur SIRS og í hverju felst það?
Systemic Inflammatory Response Syndrome.
2 eða fleiri einkenni:
- Hiti >38 eða <36
- Púls >90
- Öndun >20
- Hvít blóðkorn utan normalgilda
Hver geta einkenni thrombocytopeniu verið?
- Oftast marblettir, nefblæðingar og húðblæðingar
- Blæðing í slímhúð, með þvagi/hægðum, leggöngum, meðfram æðaleggjum
- Blæðing í innri líffæri
- Verkir
Í hvaða krabbameinum er thrombocytopenia algengust?
Í blóðkrabbameinum.
Hverjar geta orsakir thrombocytopeniu verið?
- Mörg krabbameinslyf
- Geislar
- Sjúkdómur í merg
- Bakteríusýkingar
- Storkusjúkdómar
- Lyf
- B-12- eða fólatskortur
Hvert er normalgildi thrombocyta í blóði?
150-400 x 10’9/l
Hvernig er anemia stiguð?
1: Hb 100 - væg anemia
2: Hb 80-99 - töluverð
3: Hb 65-79 - alvarleg
4: Hb <65 - lífshættuleg
Hver eru helstu hjúkrunarmarkmiðin í beinmergsbælingu?
- Koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar vegna neutropeniu
- Sjúklingur og aðstandandi geti lýst, notað viðeigandi neutropeniuvarnir og brugðist tímanlega við einkennum
- Koma í veg fyrir alvarlegar blæðingar og fylgikvilla thromobocytopeniu
- Sjúklingur og aðstandandi geti lýst og nýtt viðeigandi thrombocytopeniuvarnir
- Koma í veg fyrir alvarlegt blóðleysi og afleiðingar
- Sjúklingur og aðstandandi geti lýst einkennum blóðleysis og brugðist við
Hvað er mucositis?
Bólga í slímhimnu í meltingarvegi (e-s staðar á leiðinni frá munni til endaþarms)
Hvað er stomatitis/oral mucositis?
Bólga í munnslímhúð
Hverjar geta afleiðingar slímhúðarbólgu verið?
- Lystarleysi
- Verkir
- kyngingarerfiðleikar (dysphagia)
- þyngdartap
- þurrkur
- sýkingar
- svefn og líðan
- innlagnir
- skert lífsgæði
- áhrif á meðferðaráætlun
Hversu há % sjúklinga í lyfjameðferð fá slímhúðarbólgu?
40-80% sjúklinga
Hvenær byrjar slímhúðarbólga yfirleitt og hvað tekur langan tíma fyrir hana að jafna sig?
Byrjar oft 3-5 dögum eftir lyfjagjöf. Jafnar sig á 10-20 dögum.
Hversu há % sjúklinga sem fá geislameðferð á andlit, munnhol og hálssvæði fá einkenni slímhúðarbólgu?
Allir - 100%!
Hversu há % sjúklinga sem fá háskammtameðferð fá einkenni slímhúðarbólgu?
Allir - 100%!
Hver eru einkenni munnslímhúðarbólgu (stomatitis/oral mucositis)?
- Föl/líflaus slímhúð
- Hvellroði með bólgu og eymslum
- Hvítar skellur
- Dökkar tennur
- Munnþurrkur
- Sviði
- Breytt bragðskyn
- Andremma
- Sár
- Sýkingar
- Þykkt slím
- Kyngingarerfiðleikar
Hvaða stigunarkvarða getum við notað til að stiga munnslímhúðarbólgu? Hversu mörg stig hefur hann?
WHO stigunarkvarðann. 5 stig: 0, 1, 2, 3, 4.
Hver er meðferðin við munnslímhúðarbólgu (stomatitis/oral mucositis)?
- Sjúklingafræðsla
- Tannlæknaskoðun og viðgerðir áður en meðferð hefst
- Halda munnholi hreinu
- Meta munnhol og einkenni í upphafi og fyrir hverja meðferð og bregðast við einkennum
- Bólguminnkandi lyf
- Verkjalyf
- Sýklalyf
- Meta næringarástand
- Kæling
Hvað skiptir mestu máli að fræða sjúklinga með munnslímhúðarbólgu um?
Fræða þá um góða munnhirðu!
Halda munnholi hreinu og röku!
Hvað er xerostomia?
Munnþurrkur
Hvað getur orsakað bragðskynsbreytingar?
- Lyfjameðferð
- Geislar
- Önnur lyf
- Zincskortur
Hver eru hjúkrunarmarkmið hjá sjúklingum með bragðskynsbreytingar?
- Draga úr þyngdartapi
- Viðhalda munnhreinlæti
- Regluleg fæðuinntekt
Hvert er algengasta einkenni krabbameinssjúklinga?
Krabbameinstengd þreyta
Hver er skilgreiningin á krabbameinstengdri þreytu?
Krabbameinstengd þreyta er álagsvaldandi, viðvarandi, huglæg tilfinning um líkamlega, tilfinningalega og/eða vitræna þreytu (tiredness) eða magnleysi (exhaustion) sem má rekja til krabbameins eða krabbameinsmeðferðar og er ekki í samræmi við nýlega virkni en hefur áhrif á hana (NCCN, guidelines 2.2022)
Í hverju felst þreytumeðferð?
- Tala um einkennið og kenna sjúklingi að fylgjast með því
- Meðhöndla mögulegar undirliggjandi orsakir
- Einkennameðferð (blóðleysi, þurrk, verki, kvíða, þunglyndi…)
- Hreyfing
- Orkuspörun
- Nudd, slökun, ljósameðferð (bright white light therapy)
- Sálfélagslegar meðferðir (HAM, núvitund ofl)
- Næringarráðgjöf
- Lyf og bætiefni (
Hversu há % krabbameinssjúklinga finna fyrir sjúkdóms- eða meðferðartengdum kynheilbrigðisvandamálum?
40-100%
Hvaða líkamlegu þættir geta valdið kynheilsuvanda hjá krabbameinssjúklingum?
- Aðgerð, geislar, lyf
- Mörg krabbameinseinkenni
- Þreyta
- Verkir
- Ógleði
- Slímhúðarþurrkur og -bólga
Hvaða sálrænu þættir geta valdið kynheilsuvanda hjá krabbameinssjúklingum?
- Vanlíðan
- Kvíði
- Depurð
- Óvissa
- Breytt sjálf- og líkamsímynd
Hvaða félagslegu þættir geta valdið kynheilsuvanda hjá krabbameinssjúklingum?
- Vanlíðan maka
- Breytt hlutverk
- Álag í sambandi
- Óvirk/lokuð samskipti
- Ótti við nánd
Hversu há % sjúklinga í lyfjameðferð upplifa hármissi?
50-60% sjúklinga
Hvað orsakar hármissi?
Krabbameinslyf og geislar á höfuð/hærð svæði
Hvaða meðferð getur valdið varanlegum hármissi?
Háskammtameðferð með busulfan og cyclophosamid
Hver eru fyrstu einkenni um hármissi?
Kláði og eymsli/verkir í hársverði.
Hvenær byrja hár yfirleitt að vaxa aftur í lok lyfjameðferðar?
eftir 4-6 vikur
Hvenær byrja hár yfirleitt að vaxa aftur í lok geislameðferðar?
eftir 3-6 mánuði
Í hverju felst hjúkrunarmeðferð við hármissi?
- Undirbúningur og fræðsla
- Umhirða á viðkvæmu hári og húð
- Augu/augnhár
- Hárkollur: beiðni ST
- Virkja aðstandendur
- Meta áhrif á líðan
- Sálfélagslegur stuðningur
- Ráðgjöf
Hver eru algengustu þættirnir sem hafa áhrif á getu, löngun og ánægju í kynlífi hjá körlum með krabbamein?
- Ristruflanir vegna taugaæðaskaða t. aðgerð, lyfjum, geislum
- Ófrjósemi
- Þurrkur í slímhúð
- Þreyta og önnur einkenni, tímabundin, langvinn
Hver eru algengustu þættirnir sem hafa áhrif á getu, löngun og ánægju í kynlífi hjá konum með krabbamein?
- Þurrkur í slímhúð
- Bráð/ótímabær tíðahvörf
- Ófrjósemi
- Þröng leggöng: geislar, aðgerð
- Doði og verkir í kynfærum
- Þreyta og önnur einkenni, tímabundin, langvinn